Uppsveitir

Það var sannkölluð uppsveitaveisla hjá okkur um helgina, í amk tvennum skilningi ef ekki meira. 

Helgin hófst á fótboltaleik milli Gnúpverja og tungnamanna í Reykholti. Ég þarf varla að taka fram að Gnúpverjar sigruðu með yfirburðum eftir að hafa leyft tungnamönnum að halda að þeir ættu eitthvað í þá í fyrri hálfleik. Stórkostlegir íþróttamenn OG góðhjartaðir, getur maður beðið um meira?

SVK-agust-07 061Síðan lá leið okkar í Grafninginn þar sem á fjórða tug manna og kvenna komu saman til að fagna því að vera skyld hverju öðru. Grilluðum "nokkur" læri og bárum þau fram með kartöflusalati frá sætasta McLaren aðdáanda á landinu. Meðfylgjandi mynd er af bróbró og bestu dúllunni minni, þau sungu eins og englarnir sem þau eru allt kvöldið. 

Á sunnudagsmorguninn smelltum við mæðgur okkur í sundlaugina á Borg í Grímsnesi. Frábær aðstaða í alla staði fyrir utan hitastigið á vatninu, það er verulega erfitt að halda dampi í heilan kílómeter í 35°C heitri laug, ekki alveg kjörhitastig fyrir svona gamlar dömur.

Réttir 2006Eftir hádegi lá leið okkar svo loks í Eystrihrepp. Litlu skruddu var hent út á ferð heima hjá kaupmanninum og ég sá hana og bestu vinkonuna fallast í faðma um leið og ég reykspólaði af stað niður í réttir. Þar tókum við okkur fúavörn og pensla í hönd (fúavörnin var í dósum) og gerðum okkar besta fyrir Skaftholtsréttir ásamt öðrum gæfumönnum og konum. Við erum langt frá því að vera öflugustu meðlimir í félagsskapnum "Vinir Skaftholtsrétta" en við lögðum okkar af mörkum þann daginn. (Meðfylgjandi mynd er tekin ofan af Skaftholtsfjalli í fyrra, eftir að allt hafði verið dregið og áður en menn fóru að reka heim, s.s. á besta tíma :)

MástungaÁður en við lögðum af stað heim í Garðahrepp skruppum við uppí Mástungu. Þar komum við ekki að tómum kofanum frekar en fyrri daginn, hjá Mástungnamönnum drýpur smör af hverju strái og eldhúsborðið svignaði undan kræsingunum. Mikið gott.

Og nú langar mig í vöfflu ... gat skeð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég hef stundum undanfarið verið að setja hornin í þetta orð "athafnamenn" eða konur.  Það fólk sem nú gengur undir því viðurnefni held ég nefnilega að  lyfti sjaldan litla fingri til nokkurra athafna. Alvöru athafnamenn spila eða hvetja á velli, grilla með frændum, synda og mála réttir.

 Það finnst mér allavega.

Helga R. Einarsdóttir, 27.8.2007 kl. 21:48

2 identicon

**Bjarnheiðuraðbakaeinavöfflu**

Gessovel

Bjarnheiður (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 22:03

3 Smámynd: Rúnarsdóttir

Takk Helga, mikið var þetta fallega sagt!

Híhíhíhí, ég sleppti þínum hlut viljandi Bjarnheiður, bara til að gá hvort þú myndir láta í þér heyra. Þið Vilberg eigið að sjálfsögðu bæði heiður skilinn fyrir þetta fína hlaðborð í gær! Takk kærlega fyrir okkur

Rúnarsdóttir, 27.8.2007 kl. 22:12

4 Smámynd: Anna Sigga

TAKK, ÁGÚSTA! vonandi ertu ánægð en þér hefur hér með látið mig fá heimþrá til míns fagra Gnúpverjahrepps.

Anna Sigga, 27.8.2007 kl. 23:09

5 Smámynd: Sigga Hrönn

Úff ég verð bara úppgefin á að lesa þetta, meiri dagskráinn hjá þér kelli mín. En ég sé fyrir mér í hillingum svona morgunkaffi eins og ég fattaði uppá á laugardagsmorgunin. Gengur vonandi betur næst, og þá kannski með lækkandi sól.

Sigga Hrönn, 28.8.2007 kl. 11:44

6 identicon

Já, ég fékk alveg í magann af heimþrá og tilhlökkun enda réttir á næsta leiti..... thanks the lot!

Steinn Vignir Kristjánsson (IP-tala skráð) 28.8.2007 kl. 20:18

7 Smámynd: Rúnarsdóttir

Anna Sigga og Steinivigg: Hugsið ykkur samt hvað við erum heppin að eiga svona góða heimasveit til að elska og sakna. Hugsið ykkur ef við hefðum alið manninn í Breiðholtinu allt okkar líf ...

Sigga Hrönn: Ég er laus fyrsta laugardag í október, eigum við að bóka hann?

Bóbó: Það eru vissulega flúðir í Gnúpverjahreppi en Flúðir eru hinsvegar í Hrunamannahreppi, hinum megin við hólinn eða þannig. Ég ætla að senda þér uppsveitakort við tækifæri svo þú getir kynnt þér þetta betur.

Rúnarsdóttir, 28.8.2007 kl. 21:36

8 identicon

Ég úpptekin fyrsta laugadag í okt. Sjáum til hvort ég geti breytt því, er að vonast til að vera í Finnlandi

Brettingz (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband