Fimmtudagur, 3. maí 2007
Whole lotta love
Það er ekki þannig á þessum bæ að mýsnar missi sig í leik og gleði þegar kötturinn er úti. Þessi mús er allavega að vinna eins og mf. Sköpunargáfan líður fyrir álagið. Samt svo gaman að vera til. Úff, það er svo gaman.
Ég lýsi hér með eftir smið til að smíða fyrir mig skjólveggi og girðingu í kringum húsið mitt. Ég þekki reyndar einn Siglfirðing sem ég ætla að undirstinga með þetta á morgun. Það er mikilvægt að verkið klárist áður en sólbaðstímabilið hefst (sem stendur yfir ca. 18-23 júlí á Íslandi eins og flestir vita). Ég var einu sinni næstum því handtekin í USA fyrir að sólbaða mig ber að ofan þannig að nágrannarnir sæju til. Þeir hringdu á lögregluna. Ég held ég hafi skaðast smá á sálinni við það. Ekki mikið samt.
Við erum að hlusta á Led Zeppelin II í bílnum þessa dagana. Ég hef lítið hlustað á þá plötu síðan ég var 15 ára. Sonur minn, á fimmtánda ári, er nýlega farinn að hlusta á hana. Sneðugt hvað sagan endurtekur sig. Varðandi suma hluti. Ekki alla hluti, nei nei, bara suma.
Athugasemdir
Trúðu mér, Siglfirðingurinn vill líka vera búinn áður en þú ferð að baða þig.
HP Foss, 3.5.2007 kl. 21:58
Þú veist það ekkert addna. Kannski fílar hann feitar og freknóttar. ÞÚ VEIST ÞAÐ EKKERT!!
Rúnarsdóttir, 3.5.2007 kl. 22:08
"Ágústa. Þetta er ekkert hægt. Ég get ekkert unnið með þig svona." Sé þetta fyrir mér. BWahahahahahahahahahahahahahaha.
HP Foss, 3.5.2007 kl. 22:27
Jessss! Nú erum við að tala saman- Led Zepp er náttúrulega bara nauðsynlegt uppeldistæki og grunnelement í tónlistarhlustun- leist ekki alveg á blikuna þegar Josh Groban kom við sögu hjá þér um daginn!
Ha de bra bra!
Giliitrutt trutt og tröllin í fjöllunum - verst að eina almennilega fjallið hér í nánd er víkjandi í skipulagi.
Gilitrutt (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 08:25
Don't let the bastards grind you down!! Allra síst útlenska púrítana sem eru algerlega úr tengslum við evrópskt líkamsfrelsi. Annars veit ég svosem minnst um siðferðisstandard söbörbíuhúsmæðra og -feðra, það má vel vera að þú verðir að rigga upp rándýrum skjólveggjum á alla kanta áður en dúllurnar geta freknast. Kannski er það þitt hlutverk þitt að losa aðeins um hömlurnar í Ásunum. Þín verður minnst í annálum löngu eftir að þú ert horfinn til sólríkari stranda. (Ég meina þegar þú ert orðin gömul og við farnar til Tenerife til að vera, þar eru engar girðingar). Spáðu nú aðeins í þessu áður en þú kallar til Siglfirðing til afgirðingar. þetta var löng athugasemd. Sorrý, ég get bara ekki hamið mig í dag.
Ágústa Kr Andersen, 4.5.2007 kl. 12:32
Helgi: Við Addi ræðum þetta bara okkar á milli. Vertu ekki með þessa rekagátt.
Trutt: Fjallið já. Ég er ekki alveg hlutlaus þar. En tónlistin mar. Byrjuðum á Dark Side of the Moon í dag. Stráksi sagðist fá gæsahúð strax á fyrsta lagi, enda ekkert smá lag. Hann lofar góðu hjá mér pjakkurinn, verð bara að segja það.
Hin: Ekki hemja þig! Eigum við að reyna að hætta að vinna frekar snemma kannski? Say 55 og 60 ára? Úff hvað ég hlakka til að fara með þér til Tenerife árið 2031. Eigum við að stefna á febrúar/mars?
IRB: Það væri nú ekki það versta sossum ...
Rúnarsdóttir, 4.5.2007 kl. 23:01
hmm já það er MJÖG gott fyrir suma að sagan endurtekur sig ekki á öllum sviðum ;-)
sif síunga (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 18:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.