Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 18. febrúar 2007
I'm bringing scruffy back!
Er metró að verða ble? Mega menn aftur vera apalegir og strípulausir?
Baráttan gegn virkjunum í neðri hluta Þjórsár er að verða virkilega skemmtileg. Ansi beitt sending til oddvitans í SkeiðGnúp í Fréttablaðinu í fyrradag. Er hrædd um að Frikki Sóf og Lalli frændi hugsi Gnúpverjum þegjandi þörfina núna, ekki í fyrsta sinn.
Setti inn fleiri myndir. Ég er að verða assgoti góðíessu. Vona að ég hafi stafað "sorellina" rétt, ef ekki mun lilla sys spjakka í akkadið á mér.
I'm taking a nap ... wake me up when the monkeys get here.
Bloggar | Breytt 19.2.2007 kl. 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 17. febrúar 2007
Samantekt
Þetta stendur uppúr eftir daginn í dag:
Amma mín er hrifnari af Friðriki Ómari en Eiríki Haukssyni
Where the streets have no name er ennþá uppáhalds lagið mitt með U2
Leðurbuxur fara Eiríki Haukssyni mun betur en Friðriki Ómari
Það væri sniðugt að fara bara í vatnið þegar maður er á djamminu eftir kl 3
I'm bringing pastry back ...
Bloggar | Breytt 18.2.2007 kl. 23:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 16. febrúar 2007
Húmör
Sonur minn er mjög fyndinn, hlutlaust mat. Ég er að tygja mig á æfingu eitt kvöldið í vikunni og segi við hann: Júlía ætlar að koma í heimsókn á eftir, þú veist af því ef hún dettur inn á undan mér. Unglingurinn lyftir annarri augabrúninni og svarar: Og hvað viltu að ég geri mamma mín? Á ég að segja henni að bíða inní herbergi?
Klámbransahátíð á Íslandi? Femínistar hafa ekki húmör fyrir því. Ég er ekki femínisti og finnst þetta frábært. Hópurinn ætlar í rútuferð um Biskupstungur. Þarna gætu orðið til stórkostlegir titlar eins og Golden Hairy Triangle, Pounding at Pingvellir og Geothermal Gang Bang. Þessi samkoma mun gera fyrir Tungurnar það sem örflagan gerði fyrir Silicon Valley, mark my words!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 13. febrúar 2007
Þau ykkar sem hafa séð ...
... Little Miss Sunshine hljóta að skilja hvað ég varð spæld þegar samferðakona mín í kvikmyndahúsið sagði eftir sýninguna að myndin hefði verið skemmtileg og minnt hana á National Lampoons Summer Vacation. Það er smá dýptarmunur á þessum tveimur listaverkum að mínu mati.
Íslendingar fylgja bandarísku neyslumynstri hvað varðar matvæli án þess að gera sér grein fyrir því segir danskurinn. Ég hefði nú getað sagt ykkur það. Ég hef nebblega keyrt framhjá KFC í Hfj í hádeginu á þriðjudegi. Ekki bara pakkað útúr dyrum heldur nær röðin í bílalúguna langleiðina til Tokyo (sem er gæludýrabúðin á næsta horni). Sveiattan!
Héðinsfjarðargöng eru snilld. Áfram Sturli! Jarðgöng til Vestmannaeyja næst! Svo skulum við öll leggjast á eitt til að fá Fólk með Sorrý aftur á skjáinn og fá Actavis til að þróa spritt með ávaxtabragði, af því það er ekkert fáránlegt heldur!Já ókei, ég hef farið í bílalúguna hjá KFC í hádeginu á þriðjudegi!...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 12. febrúar 2007
Er sanngjarnt ...
... að Hafnfirðingar fá einir að greiða atkvæði um stækkun álversins í Straumsvík og þar með um hvort þörf er fyrir virkjanir í neðri hluta Þjórsár? Þaðan mun rafmagnið koma sem á að sjá viðbótinni við álverið fyrir orku. Ég held að Samfylkingin hljóti að hafa toppað sjálfa sig í fíflaganginum með þessari blessuðu atkvæðagreiðslu. Ég mun ekkert vinna næsta mánuðinn heldur mun ég helga mig því að sannfæra þá íbúa Hafnarfjarðar sem vinna á mínum vinnustað um að þeir eigi ekkert með það að samþykkja þessa stækkun þar sem hún hefur gríðarleg áhrif á önnur sveitarfélög en Hafnarfjörð. Virkjanirnar í Þjórsá munu valda óbætanlegum skaða á fallegu sveitinni minni og des uden koma línurnar frá virkjuninni til með að liggja í gegnum átta sveitarfélög áður en þær ná til Straumsvíkur. En það kemur engum við nema íbúum Hafnarfjarðar, right?
Baráttufundurinn í Árnesi í dag var að stærstum hluta vel heppnaður. Fæ alltaf smá kjánahroll þegar fólk gleymir sér í að blanda þjóðernishyggju og rómantík saman við umræður um umhverfisvernd en það voru fá og stutt augnablik á fundinum þannig. Hrós dagsins fær Guðfríður Lilja fyrir vel skrifaða ræðu og frábærlega flutta þannig að fólk hlustaði með andakt. Ég gæti aldrei kosið VG (gæti kosið G-ið en ekki V-ið eins og svo margir aðrir fyrrverandi sjallar) en þessi stelpa er sannarlega skrautfjöður í hatti þeirra VG manna og á eftir að hala inn truckloads af atkvæðum fyrir þá í vor.
Hjálpaði systkinunum í Geldó að gefa í fjárhúsið í morgun og mjólkaði í St. Mást með Uppáhalds í kvöld. Afi og amma höfðu orð á því að fjósalyktin væri örlítið öðruvísi en venjulega þegar ég stoppaði hjá þeim á heimleiðinni, hún væri í sterkari kantinum með nettum rollukeim. Þið sem vinnið með mér getið dæmt sjálfir á morgun, ég ætla ekki í sturtu í fyrramálið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 10. febrúar 2007
Menn eins og Travis Stork eru ...
... ástæðan fyrir því að gott kvenfólk er upp til hópa off the market. Að geta fengið af sér að kremja viðkvæmt blóm eins og hana Móönu til að auka áhorfið og fá hökur til að skella á bringu er grimmilegt og mig langar að sparka í hann. Hann plataði mig, mömmu, unglinginn á heimilinu, konuna sem vinnur í sundlauginni og flesta aðra sem ég þekki. Það er allt í lagi. Hann lét aumingja Móu-blómið hinsvegar halda að þau myndu giftast og eignast börn og buru og fórnaði henni þannig á áhorfs-altari ABC sjónvarpsstöðvarinnar. Boohoo to you with knobs on Travis, may you and Sarah rot in the filth of your own fornication.
Mér til mikillar ánægju hættu Travis og Sarah saman áður en lokaþátturinn var sýndur í USA. Stundum veitir ógæfa annara mér svo mikla gleði að það hræðir mig ... en bara í smástund.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 9. febrúar 2007
Hégómagirnd ...
... er umdeilt veganesti. Dramb er falli næst og Narcissus fór nú aldeilis flatt á því að glápa um of á trýnið á sjálfum sér hér um árið.
Þessi blogsíða er stofnuð vegna þess að ég þoli ekki að það skuli birtast mynd af Ingibjörgu þegar hún skrifar athugasemdir á bloggið hans Eiríks en þegar ég geri slíkt hið sama kem ég út eins og hillbilly redneck, myndlaus og óskráð.
Að því sögðu getum við gefið okkur að innihald þeirra færslna sem gætu eða gætu ekki ratað á þessar síður verður sjálfbirgingslegt, sjálfhverft og jafnvel sjálfselskt, sérstaklega þegar mjög kalt er í veðri.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)