Getur einhver útskýrt þetta fyrir mér ...

stupid... eins og ég sé fimm ára.

Engin kaldhæðni, engir stælar.

Vill einhver útskýra fyrir mér eins og ég sé barn hvers vegna íbúar í litlu sveitarfélagi kjósa að styðja virkjanaframkvæmdir í ánni sem rennur í gegnum sveitarfélagið þegar það liggur fyrir að sveitarfélagið mun ekki fá sveitt sent í gjöld af mannvirkjunum og starfsemin sem fram mun fara kemur ekki til með að skapa framtíðarstörf fyrir nema kannski einn vaktmann. Kannski.

Einhver sagði þjóðarhagsmunir. Ég er ekki neitt sérstaklega vel gefin en síðast þegar ég gáði vantaði ekki rafmagn í landinu. Jú, ég lýg því. Það vantar rafmagn til Alcan og Alcoa geti haldið áfram að stækka. Eru það þjóðarhagsmunir? Ég veit það ekki. You tell me.

Ég treysti því að þegar ég vakna í fyrramálið verði einhver búinn að skýra þetta út fyrir mér í athugasemdakerfinu. Mér finnst svo vont að vera svona vitlaus. Barasta þoli þetta ekki lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

Ég ætla ekki að þykjast vera alvitur í þessum efnum en þetta er mín skoðun í bland við staðreyndir.

  1. Flokkshollusta... ekki nein helvítans sveitarómantík
  2. Þeim er illa við að skipta um skoðun (sem hlýtur að þýða að hann hafi forsendur til að vera á móti virkjununum en finnist asnalegt að skipta um skoðun, s.s taka upplýstari ákvörðun. Að segja svona er náttúrulega vita fáranlegt en þetta kom fram hjá talsmanni virkjanna í kastljósi í gærkveldi)
  3. Fjarlægð frá fyrirhuguðum framkvæmdum (þeir sem tala mest með þeim búa færst þeim)
  4. Auka þennslu á Suðurlandi, það er svo gríðarlegt atvinnuleysi í landinu að annað eins þekkist ekki um gjörvallan heim. Mogginn var að springa um síðustu viku af atvinnuauglýsingum (s.s fólk vantar)

  Afhverju eru þetta gild rök?

Anna Sigga, 5.9.2007 kl. 09:16

2 Smámynd: Anna Sigga

  Æ sorry Ágústa, fór eiginlega út fyrir efnið og ekki að þínum fyrirmælum!! Það sem ég vildi segja "góð spurnig?"

Anna Sigga, 5.9.2007 kl. 09:23

3 identicon

Helst myndi ég hugsa um náungakærleika, allt sem þér viljið ..... en ég held ekki.  Hrædd um að allt snúist um peninga og líklega í þessu tilviki ,,gúddvill'', við hljótum fyrir rest að fá eitthvað.  Svo líka leikskólalögmálið, það er alltaf skemmtilegast þegar stóru krakkarnir beygja sig niður og vilja leika við minni.  Ég held reyndar að þetta útskýri ekkert fyrir þér Ágústa mín, ég er að reyna að sýna samúð.

Gugga (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 09:27

4 Smámynd: Anna Sigga

  Persónulega fyrir mitt leiti, þá vil ég ekki sjá neina He%/$$&#$ peninga. Ég vil bara hætta þessum náttúruspjöllum. Ég vil ekki þurfa fórna ásýnd hreppsins fyrir neina stóryðju og hana nú!!  Þetta "maðurinn brjóta undir sig náttúruna" er þreytt og viðurstyggilegt, mannhverft sjónarmið sem ætti ekki að þrífast í nútíma þjóðfélagi.

Anna Sigga, 5.9.2007 kl. 09:37

5 identicon

er þetta mál til lykta leitt? ég held ekki og ég held alls ekki að allir íbúar séu sáttir - enda ekki búið að ganga frá málinu er það?

flókið mál í alla staði og ekki bara eitt sveitarfélag sem um ræðir sem gerir málið enn flóknara- ímynda mér að sveitarstjórnarmenn séu komnir með garnaflækju, sálarflækju og aðra fylgikvilla vegna þessa máls

gilirutt (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 11:32

6 identicon

Ágústa mín. Það eru allir hinir sem eru svona vitlausir. Fólk er fífl ... remember?

Íris (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 12:31

7 identicon

Bústýra góð,
nú hef ég legið undir feldi í tvær vikur og "ponderd" um þetta mál.  Hef ég komist að því að hjá þessu fólki eru undirliggjandi ótti og skammsýni sem valda þessum undarlegu skoðunum.

Ótti við hvað kunna margir að spyrja.   Ótti við yfirvald og karla með mikla fjármuni, ótti sprottinn af minnimáttarkennd og óöryggi.

Ég segi skammsýni því  þetta fólk horfir ekki nema nokkra mánuði fram í tímann.  Gleymir að hugsa um komandi kynslóðir og framtíðina óendanlegu.

Kveðja úr Sódómu,
Siss

Sorellina (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 12:12

8 identicon

Ég gæti reynt að útskýra þetta eins og ÉG sé fimm ára, held samt að það komi ekki á sama stað niður :/

Gaman að sjá þig blogga aftur, gerir sunnudagsmorgna mína athyglisverðari.

:)

Gutta (IP-tala skráð) 16.9.2007 kl. 09:40

9 Smámynd: Abraham

Heil og sæl frænka góð !!!

Mikið er ég fegin að þú ert byrjuð að blogga aftur - ég segi bara eins og kallinn "much was "  

En ég get því miður ekki útskýrt fyrir þér eitt eða neitt í þessu efni - en er jafn hneyksluð á því og þú að það skuli vera barist blóðugum bardaga til að geta virkjað í byggð - það er alveg óskiljanlegt.....      Er ekki komið nóg;  af þenslu, virkjunum, áverum, millum, mengunarvöldum og öðrum úlvöldum ????     Maður bara spyr !!!

En afhverju skildi Fjólan ekki blogga frá 4. september ???   Hefur það eitthvað með Skaftholtsréttir að gera ????

Abraham, 16.9.2007 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband