Vondur málstaður eða heimskir menn?

hvammur_yfirlit_litilSíðastliðið föstudagskvöld kom hópur fólks saman á mótum Þverár og Þjórsár í Gnúpverjahreppi. Tilgangurinn með samkomunni var að afhjúpa skilti tvö sem eiga að sýna fyrirhugaða hæð svokallaðs Hagalóns sem verður myndað á þessu svæði ef Hvammsvirkjun verður að veruleika. Samkoman var falleg og friðsamleg, Guðfinnur í Skaftholti spilaði á harmonikku og gestir fengu kakó og kaffi af brúsa. Ég fékk að standa undir regnhlífinni hjá prestinum og þetta var gott og skemmtilegt.

Ég fór tvær ferðir inní Þjórsárdal um helgina, í sitthvorum félagsskapnum, og útskýrði tilveru þessara skilta fyrir gestunum þegar við ókum hjá. Viðbrögðin voru svipuð í báðum tilfellum: Allt þetta undir vatn? Er ekki í lagi?

Í gærkvöldi eða nótt sannaðist svo endanlega að það er ekki allt í lagi. Einhver eða einhverjir hafa gert sér ferð inn að Þverárbrú, tekið niður skiltin og fleygt þeim inná hlað í Geldingaholti, en þar býr fólk sem er þekkt fyrir vinnu að umhverfismálum. 

Menn sem athafna sig þegjandi í skjóli nætur hljóta að hafa vondan málstað að verja. Eða þeir eru hreinlega of heimskir til að geta staðið fyrir máli sínu. Nema hvort tveggja sé. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Soddan heigulsháttur. Verst hvað svona fólk getur verið illa upplýst, það á bæði við um með og á móti fólk. Skítafnykur af þessu öllu saman, össss

Brettingz (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 14:33

2 Smámynd: HP Foss

Auðvitað þurfti að taka niður skiltin, það er ekki hægt að una við að fólk úr Reykjavík stormi austur í sveitir og hrófli skiltum utaní annan hvern hól.
Það verður ómögulegt að horfa yfir lónið með eyjurnar þaktar í skiltadrasli frá Sigga pönk og félögum. Kommon.

HP Foss, 2.8.2007 kl. 21:29

3 identicon

Jég er sammmála Há pé foss. Ekki spurning á eftyr alt sem á undamn er geingið

Andrés (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 00:50

4 Smámynd: Rúnarsdóttir

HP Foss veður grunnt í dag og gusar í samræmi við það. Hér er hann að rugla saman mótmælum gagnvart annarsvegar Urriðafossvirkjun í Flóahreppi og hinsvegar Hvammsvirkjun í Gnúpverjahreppi. Veit reyndar ekki til þess að Sigurður Harðarson hjúkrunarfræðingur hafi komið þar að í hvorugu tilfellinu en það var oddviti Flóamanna sem setti útá aðkomu aðkomumanna að málinu í vor. Gnúpverjar mótmæla virkjanaframkvæmdum í "sínum" hluta Þjórsár sjálfir og gera það vel en við getum ekki stöðvað þessa vitleysu án hjálpar bæði Guðs og manna. 

Rúnarsdóttir, 3.8.2007 kl. 10:16

5 Smámynd: HP Foss

já, ég skil hvað þú meinar,  fáum rafmagnið frá hinum. Er ekki sjálfsagt að virkja Þjórsá eins og hægt er og þá er kannski frekar hægt að hlífa nátúruperlum eins og Skaftá?

HP Foss, 3.8.2007 kl. 10:25

6 identicon

Ágústa!  Er Siggi Pönk á lausu?

Karen Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2007 kl. 10:53

7 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Ég hef ekki kynnt mér nægilega náttúruspjöll sem hljótast af virkjunarmöguleikum landsins og hef því ekki mótað mér skoðun á því hvar skuli virkja.

En ég er alfarið á móti því að virkja til að selja trancenational fyrirtækjum orkuna á útsöluverði, og gera þau í leiðinni áhugasöm um að hafa afskipti af íslenskum stjórnmálum.

Það eru bara nokkur ár í að komnar verða á almennan markað ýmsar gerðir hybrid-bíla sem ganga fyrir rafmagni og vetni ásamt jarðefnaeldsneyti. Að virkja til að knýja bílaflota landsmanna myndi á sama tíma vera gríðarleg kjarabót fyrir bílaeigendur, því jarðefnaeldsneyti mun bara halda áfram að hækka í verði, og minnka viðskiptahallan mikið og gera okkur minna háð sveiflum á eldsneytismörkuðm.

VIRKJUM FYRIR OKKUR!

Jón Þór Ólafsson, 8.8.2007 kl. 07:44

8 Smámynd: Rúnarsdóttir

IRB: Jamm, grrr being the operative word.

Brettz: Þetta eru asnar Guðjón.

Bóbó: Love you!

Andrés: Fallega gert af þér að draga úr stafsetningarkunnáttu þinni um 140% til að láta HP Foss líða betur.

EE: Atvinnumótmælendur smatvinnumótmælendur (prófaðu að segja þetta rosa hratt, fimm sinnum í röð ...)

Karen: "#$%$&%/&#%&

Johnny: Sammála, sammála, sammála ... virkjum fyrir okkur, bara ekki meira í minni sveit. 

IRB: Og des uden lifi ég, eins og alþjóð veit, eftir gamla mongólska mottóinu: Þú skalt ekki deita mann sem þú gæti óvart stigið ofaná. 

Rúnarsdóttir, 9.8.2007 kl. 10:02

9 Smámynd: HP Foss

Ágústa. Það á ekki að virkja í þinni sveit, virkjum Bessastaði var aðeins slagorð Ástþórs Magnússonar, Garðahreppurinn sleppur við vatnsaflsvirkjanir, enda byggja þar aðeins þiggjendur. Eru ekki einu sinni sjálfbjarga með kalt vatn.

HP Foss, 9.8.2007 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband