Sunnudagur, 29. apríl 2007
... sitting on a beach, earning twenty percent
Svo virðist sem einhver hafi skilið eftir á heimili mínu geisladisk með tónlist í flutningi Josh Groban (það koma ekki margir til greina, fyrsti stafurinn í nafni þeirrar sem er efst á lista grunaðra er Aðalheiður systir mín). Af hvötum sem teljast sennilega til forvitni var diskurinn spilaður hérna í Greninu áðan. At the risk of sounding like a trukkalessa þá hugnast þessi tónlist mér ekki. Ég verð bara deprímeruð af svona dramavæli. Úff og ojbarasta.
Ég las í einhverju dagblaðanna að fjórða Die Hard myndin er víst væntanleg í sumar. Ég er einlægur aðdáandi þeirra mynda. Mér er enn í fersku minni þegar ég leit John McClane fyrst augum í mjög góðum félagsskap undir Eyjafjöllunum í byrjun þorra árið 1989. Það sem stóð uppúr þeirri mynd fyrir mína parta var reyndar Alan Rickman og hef ég dáð þann snjalla leikara taumlaust síðan. Ég er ennfremur mikill aðdáandi þeirrar aðferðafræði að hætta beri leik þá hæst hann stendur (og hef fylgt þeirri aðferðafræði grimmt varðandi íþróttaiðkun, ástarsambönd, nám ofl.). Ég vildi óska að Bruce Willis væri í sama pakka. Ég óttast að það fari að koma Police Academy-lykt af Die Hard. Það má ekki gerast.
Ég var komin ofan í heita pottinn í Laugardalslauginni kl 8:17 í morgun. Hvað er það? Það er sweet gott fólk, that's what that is.
Athugasemdir
Æ, þú hefur fundið diskana. Það var gott. Ég var farin að óttast að hafa hent röngum poka eins og Lotta forðum.
Aðalheiður systir þín (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 16:48
Police academy hefði nú bara þótt góð mynd, hefði hún komið í sjoppuna.
HP Foss, 29.4.2007 kl. 20:32
Úff, ég fékk í magann þarna á tímabili, hélt að þú ætlaðir raunverulega að viðurkenna að þú fílaðir JB. *Hjúkkjett* Trukkalessan mín, þú ert bara alveg í lagi að nota ekki svona músík, með fullri virðingu fyrir heterósexjúal dúllum sem það gera. Ég kem með á Die Hardest, við verðum að standa með rosknu fólki, það má líka vera töff. Annars finnst mér þú töff að vera komin í sund kl 6.07. Takk fyrir bloggelju, þú færð einn trukkalessunetkoss frá mér fyrir að lífga uppá oftast nær fábrotið vefráp. *kyssikyss / smakk*
Ágústa Kr Andersen, 29.4.2007 kl. 20:36
Mér er enn í fersku minni þegar ég leit John McClane fyrst augum í mjög góðum félagsskap undir Eyjafjöllunum í byrjun þorra árið 1989.
eitthvað svo flott settning
Tómas Þóroddsson, 29.4.2007 kl. 23:41
Þar sem við deilum þessari minningu í byrjun þorra árið 1989 þá verð ég að tjá mig. Ég mundi reyndar ekki árið en allt annað. Ég man ýmislegt í gegnum þig elskan, þú hefur oft hjálpað mér að rifja upp gamla tíma!! (stundum held ég reyndar að þú sért að ljúga) en þetta man ég alveg sjálf!! Myndin var náttl. æði og Bruce frekar flottur. Ég hlakka bara til að sjá þá fjórðu.
Anna Valgerður (IP-tala skráð) 30.4.2007 kl. 11:28
Þar hefur ekki verið heimamaður.
HP Foss, 1.5.2007 kl. 06:40
1. Ég er blóm Bóbó. Þau eru væmin. Og jú, PF er besta myndin hans, kalt mat.
2. Það hefði verið fráb ... ég meina agalegt!
3. Þær eru sautján eða eikkað, það er soldið pointið.
4. *brjálæðislegt-og-nánast-neyðarlegt-knús-á-móti*
5. Ekki lessur semsagt, bara trukka. Ok, got it.
6. Garðabæ, jújú. Selfoss er bara of langt í burtu. Ennþá.
7. Flottar setningar eru jú mitt miðnafn.
8. Nei nei, láttiggisona. Þú hefur sennilega verið um þrítugt þá.
9. Ég myndi aldrei ljúga að þér elskan mín. Ég segi sögurnar bara á litríkan hátt til að hjálpa þér að muna, skiluru.
10. Í sjoppunni?
Rúnarsdóttir, 3.5.2007 kl. 22:05
Hvaða dagblað varst þú að lesa? DV???? Fjórðu myndina?
Hér er treilerinn að tólftu Die Hard-myndinni: Die Hard. Die hungry.
Sorellina (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.