Færsluflokkur: Bloggar

Whole lotta love

Það er ekki þannig á þessum bæ að mýsnar missi sig í leik og gleði þegar kötturinn er úti. Þessi mús er allavega að vinna eins og mf. Sköpunargáfan líður fyrir álagið. Samt svo gaman að vera til. Úff, það er svo gaman.florida


Ég lýsi hér með eftir smið til að smíða fyrir mig skjólveggi og girðingu í kringum húsið mitt. Ég þekki reyndar einn Siglfirðing sem ég ætla að undirstinga með þetta á morgun. Það er mikilvægt að verkið klárist áður en sólbaðstímabilið hefst (sem stendur yfir ca. 18-23 júlí á Íslandi eins og flestir vita). Ég var einu sinni næstum því handtekin í USA fyrir að sólbaða mig ber að ofan þannig að nágrannarnir sæju til. Þeir hringdu á lögregluna. Ég held ég hafi skaðast smá á sálinni við það. Ekki mikið samt. 

Við erum að hlusta á Led Zeppelin II í bílnum þessa dagana. Ég hef lítið hlustað á þá plötu síðan ég var 15 ára. Sonur minn, á fimmtánda ári, er nýlega farinn að hlusta á hana. Sneðugt hvað sagan endurtekur sig. Varðandi suma hluti. Ekki alla hluti, nei nei, bara suma.


... sitting on a beach, earning twenty percent

josh Svo virðist sem einhver hafi skilið eftir á heimili mínu geisladisk með tónlist í flutningi Josh Groban (það koma ekki margir til greina, fyrsti stafurinn í nafni þeirrar sem er efst á lista grunaðra er Aðalheiður systir mín). Af hvötum sem teljast sennilega til forvitni var diskurinn spilaður hérna í Greninu áðan. At the risk of sounding like a trukkalessa þá hugnast þessi tónlist mér ekki. Ég verð bara deprímeruð af svona dramavæli. Úff og ojbarasta.

dh
Ég las í einhverju dagblaðanna að fjórða Die Hard myndin er víst væntanleg í sumar. Ég er einlægur aðdáandi þeirra mynda. Mér er enn í fersku minni þegar ég leit John McClane fyrst augum í mjög góðum félagsskap undir Eyjafjöllunum í byrjun þorra árið 1989. Það sem stóð uppúr þeirri mynd fyrir mína parta var reyndar Alan Rickman og hef ég dáð þann snjalla leikara taumlaust síðan. Ég er ennfremur mikill aðdáandi þeirrar aðferðafræði að hætta beri leik þá hæst hann stendur (og hef fylgt þeirri aðferðafræði grimmt varðandi íþróttaiðkun, ástarsambönd, nám ofl.). Ég vildi óska að Bruce Willis væri í sama pakka. Ég óttast að það fari að koma Police Academy-lykt af Die Hard. Það má ekki gerast.ld

 

Ég var komin ofan í heita pottinn í Laugardalslauginni kl 8:17 í morgun. Hvað er það? Það er sweet gott fólk, that's what that is.


Bugger

Ég er að spöglera.Nebbi

Hundtryggir aðstoðarmenn gera það stundum. 

Ég er að spöglera, hvernig verður hor til?

Hvar myndast hor? 

 

 


Er fólk fíbbl?

addi Þessari spurningu hefur verið varpað fram af, tjah, bara eiginlega öllum sem ég þekki undanfarið. Ástæðan er sú að samkvæmt skoðanakönnunum virðast Árnar Mathiesen og Johnsen vera frekar átakalaust að leiða Sjálfstæðismenn inní feitan og fínan kosningasigur í Suðurkjördæmi.

Fólk utan Suðurkjördæmis skilur ekki hvers vegna listi með Árna Johnsen í öðru sæti nýtur slíks stuðnings. 

Ég skil það vel.

Árni Johnsen er besti kjördæmapotari sem Suðurkjördæmi hefur átt. Sem nokkurt kjördæmi hefur átt held ég bara. Ýkjulaust. Það er leitun að þingmönnum sem eru jafn kraftmiklir og ósérhlífnir þegar kemur að því að vinna fyrir fólkið í kjördæminu sínu. Sama hvort um er að ræða þjóðveg 1, hafnarmannvirki í Þorlákshöfn, nýjan Herjólf fyrir Eyjamenn eða bara það að ljá fólki eyra og segjast ætla að gera sitt besta, það getur enginn sagt annað en að Árni Johnsen standi með sínum.

Hann stendur hinsvegar of mikið með sjálfum sér líka og það varð honum að falli.

Það er ofureðlilegt að íhaldið mælist með 55,5% í Vestmannaeyjum. Eyjamenn hafa verið hreint og beint munaðarlaustir síðan Árni "féll" af þingi. Sko munaðarlausir! Það hefur enginn verið að draga þeirra vagn í keppninni um fjárveitingar til allra skapaðra hluta. Núna hafa þeir tækifæri til að koma sér aftur á framkvæmdakortið.   

Þetta virkar nebblega þannig. Ef einhver ætlar að halda því fram að kjörnir þingfulltrúar vinni af heilindum og dáð fyrir alla íbúa í landinu þá er sá hinn sami að tala útum görnina á sér. Fjárlög eru pottur. Þingmenn reyna að fá eins mikið úr pottinum og hægt er fyrir sitt kjördæmi og sitt fólk. Krónur og aura gott fólk. Krónur og aura. 

Er fólkið í Suðurkjördæmi fífl að vilja Árna Johnsen á þing?

Nei, ég held einmitt að fólkið í Suðurkjördæmi viti NÁKVÆMLEGA hvað það er að gera.


Íslandsmót

DSCF5106bÉg keppti í níu greinum á Íslandsmeistaramóti Garpa í sundi sem var haldið í Laugardalslaug í gær og fyrradag. Það var ógeðslega gaman. Það er svo frábært að tilheyra svona félagsskap, vinir og æfingafélagar á öllum aldri, allir að gera sitt besta, klappa hverju öðru á bakið, sjá æfingar vetrarins skila sér.

Meðfylgjandi mynd tók ljósmyndastrumpurinn af síðuskrifara þegar hún var að keppa í 800 m skriðsundi á föstudaginn. Sá sprettur endaði reyndar í íslandsmeti í aldursflokkinum 30-34 ára, sem og 200 m skriðsundið í gær.

Ég setti semsagt tvö íslandsmet um helgina.

Ég er að reyna að taka því af þeirri hógværð sem okkur Flóamönnum er víst í blóð borin ... en ég get það ekki. Ég er bara alveg óskaplega ánægð með þennan árangur. Það verður svo að vera.

Ef ég nenni að skrifa meira í dag þá er mér bæði ljúft og skylt að taka áskorun Benedikts XVI um að rita lærða grein hverrar umfjöllunarefni skal vera hversvegna fólk kýs Árna Johnsen sjálfviljugt. Mér er bæði ljúft og skylt að uppfræða sauðsvartan borgarpöpulinn um það. Ljúft og skylt gott fólk. Ljúft og skylt.


Leikhúsgagnrýni II

Hugleikur hefur undanfarið haft til sýninga í Möguleikhúsinu leikritið Epli og Eikur eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Ég fór með börnin mín á sýninguna í gær. Upphaflega ætluðu Íris og Gróa Sigurlaug með okkur en því miður heltust þær úr lestinni á lokasprettinum.

Þetta leikrit er sossum ekki skrifað fyrir börn og húmorinn í því er glæpsamlega kaldhæðinn en þegar maður á glæpsamlega kaldhæðin börn þá er það bara betra.

Og þá að stjörnugjöfinni. Eins og glöggir lesendur muna eflaust gef ég stjörnur fyrir sæta leikara, hvort sýningin heldur athygli minni, fjölda seleba og innihald verksins.

Einar Þór Einarsson lék Dr. Daníel. Ég hef verið í sama herbergi og Einar Þór áður (þá var hann ekki að leika, bara syngja og borða kökur) og hann er alveg ferlega sætur. Hann versnaði ekki við að leika lækni. Tvær stjörnur og kudos.

Varðandi það að halda einbeitingu á sýningunni hef ég bara eitt að segja: Ó það var svo gaman!

Fjöldi seleba: Engin seleb og hverjum er ekki sama? Ó það var svo gaman!

Innihaldið dásamlegt. 

Stjörnugjöf: Fimm af fjórum. 

En svona alveg án gríns þá skemmtum við okkur konunglega. Samtölin skemmtilega skrifuð, tónlistin yndisleg eins og alltaf þar sem Hugleiksfólk kemur saman, leikararnir prýðilegir og grínið óborganlegt. Að öðrum ólöstuðum þótti mér mest til Andreu Aspar Karlsdóttur koma í hlutverki Dóru. Mjög hæfileikarík grínleikkona þar á ferð og hún söng líka svo fallega. 

Það sem sonur minn sagði eftir að við komum heim segir í raun allt sem segja þarf:

"Mamma, þessar tvær sýningar sem við höfum séð hjá Hugleik eru tvær skemmtilegustu leiksýningar sem ég hef farið á. Stemmingin hjá þeim er allt öðruvísi en í stóru leikhúsunum, maður finnur svo vel hvað leikurunum sjálfum þykir þetta gaman og þá verður allt svo skemmtilegt."

Ég vildi sjálf óska að ég hefði haft vit á því að sjá þessa sýningu fyrr því þá hefði ég getað hvatt mína dyggu lesendur til að drífa sig í Möguleikhúsið. Ég er nebblega ansi hrædd um að það sé síðasta sýning í kvöld.  

En annars ... gleðilegt sumar! Smile


Skírnarafmæli

Ég á þrjátíu og eins árs skírnarafmæli í dag.

Þeim sem höfðu hugsað sér að gefa mér gjafir í tilefni dagsins er bent á að láta frekar fé af hendi rakna til Geðhjálpar.

Það virðist nebblega vera þannig að í einu af ríkustu löndum hins vestræna heims sé ekki til tekjuafgangur af fjárlögum sem hægt væri að veita í að búa til mannsæmandi úrræði og aðstæður fyrir geðfatlaða. Hvorki börn né fullorðna.

Hinsvegar erum við, á gervihnattaöld, með þrjá ritara á fullum launum í átta manna sendiráði í Moskvu.

Ég dauðskammast mín stundum fyrir að vera Íslendingur. 


Confessions of a deranged mind

Ég hef alltaf verið smá skotin í honum en eingöngu í laumi.kobbi_krutt

Alveg síðan ég sá hann á vídeó þegar ég var 10 ára.

En ég get ekki kosið hann.

Ef Samfó vill hann ekki þá vil ég hann ekki heldur.

Það væri eins og að byrja með strák sem vinkona mín hefði dompað kvöldið áður.

No way. 


Fánadagur

vigdFrú Vigdís Finnbogadóttir á afmæli í dag.         

Pabbi flaggaði alltaf á afmælinu hennar Vigdísar. Líka eftir að hún hætti að vera forseti. 

Eftir að Vigdís hætti að vera forseti var sett ný regla heima.

Nýja reglan: Uppúr 10. maí var fánastöngin felld og sagt að hún þarfnaðist viðhalds.

Eftir miðjan mánuðinn var hún reist aftur. 


Landsfundir

Bloggarar keppast um að mæra ræður manna og kvenna á landsþingum- og fundum helgarinnar. Hverjum þykir sinn fugl fagur og allir hinir fuglarnir bæði vitlausir og ljótir. Dead boring og fyrirsjáanleg umræða.

Heldur þykir mér fara lítið fyrir fréttaflutningi af merkilegasta og mikilvægasta fundinum. Það sannar sig enn og aftur að í aðdraganda komandi kosninga eru menn og konur gjörsamlega búin að gleyma því sem mestu máli skiptir og fréttafólk keppist við að hampa og gera mikið úr umræðum um mál sem eru svo einskisverð og þreytt að mann sundlar af leiðindum.

Ég leyfi mér af alkunnri hógværð Flóamanna að fara fram á að aðalfundi Landssambands kúabænda árið 2007 verði sýndur meiri sómi í fréttum helgarinnar en verið hefur í dag. Fyrir fróðleiks-og fréttaþyrsta set ég hér inn tengil á ræðu Þórólfs Sveinssonar formanns LK.

Góðar stundir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband