Viðbjóður

angry

Ég er búin að vera heiðarleg og einlæg fyrir lífstíð í síðustu færslum, kominn tími til að mér eðlislægari kenndir eins og kaldhæðni og almenn neikvæðni fái að njóta sín.

Mikið djö andsk getur það farið í taugarnar á mér þegar fólk á öllum aldri talar um ástvini sína og félaga með fornafni og ákveðnum greini:

Ég vona að Sollunni gangi vel í kökuskreytingakeppninni.

Ég gæti ælt ... en þetta atriði verður þó enn aumkunarverðara þegar um er að ræða karlkyns viðfangsefni:

Árninn lánaði mér peysu sem reyndist vera frekar snolluð svo ég fór bara í netabolnum eins og venjulega.

Að ég tali nú ekki um það ógrátandi þegar mannskapurinn drullar endanlega á sig og bætir eignarfornafni aftan við herlegheitin:

Fór að heimsækja Klöruna mína í gær, hún var í sjálfsmorðshugleiðingum svo ég fór fljótlega og ákvað að fara í lautarferð í Hellisgerði í staðinn.

Þetta er ógeðslega væminn vibbi!

Eini maðurinn sem kemst upp með þetta er Einar Matt þegar hann talar um Einar Glans vin sinn (Matt vs. Glans, þið fattið), það að tala um ”Glansinn” er elegant og töff ...

... en þegar fullorðið fólk talar um ”Hallberuna sína” og ”Gunnbjörninn sinn” eins um um sé að ræða mjúka og fluffy bandhnykla sem skoppa fallega á gegnheilu parketi í auglýsingu frá Agli Árnasyni þá langar mig einfaldlega að fleygja mér af 12 metra háum kletti niður í uppþornaðan árfarveg með skólatösku og mikið nesti!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnarsdóttir

Ég kremst meira til bana ef ég er með þunga skólatösku, ergo mikið nesti.

Rúnarsdóttir, 16.8.2007 kl. 23:06

2 identicon

Aawwwwww, What's Eating Gilbert Grape now??*knús*

Anna Lóa (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 23:07

3 identicon

Það er gott að vera pirruð og koma því á prent eða öllu heldur net eða skjá. Meira af þessum snilldarlega orðuðu færslum Gústan mín góða heheheh !  Ég kemst nú alltaf í gott skap af því að lesa færslunar þínar og einkum ef þær eru nógu kaldhæðnar.   Knús, hlakka til að sjá þig á mánudaginn, ertu ekki farin að skipuleggja eitthvað gott að éta ?

Gugga (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 10:55

4 identicon

Ágústan mín!  Hvað er að heyra í henni Gústu minni?  Þegar svona pirringur læðist að manni er aðeins eitt að gera!  http://www.youtube.com/watch?v=jAuZteESCvo

Karen Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 11:39

5 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Heldurðu í alvöru að Klaran hafi drpið sig? Mér finnst algert kæruleysi að fara bara í Hellisgerði. Ég hefði orðið að fara í laugina eða eitthvað álíka. Til að dreifa huganum.

Annars er ég sammála þér, þetta er hundleiðinlegur talsmáti. En í áranna rás tekst manni að þróa með sér ónæmi fyrir svona löguðu. Og reyndar mörgu öðru.  Eigðu góða helgi ljúfan. 

Helga R. Einarsdóttir, 17.8.2007 kl. 20:55

6 identicon

Hey vúhú ég slapp ; )

Babu (IP-tala skráð) 19.8.2007 kl. 19:55

7 identicon

Æ ég væri til í að sjá framan í þig elskaN mín - þú ert svo mikið sæt þegar þú reiðist -

Húlíó (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 15:19

8 Smámynd: Rúnarsdóttir

Já þið ættuð að sjá hvað ég var sæt þegar ég var að skrifa þetta. Sæt eins og súrmjólkurbúðingur með lime á sítrónubeði.

Rúnarsdóttir, 22.8.2007 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband