Tribute

SVK 057
Kjartan vinur minn Maack fer fögrum orðum um Stefán Má Ágústsson í kommenti við síðustu færslu. Ég get ekki annað en splæst færslu á strákinn til að útskýra fyrir dyggum lesendum mínum þvílík gersemi hann Stefán Már er, því Kjartan tók kannski ekki alveg nógu djúpt í árinni (les: erfitt fyrir Kjartan að taka dýpra í árinni án þess að virka eins og algjör kjellíng).

Stefán Már í miklu uppáhaldi á mínu heimili, jafnt hjá stórum sem smáum. Okkur finnst hann góðhjartaður, hjálpsamur (sem minnir mig á að ég gleymdi að þakka honum fyrir að teyma merina fyrir okkur á sunnudaginn) og svakalega góður í fótbolta, skemmtilegur og með góðan tónlistarsmekk (sem er frekar sjaldgæft hjá ungum mönnum í dag). Stundum er Stefán Már pínu stríðinn en það er kostur að mati okkar sem erum fánaberar íslenskrar meinfyndni. Mér finnst hann líka aðdáunarverður hestamaður og ég veit að hann er góður við bæði kindur og gamalt fólk.Hans stærsti plús að mínu mati er samt sú staðreynd að hann kann á traktor.

Sonur minn lét þessi fleygu orð falla um daginn:

“Sko mamma, ef einhleypar konur þessa lands geta hugsað sér að láta mann eins og hann Stefán Má ganga um ólofaðan þá er þeim bara engin andskotans vorkunn!”

Þar hafið þið það!



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hlýtur að vera óskadraumur allra tengdamæðra

Mamma (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 14:06

2 identicon

Er þetta dulbúið ástarbréf?

Hlín (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 16:51

3 Smámynd: Anna Sigga

Fleyg mæðgin... Tek reyndar undir þeirra orð, hann Stefán Már er ljúfur og góður, ætíð hress og glaður í bragði. Þeim sem hann þekkja er sómi af því einu saman.

Anna Sigga, 10.8.2007 kl. 20:03

4 identicon

“They keep saying the right person will come along, I think mine got hit by a truck.”.....

Þetta hélt ég... en viti menn svona gullmolar eru þá til eftir allt. Hvernig er það, þarf maður að fara í röð, taka númer eða einfaldlega slást um hann ???

Anna Lóa (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 00:08

5 Smámynd: HP Foss

Jesús minn.

HP Foss, 11.8.2007 kl. 01:11

6 identicon

ROFL!

Anna Lóa (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 02:57

7 identicon

Ágústa mín, þetta er allt saman alveg hárrétt hjá þér, og hann Stefán Már er bara svona af því að hann er af svo góðu fólki kominn  Þú varst vonandi búin að átta þig á því er það ekki ??

Bjarnheiður (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 13:15

8 identicon

Your lips are moving but all I can hear is bla bla bla bla.....

Ég trúi ekki svona tröllasögum fyrr en ég fæ að taka manninn út!  Mér finnst svolítið skrítið að "besta" vinkona þín (sem myndi þá vera ég ef þú áttar þig ekki á því) hafi aldrei hitt þennan, svo ég kvóti í Björgvin, stórkostlega mann í flottum stígvélum!

Mohitos og ferðaklósett um næstu helgi.... ertu game??????

Karen Guðmundsd. (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 21:30

9 Smámynd: Rúnarsdóttir

Yeah but, no but, yeah but, no but, yeah but, no but, you see ... 

Rúnarsdóttir, 13.8.2007 kl. 17:49

10 identicon

SHUT UP!  I can't belive you just said that!

Karen Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 12:19

11 identicon

Já stelpur!

Hann Stefán minn benti mér á þetta greinarkorn og ég verð að segja ykkur að ég er sammála þessu öllu!!!

Inga Dagmar (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband