That's not a bomb, sir, that's a sponge

Blogg tvo daga í röð. Vona að Bóbó fái ekki flog.

Við unglingurinn erum að passa fyrir Lufsu og Doktorinn, litla barnið er sofnað, hraunbitarnir komnir í skál, Borat undir geislanum og ég hef því ekkert annað að gera en að setja hugrenningar mínar á "blað". 

Ég er komin með kosningaógeð! Sko óóóóóógeð! Ég er nánast hætt að horfa á sjónvarp, hætt að hlusta á fréttirnar á Rás 1 á leið í vinnuna og hætt að lesa blogg hjá fólki sem talar um pólitík (nema Tomma en það telst ekki með). Ég veit ekki ennþá hvað ég á að kjósa, ef nokkuð, en hallærislegar sjálfshólsræður frá misgáfulegu en óaðfinnanlega stíliseruðu fólki eru ekki að hjálpa mér neitt. Mér finnst þetta allt bara eiginlega einn, stór, rándýr skrípaleikur. Allar stefnuskrár keimlíkar, allar áherslur eins, með einstaka útúrdúrum, allar ræðurnar svipað sápukenndar en samt halda því allir fram að ef ég kýs andstæðinginn muni þjóðfélagið fara beint til andskotans á 25 sek sléttum.clown

Á kosningakvöldið ætla ég að grilla með afa mínum á Selfossi, horfa á klæðskiptingana í Helsinki (því það veit Guð að ekki verður Eiríkur Hauksson þar) og ganga svo á milli kosningaskrifstofa í trúðabúningi til að leggja áherslu á þá skoðun mína að kosningabaráttan er ekkert nema sirkus. Frjálslyndir eru simpansarnir, Sjallarnir eru skeggjaða konan, Samfó er fólkið sem leikur listir standandi á hestbaki og VG er loftfimleikamaðurinn sem missir flugið og dettur í netið. Framsókn situr fótbrotin í hjólhýsinu sínu með gifs uppí nára og Íslandshreyfingin leikur á lútu við innganginn.

(Almáttugur, er ég að breytast í anarkista? Verð ég orðin Gústa Pönk eftir viku? Mig hefur reyndar alltaf langað í hjúkrunarfræði ... )

Ég verð í lokin að minnast aðeins á uppáhalds veðurfréttakonuna mína. Hún var í sjónvarpinu áðan, alltaf fær hún mig til að staldra við og dást að kraftinum og örygginu sem bókstaflega geislar af henni á skjánum, fyrir nú utan það hvað hún er sæt, það eitt og sér er efni í sjónvarpsþátt. Já, ég veit þetta er væmið en ég er jú blóm. Haltu áfram að standa þig svona vel Voffía!

Og alveg í blálokin er hér mynd sem unglingurinn tók á kvöldgöngu í ljósaskiptunum með Húna hundi. Ef þið skoðið hvað myndar gárurnar á vatninu sést hvar Húni læðir sér útí sjó. Mér finnst þetta flott mynd.

Picture 035     


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágústa Kr Andersen

Já, en hvað gerir maður pönkað í dag? Lætur raka af sér hárið..öhh, nei Britney er búin að því for pítsseik. Lommérsjaaaááá... fær sér tattú á rassgatið? Ööhh... eimmitt, alveg eins og allar hinar dúllurnar sem vilja vera væld á því.

ÉG VEIT! Við söfnum reglulega góðum brúski. Það er pönk.

Ágústa Kr Andersen, 5.5.2007 kl. 00:11

2 Smámynd: Rúnarsdóttir

Way ahead of you partner ...

Rúnarsdóttir, 5.5.2007 kl. 00:18

3 Smámynd: GK

En skemmtilegt. Borat var líka í mínum geisla í kvöld. Fín mynd.

GK, 5.5.2007 kl. 01:44

4 Smámynd: Sigga Hrönn

Góð lýsing á sirkusatriðinu!!! þarf að fara að koma mér í það að kjósa undankjörstaðar og mikið verð ég fegin þegar ég klára þetta þar sem ég er svo sammála þér.

Sigga Hrönn, 5.5.2007 kl. 07:27

5 identicon

Mikið er sonur þinn góður ljósmyndari. Ég held allavega að allar myndirnar sem ég hef séð eftir hann séu fallegar.

Íris (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 13:07

6 Smámynd: Ólafur fannberg

meiriháttar ljósmynd...

Ólafur fannberg, 5.5.2007 kl. 15:58

7 Smámynd: Abraham

Ég má til að segja álit mitt á ljósmyndinni - og hinu líka.   Myndin er meiiiiiriháttar og ekki orð um það meir.    En þessar pólitíkurpælingar þínar eru ágætar en þær rugla mig bara í ríminu og gera mér enn erfiðara um vik að ákveða mig.     Simpansar eru alltaf dálítil krútt (en ekki meira)  ég er alltaf svolítið sjéneruð fyrir skeggi á konum (jú nó væ)  svo hefur sirkus alltaf vakið hjá mér óttablandna aðdáun af því ég er alltaf hrædd um að einhver detti og meiði sig.  Svo er ég frekar aumingjagóð þannig að fótbrotnir vekja samúð.    En trúðarnir eru alltaf pottþéttir enda hef ég alltaf sagt að ég myndi kjósa þig ef þú værir í framboði.     Og að lokum - hvernig var Borat ?????

Abraham, 5.5.2007 kl. 16:56

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fannst þér ekki Borat helvíti borubrattur?

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.5.2007 kl. 02:47

9 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þú ert nú bara flóastelpa, kýst framsókn fyrir pabba & afa, einfalt....

S.

Steingrímur Helgason, 6.5.2007 kl. 02:58

10 Smámynd: Rúnarsdóttir

Gummi Kalli, Ollamagga og Sigurður Þór: Ég náði ekki að klára að horfa á Borat þar sem húsráðendur komu fyrr heim en áætlað var. Það sem ég sá lofaði hinsvegar góðu.

Brettingz: Ertu búin að ákveða þig sumsé? Það er meira en ég get sagt.

Íris og Ólafur: Æ takk, ég er glöð að sjá að ég er ekki ein um að finnast þetta. 

Bóbó: Jú sennileg er ég bara anarkisti. Þú þekkir mig svo vel! Veðurfréttakonan góða heitir Soffía Sveinsdóttir og vinnur á Stöð 2. Og trúðabúningurinn verður að sjálfsögðu siðsamlegur: Rauður nebbi, rúllukragabolur og víðar buxur. 

Steini: Pabbi heitinn var mikill sjálfstæðismaður og afi fyrirlítur framsókn eins og pestina. Nei, meira en pestina reyndar. Eftir stendur að ég er bara flóastelpa, alveg rétt hjá þér. 

Rúnarsdóttir, 6.5.2007 kl. 20:53

11 identicon

Jeminn.... mig rak í rogastans að lesa þetta hrós... takk takk Ágústa, ekkert smá sætt og hlýjar mér um hjartaræturnar

Sjáumst hressar 19. maí (tel niður)!!!

Soffía (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 19:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband