Biskupinn, músin og rassgatið

m�sMér finnst símaauglýsingin með Jesú og Júdasi vel skrifuð og vel gerð.

Ég trúi á Guð og fer mun oftar í kirkju en meðaljón.

Ég er í það góðu jafnvægi og það meðvituð um hvað skiptir máli í lífinu að ég fer ekki á hliðina þó menn búi til eitthvað skemmtilegt byggt á efni úr heilagri ritningu.

Æðsti yfirmaður ríkiskirkjunnar á Íslandi virðist hafa verið upplýstur um hvað stóð til, virðist ekki hafa haft útá innihald auglýsingarinnar að setja en lýsir því yfir í dag að sér þyki hún smekklaus og undrast að Síminn skuli leggjast svo lágt við auglýsingagerð.

Eins og maðurinn sagði um árið: Þar skeit músin sem ekkert hafði rassgatið.

Ég reyni að vera samkvæm sjálfri mér. Það tekst ekki alltaf en ég reyni þó. Ég vil ekki tala illa um biskupinn, kann ekki við það og er alin upp við að bera virðingu fyrir kirkjunnar mönnum. Hann er ekki að hjálpa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigga

  Ég ætlaði nú e-ð að fara æsa mig yfir þessari auglýsingu (trúi á Guð og á það góða) gerði það þó ekki enda held ég að Guð hafi þroska til að leiða svona hjá sér og endaði með því að brosa yfir henni enda er Jón Gnarr í uppáhaldi :) Veit þó ekki hvað kirkjunnarmönnum finnst um hana og það kemur mér í sjálfu sér ekkert við... nema að þeir vilji reka okkur úr þjóðkirkjunni fyrir að hafa súran húmor, á samt síður von á því

Anna Sigga, 4.9.2007 kl. 17:06

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Hvers vegna skyldi vera talað um "að fara á hliðina" eins og þið Björgvin gerið?  Ef auglýsingin kæmi eithvað illa við mig myndi ég væntanlega "fara á límingunum", en það gerist sem sagt ekki í þetta sinn.

Mér finnst auglýsingin falleg og vel gerð, og hvers vegna má ekki leika sér með að færa löngu liðna atburði til nútímans.  Eigum við ekki annars að gera ráð fyrir að  þarna hafi verið einhverjir atburðir. Ef ekki - ja þá líst mér ekki á blikuna. kv.

Helga R. Einarsdóttir, 4.9.2007 kl. 21:09

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Þar skeit músin sem ekkert hafði rassgatið.

Takk fyrir þetta. Ég fer í góðu skapi í rúmið. Annars finnst mér þetta flott auglýsing með góðan húmor. Sé ekki vandamálið, en ég er kannski ekki trúaðasta manneskja í alheiminum. 

Villi Asgeirsson, 4.9.2007 kl. 22:03

4 identicon

músarsetningin góð - minnir mig á annað máltæki úr leikriti: - það er ekki skömm að skarninu sagði kerlingin og skeit í túnið-

en ég hef ekki séð téða auglýsingu - en fyrst að mér finnst stólræða Rowan Atkinson fyndin og Life of Brian viðbjóðslega fyndin, þá geri ég ráð fyrir að ég þoli þetta.

gilirutt (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 11:38

5 Smámynd: Villi Asgeirsson

Talandi um mýs.

Enginn er verri þótt hann vökni sagði kérlingin og drukknaði.

Enginn verður óbarinn biskup sagði prestur og dó. 

Villi Asgeirsson, 5.9.2007 kl. 13:38

6 identicon

Ég fer aldrei (ótilneyddur) í kirkju!

Meðaljón (IP-tala skráð) 12.9.2007 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband