Vinir, Rómverjar, samlandar!

Lánið mér hrífur yðar!

Nei djók ...

Best að athuga hvort einhver af æstum aðdáendum mínum hangir enn á línunni.

Íslandsmót Garpa hefst í Laugardalslaug í dag kl 17.

Ég er skráð í 6 einstaklingsgreinar og hef sett mér mjög metnaðarfull markmið fyrir hverja þeirra.

 

 

1. hlutiPBÍslandsmetMarkmið ÁR
    
800 skrið13:36,813:36,811:59,9
50 flug39,5337,0836,95
50 skrið
35,38
30,30 32,95 
    
2. hlutiPBÍslandsmetMarkmið ÁR
    
400 skrið06:31,106:19,105:59,9
200 skrið03:01,203:01,202:39:09
    
3. hlutiPBÍslandsmetMarkmið ÁR
    
100 skrið01:19,301:14,701:09,9

 

Úff hvað ég hlakka til í kvöld. 800 skrið er fyrsta grein. Legg mesta áherslu á það sund, bæði vegna þess að mér finnst svo skemmtilegt að synda það en líka vegna þess að ef ég næ markmiðinu mínu þar eru betri líkur á að hinar greinarnar gangi vel.

Blogga aftur í kvöld ... gaman að tala svona við sjálfan sig :)

ÁR út.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

SNIIIIIIIILLLLD!  Nú fer að verða gaman í vinnunni aftur.... nú fer ég aftur að ná að rífa mig frammúr á morgnanna af einskærri tilhlökkun til að komast í vinnunnuna til að geta opnað bloggið þitt, fengið mér rjúkandi kaffibolla og frussað kaffi á tölvuskjáinn.... ég segi bara eins og sonur minn YES!!!

Þú massar þetta um helgina! 
Sendi þér hér link sem mér finnst ná að segja það sem segja þarf.... Draumar þínir eru Just around the corner... svo finnst mér svo viðeigandi hvað það er mikið vatn í þessu myndbandi! http://www.youtube.com/watch?v=de7q3vJZYGw

Gangi þér vel elsku vinkona,
RISA KNÚÚÚÚÚS!

Karen (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 10:41

2 identicon

You go girl :)  sérðu, það eru alltaf einhverjir að kíkja hér inn enda fáir bloggarar eins orðheppnir og skemmtilegir og þú.  Ég kem og kíki á þig á morgun

Adda (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 14:17

3 Smámynd: Anna Sigga

Finally! :) gott með þig stelpa! I root for you girl! ...í bloggi og sundi!

Anna Sigga, 2.5.2008 kl. 15:06

4 identicon

HALlELUJA !

Til lukku með titilinn.

Gugga (IP-tala skráð) 4.5.2008 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband