IMOC 2008

Árangurinn já ...Svk-08-sundmot 436

Hann var alveg ásættanlegur. Búin að bæta tímunum sem ég synti á inní töfluna. Var mjög ánægð með 50 og 100 skrið, alveg sátt við 400 skrið, smá spæld með 200 og 800 og öfgafúl yfir 50 flug.

 

1. hlutiPBÍslandsmetMarkmið ÁRTími
     
800 skrið13:36,813:36,811:59,912:01,67
50 flug39,5337,0836,9537,77
50 skrið35,3830,332,9532,06
     
2. hlutiPBÍslandsmetMarkmið ÁRTími
     
400 skrið06:31,106:19,105:59,95:53,29
200 skrið03:01,203:01,202:39:092:41,07
     
     
3. hlutiPBÍslandsmetMarkmið ÁRTími
     
100 skrið01:19,301:14,701:09,91:09,69

Svo ég afsaki mig, ef mig skyldi kalla, þá klúðraði ég 800 skrið með því að byrja of hratt og deyja. Synti fyrstu 100 m á 1:19 en átti að halda 1:30 og skutlast svo undir 12 mínúturnar á síðustu 100 metrunum. Eins og við Kári félagi minn segjum stundum, ég á bara svo erfitt með að synda hægt. Varðandi 50 flug þá var sú grein bara einfaldlega synt ca 10 mín á eftir 800 skrið og ég var ennþá titrandi og stútfull af sýru. Á alveg að geta tekið það met í nefið á góðum degi við eðlilegar aðstæður, greinaröðin er bara sett upp svona.

En fjögur íslandsmet eru gott mál. Nú er bara að ná úr sér þreytunni, halda sér við fram í miðjan júlí og massa svo ágúst og september því það er Norðurlandamót fyrstu helgina í október og þá fæ ég tækifæri til að gera betur. Þyrfti helst að reyna að lyfta með sundinu í sumar en ég er bara með ofnæmi fyrir innihreyfingu, táfýlu og svitalykt.

Getur einhver lánað mér lóð sem ég get lyft útí garði?


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Tófulöpp

Ég get lánað þér garð þar sem þú getur lyft úti á lóð... Dugar það?

Tófulöpp, 9.5.2008 kl. 14:16

2 Smámynd: Anna Sigga

ég er bara orðlaus yfir dugnaðnum í þér! Stolt að þekkja þig ;)

Anna Sigga, 9.5.2008 kl. 15:25

3 identicon

hvurslags eiginlega dugnaður er þetta í tjellingunni? Rúllar bara upp Íslandsmetum eins og ekkert sé. Ég er heldur betur stolt af stelpunni!

Vala (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 14:13

4 identicon

Til hamingju með þennan magnaða árangur kæra frænka.

Óli bakarans (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 17:08

5 identicon

Vó, bíddu, hægan smægan! Ég var ekki búin að koma hingað inn í töluverðan tíma þar sem ég var farin að kunna "Rei" færsluna utan að! En bíðið við, í millitíðinni fór mín bara að pakka saman íslandsmetum í sundi. Það er ekki af þér skafið ljúfan mín. Djööö.. er ég ánægð með þig. Til lukku með árangurinn vinkona

Vertu í bandi, kysstu krakkana frá mér.

Love, A 

Anna Lóa (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 00:20

6 identicon

Nei sko, lifnað yfir þessu bloggi aftur.

Annars get ég mögulega kíkt í garðinn til þín og þú getur þá lyft mér nokkrum sinnum.  Það hlýtur að vera fín æfing.

Benedikt XVI (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband