Fimmtudagur, 11. október 2007
Rei
Umræðan sem hefur tröllriðið íslenskum fjölmiðlum undanfarna daga hefur dregið fram minningaflís í huga mér.
Það er stöðugt verið að tala um rei þetta og rei hitt.
Þá skoppar Ray Krebbs uppí huga mér eins og Sergei Bubka á góðum degi.
Ray Krebbs var góður maður sem hafði yndi af því að yrkja jörðina. Hann tókst á við sitt alkohólistaproblem eins og sannur Ewing (as in not) enda kom á daginn að hann var launsonur Jocks gamla og eitthvað rámar mig í að J.R. hafi nú ekki stokkið hæð sína í fullum herklæðum af gleði þegar sú beinagrind skreið útúr skápnum.
Ég man að það var stundum haft á orði í Lambhaganum að Ray hefði skringilegt göngulag. Mamma hélt þeirri kenningu á lofti það væri vegna þess að Ray væri svo slæmur af gyllinæð eftir allar útreiðarnar að hann gæti ekki gengið eðlilega. Hann var reyndar hjólbeinóttur mjög en þar að auki var alltaf eins og hann væri að koma í veg fyrir að rasskinnarnar nudduðust saman þegar hann gekk. Móðir mín heldur þessari kenningu á lofti enn þann dag í dag. Já ég veit, frekar langsótt en konan bara hreinlega neitar að gefa sig með þetta.
Anyway ...
Það var útikennsla í skólanum í dag og litla mín vildi fara með heitt kakó í nesti. Við eigum engan lítinn hitabrúsa. Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn. Og svo elska ég dóttur mína að hún fór með Georg Jensen hitakönnuna mína í skólann. Já, ég veit ...
Athugasemdir
YOU HAVE GONE AND DONE IT AGAIN MY LOVE, SNILLD.
MÚHA HA HA HA HA HA HA HA....bið að heilsa múttu þinni!
Karen Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 16:10
Þú ert svo sniðug músin mín.
Ágústahin (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 21:02
Takk Ágústa mín! Ég var orðin svo langt leidd að ég var að hugsa um að skella á fréttabanninu sem ég setti mig í sem unglingur vegna of mikilla frétta af ofbeldi og hætti að horfa á fréttir í meira en ár. En nú get ég auðvitað bara hugsað um hinn eina sanna ,,Rei'' þegar baulið byrjar á ný og allt Ewing liðið lýsir upp tilveruna eins og forðum.
Gugga (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 21:23
Ég var farin að halda að ljós lífsins hefði farið eitthvað illa í þig.
Gott að hugsa til gamla Rey þegar allt þetta "geysilega grín" er að keyra um þverbak. kv.
Helga R. Einarsdóttir, 11.10.2007 kl. 22:23
Ég man aðeins eftir Dallas, er það nóg?? -Hélt ekki. Enda hefur þetta Rei-mál ekki náð að hafa sín neikvæðu áhirf á mig, til hins ítrasta, þar sem próflestur á nær hug minn allann þessar stundirnar.
Enda þótt ég þekki ekki til Rey Krebbs og hans sérdeilis undarlega göngulags og hafi í raun ekki hugmynd um hvað þú skrifar þá hef ég einlægt gaman að skrifum þínum sem endranær.
Anna Sigga, 13.10.2007 kl. 11:30
Mikils fara þeir á mis sem ekki kynntust Ray Krebbs - gangandi eða ríðandi.
abraham (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 14:49
Ég var alveg búin að gleyma honum Rey!!! Takk fyrir vinkilinn í þessu, ég sá samt soldið fyrir sem svona REIf. Villi flottur reifari, sérstaklega gmb
Sigga Hrönn (IP-tala skráð) 13.10.2007 kl. 17:12
Það er gott að mamma þín skyldi taka af skarið með hitakönnuna. Barnið á að ganga fyrir hégóma móðurinnar.
HP Foss, 17.10.2007 kl. 20:24
MEIRA BLOGG - MEIRA BLOGG
Karen Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 10:37
1. Þær komu báðar heilar til baka, kannan og barnið.
2. Já ef maður gæti sett snilldina á flöskur og selt hana þá væri ég á útreiðum fyrir austan með Hilmi Snæ núna.
3. Takk ást
4. Dallas og borgarstjórn Rvk eiga í raun heilmikið sameiginlegt því "í góðsemi vegur þar hver annan" eins og segir í kvæðinu.
5. Geysilega grín? Hahaha, snilld
6. Ég vissi að það var eitthvað skakkt við hann.
7. Þú ert svo ung mín kæra, ég gleymi því alltaf.
8. Donna kynntist honum á báða vegu ...
9. Reif? Hvað er það? Nei djók ... (oh, ég er svo gömul!)
10. Þú hefur nú alltaf virkað meira sem Pamelu-týpan á mig venur, veit ekki hvað það er ...
11. Mamma biður að heilsa þér og þakkar veittan stuðning í gegnum árin.
12. Fær maður aldrei frið? Mikið hlakka ég til þegar ég verð orðin gömul og ljót og þetta hættir!
Rúnarsdóttir, 18.10.2007 kl. 11:24
Já, Rey Krebbs var góður kall. Ég fílaði hann samt alltaf dáldið einmana. Enda hornreka Júvíngur.
Og Bubka... Ahhhh... ég man eftir honum skoppa. Litla krúttlega vöðvafjallið frá Úkraínu.
Ef mér skjátlast ekki þá er stangarstökkvari "stavhoppari" á sænsku. Er það önnur saga?
GK, 23.10.2007 kl. 00:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.