Mánudagur, 23. apríl 2007
Er fólk fíbbl?
Þessari spurningu hefur verið varpað fram af, tjah, bara eiginlega öllum sem ég þekki undanfarið. Ástæðan er sú að samkvæmt skoðanakönnunum virðast Árnar Mathiesen og Johnsen vera frekar átakalaust að leiða Sjálfstæðismenn inní feitan og fínan kosningasigur í Suðurkjördæmi.
Fólk utan Suðurkjördæmis skilur ekki hvers vegna listi með Árna Johnsen í öðru sæti nýtur slíks stuðnings.
Ég skil það vel.
Árni Johnsen er besti kjördæmapotari sem Suðurkjördæmi hefur átt. Sem nokkurt kjördæmi hefur átt held ég bara. Ýkjulaust. Það er leitun að þingmönnum sem eru jafn kraftmiklir og ósérhlífnir þegar kemur að því að vinna fyrir fólkið í kjördæminu sínu. Sama hvort um er að ræða þjóðveg 1, hafnarmannvirki í Þorlákshöfn, nýjan Herjólf fyrir Eyjamenn eða bara það að ljá fólki eyra og segjast ætla að gera sitt besta, það getur enginn sagt annað en að Árni Johnsen standi með sínum.
Hann stendur hinsvegar of mikið með sjálfum sér líka og það varð honum að falli.
Það er ofureðlilegt að íhaldið mælist með 55,5% í Vestmannaeyjum. Eyjamenn hafa verið hreint og beint munaðarlaustir síðan Árni "féll" af þingi. Sko munaðarlausir! Það hefur enginn verið að draga þeirra vagn í keppninni um fjárveitingar til allra skapaðra hluta. Núna hafa þeir tækifæri til að koma sér aftur á framkvæmdakortið.
Þetta virkar nebblega þannig. Ef einhver ætlar að halda því fram að kjörnir þingfulltrúar vinni af heilindum og dáð fyrir alla íbúa í landinu þá er sá hinn sami að tala útum görnina á sér. Fjárlög eru pottur. Þingmenn reyna að fá eins mikið úr pottinum og hægt er fyrir sitt kjördæmi og sitt fólk. Krónur og aura gott fólk. Krónur og aura.
Er fólkið í Suðurkjördæmi fífl að vilja Árna Johnsen á þing?
Nei, ég held einmitt að fólkið í Suðurkjördæmi viti NÁKVÆMLEGA hvað það er að gera.
Athugasemdir
Vildann væri skaftfellingur.
HP Foss, 23.4.2007 kl. 22:37
....og þeir nota þetta með honum, ekki gegn honum "hann er svo góður í að koma sínum að"
Ótrúlegt þegar menn sjá ekki heildina. Er það gott að minn þingmaður kemur Afa framfyrir í röðina á elliheimili og afi þinn þarf þá að bíða lengur??. Come on við erum ekki í röð á Astró.
Tómas Þóroddsson, 23.4.2007 kl. 22:53
Já Helgi minn, þá væri Telinu á Klaustri nú borgið ha!
Bottomline Tommi: Fólk kýs eins og hentar því og kemur sér vel fyrir það. Ekki það sem hentar heildinni og kemur sér vel fyrir heildina. Þessvegna er íhaldið að rúlla þessu upp, því fólk er upp til hópa eiginhagsmunaseggir. Og ég er ekkert endilega viss um að það sé eitthvað óeðlilegt í sjálfu sér. Hver passar mig ef ég geri það ekki sjálf? Ekki kjaftur. En ég ætla samt ekki að kjósa íhaldið. Prinsippmál.
Rúnarsdóttir, 23.4.2007 kl. 23:04
Dæmigerð kúaflóastelpa á að flaðra upp um dæmigerða werstumannaeyja Áddna, það er bara eðlilegur gangur lífsins. Enda er hann nú ekki ekki sá versti af sjallaböllunum, hann var bara 'nappaður'. Það var "synd".
Ég er stoltur enn af því að hafa á einni þjóðhátíð á seinni hluta síðustu aldrar opinberlega neitað að kenna honum þriðja gripið, í vottfestu fjölmenni, einfaldlega vegna þess að hann myndi ekki getað spilað lög Oddgeirs bara með því að bæta því við.
En, ég sá þú fórst í gott bað í gær, til hamíngju með það.
S.
Steingrímur Helgason, 24.4.2007 kl. 00:08
Takk kærlega fyrir þetta og til lukku með Íslandsmetið. Ég mun ekki framar blanda mér í umræður um Johnsen. Ég skil þessi rök mætavel, en... Best að segja ekki meira.
Benedikt XVI (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 08:09
Ég get skrifað undir þetta, en vestmannaeyingar eru ekki allt suðurkjördæmi, það er hefðin líka, sjálfstæðismenn virðast vera mun trygglyndari en vinstra fólk, það væri hægt að setja kind í annað sæti. Það á líka við hér að þú ert óvenjuleg manneskja, að taka þig upp á fullorðinsárum og hætta að kjósa sjallann af hugsjónaástæðum, næstum því eins óalgengt og að setja íslandsmet á fertugsaldri. Það vantar fleiri eins og þig.
Ágústa Kr Andersen, 24.4.2007 kl. 08:49
Þetta er ekkert einfalt.... mér var kennt það að ég ætti að kjósa fyrir mig og það sem ég vil.... og í svona kjördæmum skiptir máli að hafa fólk sem tilbúið er að berjast fyrir kjördæmið.... en samt.....
Sigga Hrönn, 24.4.2007 kl. 09:10
Sjálfstæðismenn. Nær þetta inní svefnherbergi?
Vill einhver segja mér hvað hann gerði fyrir kjördæmið?
Tómas Þóroddsson, 24.4.2007 kl. 14:21
Ég þarf eiginlega að fá email sent frá þér? Viltu vera svo væn
Hlín (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 20:06
Ég þarf eiginlega að fá email sent frá þér? Viltu vera svo væn
Hlín (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 20:16
Ekki má gleyma því góða gítarspili sem Johnsen á alltaf um verslunarmannahelgina. Það eru trúlega ekki margir í heiminum sem geta stjórnað brekkusöng á þremur gítargripum. Þó ég styðji ekki Árna í þessum kostningum þá er Árni maður fólksins, maður sem vill allt fyrir alla gera.
Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 25.4.2007 kl. 23:08
4. Takk
5. Jú.
6. Skynsamlegt.
7. Æji ég veit það nú ekki.
8. Já, samt.
9. Eitt kjördæmi eða einmenningskjördæmi. Anything but this.
10. Ruglaður dvergur semsagt.
11. Ég taldi upp slatta í færslunni.
12. Send þú mér á agustarunars@hotmail.com
14. Þú og Coldplay ...
15. Jamm, soldið þannig.
Rúnarsdóttir, 26.4.2007 kl. 00:07
Má vel vera að þeir fái fjölda inn í suðurkjördæmi, en annars staðar hugsar fólk , og þar munu þeir tapa fylgi.
Halldór Sigurðsson, 29.4.2007 kl. 12:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.