Klukk

Einar Elí hefur klukkað vort freknótta fés. Mér hefur alltaf þótt þáttaka í svona barnalegum leikjum fyrir neðan mína virðingu en þar sem téður EE er í sérstöku blogg-uppáhaldi hjá mér og ég þess utan að reyna að vera betri (auðmjúkari ... mýkri?) manneskja þá tek ég þessari áskorun með bros á vör og sól í hjarta. Ég mun hér að neðan fylgja fordæmi EE og bjóða uppá fjórar alkunnar staðreyndir um moi og fjórar lítt þekktar ... að ég tel. Þær eru ekki í neinni sérstakri röð.

Ég er félagslyndur einfari.

Mér finnst rigningin góð.

Ég elska.

Ég er matarfíkill.

Ég er í grunninn mjög latur einstaklingur með mikla hreyfiþörf. Það getur farið illa saman.

Þegar fólk er á annað borð komið út í kuldann hjá mér þá getur það, með örfáum þekktum undantekningum, gleymt því að koma inn aftur.

Ég er lofthrædd.

Ég trúi á Guð, finnst gott að fara í kirkju og hef yndi af sálmasöng.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig fer þetta með hreyfiþörfina saman við sunddrottninguna.............

Brettingz (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 13:12

2 Smámynd: GK

Ertu að beila á bloggfríinu?

GK, 24.7.2007 kl. 01:20

3 Smámynd: Rúnarsdóttir

1. Þú bara gerir þitt besta, ég bið ekki um meira.

2. Flókið mál essgan ...

3. og 4. Kjartan var örugglega að grínast, hann er grínfullur strákurinn.

5. Ertu hræddur við Kjartan?

6. Danke.

7. Sumri tekið að halla og svona, allt í lagi að standa upp og teygja úr sér allavega, e'haggi? 

Rúnarsdóttir, 24.7.2007 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband