Fimmtudagur, 12. júlí 2007
Þú mátt kalla mig Alla
Maður gengur niður götuna
Hann segir: Hví er ég mjúkur í miðjunni?
Hví er ég mjúkur í miðjunni?
Að öðru leyti er líf mitt svo hart
Ég þarf mynda-tækifæri
Ég þarf tilraun til endurlausnar
Vil ekki enda sem teiknimynd
Í teiknimyndakirkjugarði
Beinagrafari Beinagrafari
Hundar í tunglsljósinu
Langt í burtu mínar vel upplýstu dyr
Herra Bjórvömb Bjórvömb
Komdu þessu rökkum í burtu frá mér
Þú veist að mér finnst þetta ekki skemmtilegt lengur
Ef þú vilt verða lífvörðurinn minn
Þá skal ég vera þinn löngu týndi félagi
Ég get kallað þig Bettí
Og Bettí, þegar þú hringir í mig
Máttu kalla mig Alla
Maður gengur niður götuna
Hann segir: Hví hef ég of litla athygli
Hef stutt lítið athyglissvið
Og mínar eru næturnar langar
Hvar eru konan mín og börnin?
Hvað ef ég dey hér?
Hver verður fyrirmynd mín?
Nú þegar fyrirmynd mín er
Farin farin
Hann stökk aftur niður sundið
Með einhverri þybbinni lítilli leðublökufés-stelpu
Alveg aleinn aleinn
Það voru tilvik og tilviljanir
Það voru vísbendingar og staðhæfingar
Ef þú vilt verða lífvörðurinn minn
Þá skal ég vera þinn löngu týndi félagi
Ég get kallað þig Bettí
Og Bettí, þegar þú hringir í mig
Máttu kalla mig Alla
Maður gengur niður götuna
Það er gata í skrýtnum heimi
Kannski er það þriðji heimurinn
Kannski er hann þar í fyrsta sinn
Hann talar ekki tungumálið
Hann er ekki með gjaldeyri
Hann er erlendur maður
Hann er umvafinn hljóðinu
Hljóðinu
Nautgripir á markaðinum
Flækingar og munaðarleysingjahæli
Hann lítur um kring um kring
Hann sér engla í hönnuninni
Snúast í óendanleika
Hann segir Amen! Og Hallelúja!
Ef þú vilt verða lífvörðurinn minn
Þá skal ég vera þinn löngu týndi félagi
Ég get kallað þig Bettí
Og Bettí, þegar þú hringir í mig
Máttu kalla mig Alla
Athugasemdir
Alli, kanntu að spila á básúnu? Kannt'að gera gott brass?
Sorellina (IP-tala skráð) 12.7.2007 kl. 23:39
Ah, þetta minnir mig á hið stórgóða myndband sem fylgir þessu lagi. Leiksigur hjá Chevy Chase. Snilld.
Benedikt XVI (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 12:32
Gleymdi linknum.
http://www.veoh.com/videos/e70603qy9gCWz4
Benedikt XVI (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 12:34
Uuuu,,,, röng lyf?
HP Foss, 16.7.2007 kl. 22:19
Vá, súr texti ! Hlakka til að plana date tvö hjá okkur.
Anna Lóa (IP-tala skráð) 17.7.2007 kl. 01:12
1. Vissi að þú myndir bráðna ...
2. Nei en ég þekki stelpu sem hefur vit á góðu brassi!
3-4. Leiksigur hjá þeim báðum eiginlega. Takk fyrir linkinn, yndislegt! Og áttum okkur á því að annar þeirra er 33 cm hærri en hinn, smá munur.
5. Ef þú þekkir ekki þetta lag þá er klárlega eitthvað rangt við það.
6. Mér finnst hann meira basískur.
Rúnarsdóttir, 18.7.2007 kl. 01:28
Ég mæli með því að Bubbi fái þennan texta hjá þér og sjóði við hann gott lag.
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 22.7.2007 kl. 23:33
Ohh, ég er komin með þetta lag á heilann!
Guðbjörg drithöfundur Helga,Sigurdórs og Helgu..., 22.7.2007 kl. 23:34
Þetta er gott lag til að fá á heilann ... gæti verið verra, miklu verra
Rúnarsdóttir, 24.7.2007 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.