Miðvikudagur, 22. ágúst 2007
Menningarnótt með krúttum
Það var svaka gaman á menningarnótt. Ég var í góðum félagsskap tveggja ungra herramanna sem eru mér afar kærir. Við fórum um víðan völl, sáum ljósmyndasýningu, lögreglustjórann, flugelda, tónleika, illa pössuð börn (líklega úr Breiðholtinu), utanríkisráðherra, rakara og ýmislegt fleira skemmtilegt.
Og við fórum á barinn. Ekkert að því.
Athugasemdir
Já, nei ég fer nú ekki að lemja þig mamma mín ... Only in cyber space kannski...
Steinn Vignir Kristjánsson (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 23:01
Má ég lemja þig?????
Karen Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 09:27
Þeir voru örugglega flottustu töffararnir á Ölstofunni þetta kvöld!
Sorellina (IP-tala skráð) 23.8.2007 kl. 11:51
Með hverju Karen?
Flottustu töffararnir, með flottustu pæjunni, flottasta en jafnframt hógværasta fólkið á svæðinu. Alltaf!
Rúnarsdóttir, 24.8.2007 kl. 08:31
Brauðbretti!
Karen Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 24.8.2007 kl. 14:13
Já þetta úthverfapakk sem kemur í miðbæinn tvisvar á ári (hitt skiptið er á Þorláksmessu). Gleyma svo að þau eiga börn því þetta fer allt gjörsamlega á skröngluna!!
Talandi um miðbæjarvanda, þetta er pjúra úthverjavandi.
sif síunga (IP-tala skráð) 25.8.2007 kl. 19:35
Úthverjavandi? Þetta var nú soldið í anda forvera þíns á Brávallagötunni Mrs. Foreveryoung.
Takk Guðjón. Ég á reyndar bara annan þeirra, fæ hinn lánaðan stundum ef ég bið fallega.
Rúnarsdóttir, 27.8.2007 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.