Færsluflokkur: Bloggar
Miðvikudagur, 7. mars 2007
What am I, your mother?
Sonur minn er hættur að vera fyndinn. Síðasta peran í bílskúrnum sprakk í síðustu viku. Í gær fór hann með mannhæðarháan stafla af óhreinum þvotti úr herberginu sínu útí bílskúr (þar sem þvottavélin er) og sagði heldur hranalega við mig í leiðinni: "Mamma, það þarf að fara að setja í vél hérna!" Ég brosti daufu taugaveiklunarbrosi og sagði voða lágt: "Ég get ekki þvegið þvott í myrkri ljúfastur, kannski ef þú myndir skipta um peru ..." Þá hreytir einkasonur minn frumgetinn í mig: "Æji kommon mamma, þú getur bara hringt í rafvirkja og sent mér reikninginn!!"
Excuse me?!? Var ég með þennan lurk á brjósti í 10 mánuði til að láta tala við mig eins og gamla eðlu? Hell no! Hér verður ekkert þvegið fyrr en hann fer að klæja á dimma staðinn!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 5. mars 2007
Killing in the name of ...
... hah! Þið hélduð að ég væri búin að skrifa djúpa færslu um Írak og Bush og heimsku. Plataði ykkur, var bara að hlusta á RATM og gerði fyrirsögn úr því sem ómaði í hausnum á mér! HAH!
Þá er það staðfest. Drykkja, ofát og reykingar auka ekki á þol manna. Þetta hefur mig lengi grunað og fékk staðfestingu í lauginni áðan. Var rétt drukknuð þegar ég var búin með 800 m en fór síðustu 200 m á þrjóskunni (sem ég vissi bara ekki að ég byggi yfir! GASP!) og slapp þar með við að láta fjóra myndarlega miðaldra menn slást í low cut Speedos um hver fengi að lífga mig við (já, hjartahnoð er bara mis-aðlaðandi eftir því hver er að drukkna, live with it!). Náði samt að splitta rétt og klára síðustu 200 m á 85% púls (ég veit, ég veit, þið elskið persónuleg blogg!)
Mér finnst alltaf jafn gaman þegar Framsókn fer í kosningagírinn. Það er eitthvað svo næs og notó þegar loforðin og hugafarsbreytingarnar fara að renna inn á færibandi eins og kindur í almenning á réttardaginn í sól, logni og þriggja stiga hita. Sumt á bara alltaf að vera eins, annars fæ ég kvíðakast. Framsókn heldur mér happy and healthy. Þabbaraþannig. Líka kusur. Kusur eru svo traustar og hlýjar. Úff, ég elska kusur.
Ný getraun
Hver sagði og af hvaða tilefni:
"Þeir eru ekki ókunnugir. Þeir eru nýju vinirnir okkar og þeir eiga pott!" (Þýtt og staðfært úr útl-ensku af ÁR).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Sunnudagur, 4. mars 2007
Ég vil byrja á að þakka ...
... Akademíunni og öllum þeim fjölmörgu aðdáendum og vinum sem sendu okkur Hittings-stelpunum SMS til Kaupmannahafnar með það fyrir augum að segja óeirðabrandara á okkar kostnað. Hugvitssamlegt grín og afskaplega fyndið í alveg fyrstu 10-15 skiptin!
Ferðin var annars tær snilld! Hápunktarnir hljóta að vera brennivínseitrun eins og yours truly fær þær bestar og búðarferð eftir 3 tíma í hvítvíni á Peter Oxe (nennti ekki að máta allt þetta dót, ef einhver vill þá á ég gallabuxur úr Mango sem ég kem ekki hálfa leið upp um mig og hlýrabol sem hefði passað á mig um fermingu). Ég kom heim með 10 kg í yfirvigt og þá er ég ekki að tala um bjúgsöfnun gott fólk (þó hún sé vel sjáanleg)! Visakortið mitt fer í rehab eftir helgi. Það er orðið bæði sköllótt og tattúverað.
Topp 10 listinn yfir setningar helgarinnar:
10. Hvað er það? Eigum við að ræða það eitthvað? (Þið vitið hvað það er óþolandi þegar einhver fær svona klassa-setningar á heilann. Við vorum tvær ... )
9. Sitjði bra áfrm stelpr. Jatla aðns a kíkj'í Georg Jensssen! (Búnar að sitja í "nettum öllara" fyrir utan púbb á Amagertorv þegar ein fékk þessa snilldarhugmynd. Hún var síðan hundelt um búðina af starfsmanni sem hafði ekki orðið svona hræddur síðan fíllinn kom í postulínsverslunina um árið!)
8. Could you bring me a glass of milk? (Þjónninn á Reef´n Beef var greinilega öllu vanur og spurði einskis. Setningin Almínox-kveðjur frá Köben er angi af sama meiði ...)
7. Hey, stelpur, Kassa ætlar að mála mig svona þið vitið, "Dusty Shadow". (Ein úr sveit að reyna að tjá sig um að hún ætti "Smokey" förðun í vændum!)
6. Ch - ch - ch - ch - Changes!
5. Hún ryksugaði bara upp matinn sinn! Hún er Madame Hoover!
4. Staðurinn-er-opinn-til-fimm! (Sexý og smá yfirdrifnir mjaðmahnykkir við framburð á orðunum opinn og fimm ... það var s.s. Dönerstaður við hliðina á húsinu sem við gistum í og einhverri þótti opnunartíminn vera stór kostur ...)
3. Já, er hún búsett hér? (Búsett? Hver talar svona??)
2. It's not you, it's me! (Mikið notuð setning á laugardaginn, passar við öll tækifæri! Blessunarorðin og bónusinn voru lesin nokkrum sinnum líka í kjölfarið, mjög viðeigandi.)
1. Kaupa þér tímarit? Ætlarðu þá ekki líka að fá þér húðflúr og hlusta á hljóðsnældur? (As in geturðu orðið eitthvað meira forn í máli?)
Íris vann síðustu getraunakeppni með stæl. Það var einmitt Þórgunnur Skordal sem mælti þessi fleygu orð! Íris mun fá heimsókn frá mér í verðlaun, eftir 2-5 daga. Heppin er hún stelpan ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 28. febrúar 2007
Leaving, on a jet plane ...
Fer til Sjöbinhán eldsnemma í fyrramálið. Ridiculously snemma myndi einhver segja, ég tek bara jákvæða pakkann á þetta og segi: Því fyrr sem ég legg af stað, því fyrr legg ég bílnum við Leifsstöð, og við vitum öll hvað gerist eftir það.
Skál mamma, skál pabbi, tengdapabbi, ég segi bara skál öllsömul! (Uppruni þessarar setningar er verðlaunagetraun helgarinnar og Sif má ekki svara!)
I'll be back ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 27. febrúar 2007
And I said, what about ...
Mér finnst æði að búa með mömmu minni. Það eru til vondir menn sem gera grín að því. Þessir vondu menn liggja heima í flensu núna (a little thing called karma!). Það er snilld að vera aftur orðin unglingurinn í forstofuherberginu (var reyndar unglingurinn á loftinu í den tid, never mind). Núna er ég til dæmis búin að liggja á maganum á rúminu mínu, í forstofuherberginu mínu, í klukkutíma, að setja myndir inná gelgjulegu bloggsíðuna mína, með Breakfast at Tiffany's með Deep Blue Something á repeat og lítil stelpa í ljósbláum náttfötum er sofnuð við hliðina á mér. Núna ætla ég að prófa að kalla á mömmu og biðja hana að gera heitt kakó handa mér ... hún sagði mér að gleyma því! Well, I never!
Ég hef áhyggjur af kosningunum í vor. Ég var með fiskibollur í kvöldmatinn en það lét mér ekki líða neitt betur. Það er ekki það að ég viti ekkert hvað ég á að kjósa. Ég HEF ekkert til að kjósa. Það sem er í boði er allt of mikið svona eða of lítið hinsegin (nema Frjálslyndir, þeir eru bara of). Ef það væru einmenningskjördæmi á Íslandi þá myndi ég íhuga framboð. Helstu baráttumál mín yrðu afnám málfrelsis, innflutningsbann á tóbak og svo myndi ég skylda alla til að borða aspas í morgunmat. (Verðlaun í boði handa þeim snjalla lesanda sem veit hvaðan þetta með aspasinn kemur).
Ég fæ fyrstu útborgun fyrir nýseldu íbúðina mína á morgun. Vill einhver skreppa með mér til Köben um helgina??
Bloggar | Breytt 28.2.2007 kl. 08:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Mánudagur, 26. febrúar 2007
And so it is ...
Ég er ekki þrjósk. Þegar fólk hefur á undanförnum misserum bent mér á að kynna mér tónlist Damien Rice þá hef ég harðnað í þeirri afstöðu minni að gera það ekki vegna þess að ég vil ekki vera mainstream (Já, í síðasta sinn, Robbie Willams er jaðarmaður!). ÁHH vinur minn og fleiri góðir menn hafa því talað fyrir daufum eyrum. Um helgina gat ég hinsvegar ekki gripið fyrir eyrun og gólað "LA-LA-LA-LA" (það hefði verið nettur moodkiller) og núna er ég ofurseld valdi DR. Er frekar svekkt útí sjálfa mig fyrir að hafa ekki leyft eyrunum mínum að njóta þessara konfektmola fyrr. Og þá spyr maður sig: Hef ég látið einhvern haug af lífsins lystisemdum framhjá mér fara af því að það er mottó að vera ekki eins og hinir? Pæling.
Annars erum við mæðgur að passa fyrir Jules og Gollz núna. Það segir ýmislegt um þessi yndislegu rúsínupúsínubörn þeirra, 18 mánaða og 4 ára, að síðan ég kom hingað er ég búin að spjalla í símann, naglalakka mig (tvær umferðir), semja þetta blogg og samt knúsa þau alveg fullt, gefa þeim að borða og finna týnda svínið úr dýrapúslinu (les: dóttir mín er búin að vera sveitt að passa).
Hljóp inní Smáralind með framangreindri dóttur í gær (á reyndar bara eina) til að kaupa blóm handa ammælisbarninu. Þegar við vorum að labba út mættum við konu um fimmtugt í leðurbuxum, svaka pæjugeit. Skyndilega heyri ég einhverja gelgju stynja við hliðina á mér: "Djíses, RÓLEG með leðurbuxurnar!" Ég leit snöggt til hliðar og átti von á að sjá eina 15 ára í Dieselbuxum með strípur. Nei, sú sem hafði mælt þessi orð var litla 10 ára gamla stúlkubarnið mitt, þarna gekk hún og starði á pæjugeitina með hneykslunarsvip sem hefði fengið Kolbrúnu Halldórs til að hætta á þingi og snúa sér að fjárbúskap. Ég legg ekki meira á ykkur gott fólk.
Og takk fyrir að lesa bullið í mér. Ég er alveg að fíla það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 25. febrúar 2007
She never leaves home without that eukelele
Massagóður dagur. Eyddi honum að mestu með Kössu minni, fórum með ungviðið í sund, borðuðum saman og fórum svo í ammili til Summu. Við verðum að standa saman þessar einstæðu sjáið til. Mjög mikilvægt. Það er alkunna að óvirkir alkar rotta sig gjarnan saman í frístundum, þá er minni hætta á að lenda í einhverju rugli. Sama gildir um okkur einstæðingana, ef við höldum hópinn þá minnkar það líkurnar á að einstæðingsskapurinn verði okkur fjötur um fót í samfélagi sem byggir á pörum, pörum og aftur pörum. Fuck that, við Kassa erum alveg jafn flottar og einhver pör. Piff.
Annars er Bára komin í bleyti og majonesan orðin gul. Björk Vilhelms "gengur" í Sundurlyndinguna á sama tíma og JFM staðfestir úrsögn sína. GASP! Honestly folks, hvar er Haukur Hauks núna? Ef þetta eru ekki Ekki-fréttir þá er ég ... ööö ... geðveikt góð á skíðum.
- Blackadder: Baldrick, have you no idea what "irony" is?
Baldrick: Yes, it's like "goldy" and "bronzy" only it's made out of iron.
Sumir eru soldið þannig ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 22. febrúar 2007
Öskudagur
Öskudagur er yndislegur. Af þessum þremur hátíðisdögum, bollu- sprengi- og ösku, ber öskudagur höfuð og herðar yfir hina tvo hvað varðar skemmtilegheit og tilhlökkun að mínu mati. Ég er, eins og alþjóð veit, ekki mikil matkona svo rjómabollur og saltkjöt hafa takmarkað aðdráttarafl. Í annan stað hefur ofbeldið sem fylgir bolludeginum (bolluvendir anyone?) gert mig frekar fráhverfa þeim degi. Í þriðja lagi minna orðin sprengidagur og "saltkjöt" mig á heimagerðu sprengjuna sem sprakk á almenningabókasafninu í Salt Lake City í fyrra, sem aftur ýtir undir vonleysi og neikvæðni hjá viðkvæmum blómum eins og moi.
Á öskudag kveður við nýjan tón. Hátíðin hefst raunar eftir vinnu á sprengidag þegar ég fer í Leikbæ, úthvíld eftir notalegan vinnudag, og reyni að hjálpa ungviðinu að finna búning við sitt hæfi. Í Leikbæ eru yfirleitt 15-20 aðrir foreldrar plús eitt til þrjú börn á mann í sömu erindagjörðum. Þarna getur oft myndast notaleg tilhlökkunarstemmning og fólk stendur og spjallar í rólegheitum í röðinni sem nær út að hurð. Samkenndin fyllir mig bjartsýni.
Öskudagurinn sjálfur er svo mini-febrúarútgáfa af jólunum, svo skemmtilegur er hann. Ég vakna úthvíld og endurnærð og hjálpa ungviðinu að búa sig fyrir daginn, mála þau í framan og sendi þau út af örkinni með alla heimatilbúnu öskupokana sem ég hef dundað mér við að sauma yfir dimmustu vetrarmánuðina, gjarnan við kertaljós. Börnin hlaupa glöð til móts við félaga sína og eyða deginum við leik og söng sem gleður alla bæjarbúa. Hátíðarbragurinn sem myndast meðal gjaldkeranna í bankanum, þegar þær eru búnar að taka á móti sautján sönghópum fyrir kl 10:30, er ólýsanlegur og gleðin smitast yfir á fullorðna viðskiptavini sem bíða brosandi og þolinmóðir eftir afgreiðslu á meðan börnin syngja skemmtilega söngva við raust. Eftir vinnu sameinast fjölskyldan á ný og fer yfir atburði dagsins, börnin róleg og vær eftir daginn enda sameinar öskudagurinn holla útiveru í hreinu lofti og staðgóða næringu, allt sem ungviðið þarf á að halda. Um kvöldið baða ég þau og hreinsa framan úr þeim andlitsmálninguna með mildri sápu sem ertir ekki viðkvæma húð, þau busla í hreinu baðvatninu og hjalið í þeim þegar milda sápan kitlar augun minnir mig á hvað ég er ótrúlega heppin í lífinu.
Ég vildi að allir dagar væru öskudagar!Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 21. febrúar 2007
Svo kvað Jimbo
The killer awoke before dawn, he put his boots on
He took a face from the ancient gallery
And he walked on down the hall ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 20. febrúar 2007
Jessöríbob ...
Ókei! Hvað er málið með þetta klámráðstefnudæmi? People, can you get over yourselves for five seconds?? Hverjum er ekki sama?? Já ok, það eru til konur sem fíla ekki klám (og nokkrir karlar sem þykjast ekki fíla það) en það er ekki málið! Þarna er bara hópur af fólki sem ætlar að koma og eyða peningum á Íslandi, enginn þrælkun, engin börn, einstaka görn, hættið þessu!! Ég get svarið það, ef ég sé eina frétt í viðbót um að fólk sé að fara á límingunum yfir þessu dæmi þá æli ég! Því staðreyndin er sú að ef það væru ekki 27 mínútur í kosningar þá myndi ekki múkka í nokkrum manni útaf þessu. Jú femínistum auðvitað, but what else is new?
Aaaaand I'm spent ...
Var að koma úr kreisí góðum Saumó. Endaði á því að hóta húsbóndanum á heimilinu sem svaraði fyrir sig með því að hrinda mér. Var alveg að fíla það. Unglingurinn var að passa fyrir eina í Saumó á meðan. Hann kom skææææælbrosandi út, fékk sko borgað fyrir pössunina! Ef eitthvert ykkar vantar barnapössun gegn vægu gjaldi þá er minns til í "slaginn" ... en bara ef öll börnin eru jafn stillt og Salka og steinsofa allan tímann. Ekkert bull!
P.S. Ég skrifa mikið um son minn, það þýðir ekki að mér þyki ekki vænt um dóttur mína. Þegar hún verður jafn fyndin og hann þá fær hún speis á síðunni. Börn verða bara að læra að hafa fyrir hlutunum, það eru ekkert alltaf jólin!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)