Miðvikudagur, 15. ágúst 2007
Shirley
Ég vil nú ekki meina að ég sé kvartsár en ég held ég sé að verða þunglynd af þreytu.
Ég viðraði þá hugmynd við vinnufélaga mína í gær að skjótast ein til heitu landanna í viku. Bara næsheit á rólegum stað, lúra á bekk með góða bók, rölta berfætt eftir ströndinni og ná mér í nokkrar freknur.
Ég veit ekki hvert þeir ætluðu!
"Ein? Alein? Neih, come on! Þú ferð ekkert ein til sólarlanda, það er bara sorglegt!"
Hello wall ...
Athugasemdir
Striker: "Surely you can't be serious!" Rumack: "I am serious… and don't call me Shirley."
Anna Lóa (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 23:01
hva - ekkert mál að fara ein- búin að prufa - það var í góðu lagi og meira til
Gilitrutt lumma(krullupinni.bloggar.is) (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 23:04
Are you going to Greece for a fortnight? Meeting a man named Costas and going sailing on his brothers boat named Noa?
Að horfa á myndband er góð skemmtun, sem og að fara ein til útlanda.
Sorellina (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 08:47
Hey! Ég var búin að gleyma Costasi! Hubba, now I'm definitely going!
Rúnarsdóttir, 16.8.2007 kl. 08:55
Úúúu! Go for it... hvað ætluðu vinnufélagarnir annars með þér eða? Ætla þeir kannski að bjóðast til að elda og vaska upp og nudda á þér tærnar?
Vinnufélagar þínir eru bara sorglegir að finnast þú sorgleg þegar þú myndir þvert á móti sýna af þér gleði og lífsvilja! Bðeee... en eins og þér sé ekki sama um mitt álit, svo sem
Anna Sigga, 16.8.2007 kl. 11:28
Mæli hiklaust með því að fara ein, þá dugar líka vika...eftir það gæti ég trúað að færi að bera á undarlegum hugsunum og hátterni. Þ.e. meira svoleiðis en venjulega.
Hlín (IP-tala skráð) 16.8.2007 kl. 18:57
Kemur ekki til greina - förum ekki í sól heldur júlefrúkost í Köben í des. VIÐ ekki ÞÚ - kraftgallar og læti - bjór í annari og ? í hinni í tívolí -Gleymdu þessu dapurlega atriði EIN Í SÓL Komm on :-)
Húlíó (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 15:11
Þetta er alveg rétt hjá þér Húlíó. Við förum til Köben og ekkert rugl. Með bjór í einari og ... uhm ... blys í hinni?
Rúnarsdóttir, 22.8.2007 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.