Færsluflokkur: Bloggar
Föstudagur, 9. maí 2008
IMOC 2008
Hann var alveg ásættanlegur. Búin að bæta tímunum sem ég synti á inní töfluna. Var mjög ánægð með 50 og 100 skrið, alveg sátt við 400 skrið, smá spæld með 200 og 800 og öfgafúl yfir 50 flug.
1. hluti | PB | Íslandsmet | Markmið ÁR | Tími |
800 skrið | 13:36,8 | 13:36,8 | 11:59,9 | 12:01,67 |
50 flug | 39,53 | 37,08 | 36,95 | 37,77 |
50 skrið | 35,38 | 30,3 | 32,95 | 32,06 |
2. hluti | PB | Íslandsmet | Markmið ÁR | Tími |
400 skrið | 06:31,1 | 06:19,1 | 05:59,9 | 5:53,29 |
200 skrið | 03:01,2 | 03:01,2 | 02:39:09 | 2:41,07 |
3. hluti | PB | Íslandsmet | Markmið ÁR | Tími |
100 skrið | 01:19,3 | 01:14,7 | 01:09,9 | 1:09,69 |
Svo ég afsaki mig, ef mig skyldi kalla, þá klúðraði ég 800 skrið með því að byrja of hratt og deyja. Synti fyrstu 100 m á 1:19 en átti að halda 1:30 og skutlast svo undir 12 mínúturnar á síðustu 100 metrunum. Eins og við Kári félagi minn segjum stundum, ég á bara svo erfitt með að synda hægt. Varðandi 50 flug þá var sú grein bara einfaldlega synt ca 10 mín á eftir 800 skrið og ég var ennþá titrandi og stútfull af sýru. Á alveg að geta tekið það met í nefið á góðum degi við eðlilegar aðstæður, greinaröðin er bara sett upp svona.
En fjögur íslandsmet eru gott mál. Nú er bara að ná úr sér þreytunni, halda sér við fram í miðjan júlí og massa svo ágúst og september því það er Norðurlandamót fyrstu helgina í október og þá fæ ég tækifæri til að gera betur. Þyrfti helst að reyna að lyfta með sundinu í sumar en ég er bara með ofnæmi fyrir innihreyfingu, táfýlu og svitalykt.
Getur einhver lánað mér lóð sem ég get lyft útí garði?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 7. maí 2008
My nice chubby son
Fyrir þremur árum fórum við litla stórfjölskyldan saman til Lanzarote.
Dag einn undir lok ferðarinnar fóru sonur minn og amma hans saman í búðarferð.
Í raftækjaverzlun einni sá tólf ára gamall drengurinn kíki sem freistaði. Búðareigandinn, sem að sögn var af indversku spreki sprottinn, rann á peningalyktina og hófst handa við að hamast í krakkanum. Amma hans (sonar míns, ekki Indverjans), lét lítið fyrir sér fara og fylgdist kímin með aðförunum. Sonur minn er prúttari mikill og var þar að auki orðinn peningalítill þegar þarna var komið sögu svo hann reyndist þeim indverska erfiður ljár í þúfu. Að lokum tilkynnti stráksi að hann ætti bara því miður ekki svona mikla peninga og gæti því ekki greitt uppsett verð fyrir kíkinn.
Þá skiptir engum togum að Mr. Shivaji vindur sér að ömmu drengsins og segir hátt og snjallt með pínku pirringi við hana: "You give him more money, you pay for him, you are his mother! He is your nice chubby son!"
...
Síðan þá hafa þessi fleygu orð verið talsvert notuð af okkur mæðgum, sérstaklega þegar sonur minn gerir okkur stoltar, sem hann gerir mjög reglulega. Needless to say þá á tilvísunin í holdafar hans ekki við lengur þar sem barnið er eins og ljósastaur í laginu. Hún átti hinsvegar vel við á sínum tíma og hefur sá kuflklæddi örugglega haldið að hann væri að hrósa "móður" drengsins fyrir velsældina.
Ljósastaurinn minn tók myndirnar sem fylgja þessari frétt á mbl.is í dag.
My nice chubby son.
Þyrla notuð við ræningjaleit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 4. maí 2008
1:09,69
Svona er svipurinn á þrjátíu og tveggja ára gamalli uppgjafa sundprinsessu sem er nýbúin að synda 100 m skriðsund á tímanum 1:09,69 og setja með því fjórða íslandsmetið á einum sólarhring.
PUT THAT IN YOUR PIPES AND SMOKE IT!!
Þreytt. Meira síðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 2. maí 2008
Vinir, Rómverjar, samlandar!
Lánið mér hrífur yðar!
Nei djók ...
Best að athuga hvort einhver af æstum aðdáendum mínum hangir enn á línunni.
Íslandsmót Garpa hefst í Laugardalslaug í dag kl 17.
Ég er skráð í 6 einstaklingsgreinar og hef sett mér mjög metnaðarfull markmið fyrir hverja þeirra.
1. hluti | PB | Íslandsmet | Markmið ÁR |
800 skrið | 13:36,8 | 13:36,8 | 11:59,9 |
50 flug | 39,53 | 37,08 | 36,95 |
50 skrið | 35,38 | 30,30 | 32,95 |
2. hluti | PB | Íslandsmet | Markmið ÁR |
400 skrið | 06:31,1 | 06:19,1 | 05:59,9 |
200 skrið | 03:01,2 | 03:01,2 | 02:39:09 |
3. hluti | PB | Íslandsmet | Markmið ÁR |
100 skrið | 01:19,3 | 01:14,7 | 01:09,9 |
Úff hvað ég hlakka til í kvöld. 800 skrið er fyrsta grein. Legg mesta áherslu á það sund, bæði vegna þess að mér finnst svo skemmtilegt að synda það en líka vegna þess að ef ég næ markmiðinu mínu þar eru betri líkur á að hinar greinarnar gangi vel.
Blogga aftur í kvöld ... gaman að tala svona við sjálfan sig :)
ÁR út.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 11. október 2007
Rei
Umræðan sem hefur tröllriðið íslenskum fjölmiðlum undanfarna daga hefur dregið fram minningaflís í huga mér.
Það er stöðugt verið að tala um rei þetta og rei hitt.
Þá skoppar Ray Krebbs uppí huga mér eins og Sergei Bubka á góðum degi.
Ray Krebbs var góður maður sem hafði yndi af því að yrkja jörðina. Hann tókst á við sitt alkohólistaproblem eins og sannur Ewing (as in not) enda kom á daginn að hann var launsonur Jocks gamla og eitthvað rámar mig í að J.R. hafi nú ekki stokkið hæð sína í fullum herklæðum af gleði þegar sú beinagrind skreið útúr skápnum.
Ég man að það var stundum haft á orði í Lambhaganum að Ray hefði skringilegt göngulag. Mamma hélt þeirri kenningu á lofti það væri vegna þess að Ray væri svo slæmur af gyllinæð eftir allar útreiðarnar að hann gæti ekki gengið eðlilega. Hann var reyndar hjólbeinóttur mjög en þar að auki var alltaf eins og hann væri að koma í veg fyrir að rasskinnarnar nudduðust saman þegar hann gekk. Móðir mín heldur þessari kenningu á lofti enn þann dag í dag. Já ég veit, frekar langsótt en konan bara hreinlega neitar að gefa sig með þetta.
Anyway ...
Það var útikennsla í skólanum í dag og litla mín vildi fara með heitt kakó í nesti. Við eigum engan lítinn hitabrúsa. Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn. Og svo elska ég dóttur mína að hún fór með Georg Jensen hitakönnuna mína í skólann. Já, ég veit ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mánudagur, 1. október 2007
Laugardagur
Moi í gervi Boga Brimleifs lækningamiðils og pípara að ausa ljósi lífsins yfir tvær góðar konur. Verðlaun ef þið áttið ykkur á listaverkinu í hægri hendinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Sunnudagur, 23. september 2007
Fjórar jarðarfarir og brúðkaup
Varð hugsað til vinanna í Fjögur brúðkaup og jarðarför þegar við únglíngurinn þeystumst á hraða ljóssins (almost) eftir Kringlumýrarbrautinni á leið í brúðkaup í gær.
Þegar við vorum búin að leggja bílnum eins ólöglega og hægt er og sest inní Dómkirkju þá fór ég að hugsa meira. Ég er búin að fara í fjórar jarðarfarir og eitt brúðkaup á árinu.
Þýðir það að ég endi með Hugh Grant í lok myndarinnar?
Nei, sennilega þýðir það eitthvað annað.
Það eru til skrilljón svona "quiz" um allan fjandann á netinu. Af hverju er ekki búið að gera "Which movie-ending is the story of your life?"
Ég held að minn endir sé Casablanca, ég er Rick Blaine og þetta er upphafið að dásamlegri vináttu við spilltan löggæslumann. Já!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 21. september 2007
Meira af sama húmör
Fréttablaðið tók brandarann yfir á næsta stig í morgun:
(Þakkir til Gollz fyrir að benda mér á þetta, Fréttablaðið er nebblega ekki borið út á Hótel Heklu).
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 19. september 2007
Húmör
Ég fékk símtal frá vinnufélaga mínum áðan.
Hann var að fletta blaðinu.
Hann sagði:
"Mér sýnist Víkingur vera kominn með nýja belju."
Mér fannst það fyndið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 4. september 2007
Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér ...
Engin kaldhæðni, engir stælar.
Vill einhver útskýra fyrir mér eins og ég sé barn hvers vegna íbúar í litlu sveitarfélagi kjósa að styðja virkjanaframkvæmdir í ánni sem rennur í gegnum sveitarfélagið þegar það liggur fyrir að sveitarfélagið mun ekki fá sveitt sent í gjöld af mannvirkjunum og starfsemin sem fram mun fara kemur ekki til með að skapa framtíðarstörf fyrir nema kannski einn vaktmann. Kannski.
Einhver sagði þjóðarhagsmunir. Ég er ekki neitt sérstaklega vel gefin en síðast þegar ég gáði vantaði ekki rafmagn í landinu. Jú, ég lýg því. Það vantar rafmagn til Alcan og Alcoa geti haldið áfram að stækka. Eru það þjóðarhagsmunir? Ég veit það ekki. You tell me.
Ég treysti því að þegar ég vakna í fyrramálið verði einhver búinn að skýra þetta út fyrir mér í athugasemdakerfinu. Mér finnst svo vont að vera svona vitlaus. Barasta þoli þetta ekki lengur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)