Fimmtudagur, 30. ágúst 2007
Jared Leto og Björgunarsveitin Ársæll

Ég fór með unglingana á björgunarsveitarkynningarfund í gærkvöldi. Þau voru mjög upphrifin og ætla sér að taka grimman þátt í nýliðastarfi Björgunarsveitarinnar Ársæls í vetur. Fyrsta ferðin á reyndar að vera um réttahelgina svo þau komast ekki í hana. Ég get ekki almennilega skilið hvernig þorri landsmanna getur gert plön og átt eðlilegt líf dagana í kringum Skaftholtsréttir. Mér finnst í sjálfhverfu minni að það ættu allir að
vera farnir á hliðina af spenningi um þessar mundir, bara af því að okkur líður þannig. Og að heilu björgunarsveitirnar geti planað brottför í hálendisferðir á sama tíma og við verðum sötrandi kjötsúpu með eplakinnar og angandi eins og blautar rollur er gjörsamlega fyrir ofan minn skilning.
Af hverju þurfti það að vera Jared Leto? Gat hún ekki labbað í flasið á Jack Black eða Dennis Leary eða einhverjum álíka ble gæjum?
Um helgina er ég að fara að gera dálítið ógó spennó og skemmtilegt. Það er leyndó svo ég segi betur frá því í næstu viku en téður gjörningur er aðeins og eingöngu til marks um gebbaðan húmor, hugmyndaauðgi og takmarkalaust félagslyndi. Maður er nú ekki Fjóla félagslynda fyrir ekki neitt!
Why Jared? Why pie why?
Athugasemdir
Er Jared ekki í heimsókn á Íslandi og Grænlandi þessa dagana? Las það í okkar ástkæra Mogga í dag. Nú bara gengur þú götur miðbæjarins þverar og endilangar þangað til þú labbar í flasið á honum og þið horfist í augu...
Hattur, hattur, hattur???
Vala (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 16:10
Sjaddap með fcukings hattinn! Þetta viðkvæma mál er í vinnslu!
Rúnarsdóttir, 30.8.2007 kl. 16:12
Ha, ha, ha... þú ert nú meira æðið. Heyrðu, ég veit nákvæmlega hvað þú meinar með þennan heilaga tíma um miðjan september. Tengdó eru að fara til Þýskalands um réttirnar sem gerir það að verkum að ég kemst kannski ekki, þarf sennilega að hjálpa minum kæra Jónatani með búverkin, mér finnst þetta argasta vitleysa að láta sér detta í hug að plana álíka vitleysu í kringum þennan kæra tíma.
Vá ég er búin að missa allt samhengi í þessari langloku hjá mér. Any ways
Anna Sigga, 30.8.2007 kl. 17:43
Ég sá reyndar alveg fullkomið samhengi í þessari skemmtilegu langloku hjá þér Anna Sigga. Perfect sense! Ég meina ... Þýskaland á þessum árstíma?
Björgvin, hann Jared er með vísi að gláku sem hann heldur í skefjum með mátulegri "lyfjagjöf". Það gerir hann ekki að verri manni, hann er bara falleg sál með viðkvæm augu.
Rúnarsdóttir, 30.8.2007 kl. 22:49
Falleg sál!!!!! Ágústa ertu gengin í söfnuð, össs hvað þessu maður er farlegur. Ekki vissi ég nú samt hver þetta var. En hann á það til að vera smá halló, sá t.d mynd af honum þar sem hann var í þessu plastgúmmigötóttuklossum þarna sem tröllreið heiminum síðasta sumar. Ég meina lætur maður sjá sig á þessu, kannski var hann sárfættur.
Sigga Hrönn, 31.8.2007 kl. 09:01
Ef þessi Jared er frægur, gæti það mín vegna verið hvort sem er fyrir langar táneglur eða að vera blindur og keyra um á mótorhjóli. Ég hef ekki vit á frægu fólki. Ég er líka fegin að Björgvin er víst ekkert skárri, samt er hann skólastjóri.
En ég hef vit á réttum, sérstaklega í uppsveitum. Og er þess vegna innilega sammála þér í skoðunum á skipulagsklúðri þéttbýlinga.Ég er viss um að þeir kunna heldur ekkert með kjötsúpu að fara.
Helga R. Einarsdóttir, 31.8.2007 kl. 20:37
Þú ert alltaf jafn helvíti skemmtileg!
Sigurður Þór Guðjónsson, 3.9.2007 kl. 10:39
SHG: Já Sigríður, falleg sál!
IRB: Gott, ég myndi ekki vilja þurfa að keppa við þig pæjan þín.
GVV: Þetta heitir buff Guðjón.
HRE: Guð forði okkur frá því að sötra kjötsúpu gerða af fólki sem hefur aldrei slitið lamb úr kind.
EEM: Ykkur er fyrirgefið. Frænkan er enn erlendis og verður það fram yfir miðjan mánuðinn. Hún er í einhverju hottintottalandi að tína ber. Don't ask.
SÞG: Djöfull er gaman að heyra það. Þú sleppur alveg líka.
Rúnarsdóttir, 3.9.2007 kl. 22:09
WTF??!!! Er ég aldrei látin vita af neinu... veit ekki hvort ég á að vera brjálaðri yfir Jaret Leto fréttunum eða því að þú ert búin að blogga í um mánuð án minnar vitundar... ég tékkaði á því af rælni, úrkula vonar eftir tíðar heimsóknir í vor. EN, velkomin aftur í bloggheima... :)
Soffía (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.