Íslandsmót

DSCF5106bÉg keppti í níu greinum á Íslandsmeistaramóti Garpa í sundi sem var haldið í Laugardalslaug í gær og fyrradag. Það var ógeðslega gaman. Það er svo frábært að tilheyra svona félagsskap, vinir og æfingafélagar á öllum aldri, allir að gera sitt besta, klappa hverju öðru á bakið, sjá æfingar vetrarins skila sér.

Meðfylgjandi mynd tók ljósmyndastrumpurinn af síðuskrifara þegar hún var að keppa í 800 m skriðsundi á föstudaginn. Sá sprettur endaði reyndar í íslandsmeti í aldursflokkinum 30-34 ára, sem og 200 m skriðsundið í gær.

Ég setti semsagt tvö íslandsmet um helgina.

Ég er að reyna að taka því af þeirri hógværð sem okkur Flóamönnum er víst í blóð borin ... en ég get það ekki. Ég er bara alveg óskaplega ánægð með þennan árangur. Það verður svo að vera.

Ef ég nenni að skrifa meira í dag þá er mér bæði ljúft og skylt að taka áskorun Benedikts XVI um að rita lærða grein hverrar umfjöllunarefni skal vera hversvegna fólk kýs Árna Johnsen sjálfviljugt. Mér er bæði ljúft og skylt að uppfræða sauðsvartan borgarpöpulinn um það. Ljúft og skylt gott fólk. Ljúft og skylt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Glæsilegt Ágústa. Glæsilegt.

Segir það ekki svolítið um hina flokkana að' fólk skuli frekar vilja kjósa Árna Jónsen en þá sem eru , td í Samfó.
Ég er ekki hissa.

HP Foss, 22.4.2007 kl. 14:50

2 identicon

Frábært og til hamingju með Íslandsmetin - engin ástæða til að vera hóvær með svona árangur 

Íris (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 16:43

3 identicon

Vá! Glæsilegt hjá þér, til hamingju. Mikið þekki ég flott fólk :) Og jeijeijei mér tókst að kommenta...

Vala (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 19:50

4 Smámynd: Ágústa Kr Andersen

Jessúminn. Mér fannst nú bara alveg nóg að þú syntir skriðsund 800 metra samfleytt. Til hamingju vinkona, (ég á vinkonu sem er tvöföld Íslandsmethafa!!) þú ert náttla bara rugl dugleg manneskja. Gott að öll þessi orka fer í svona jákvæðan farveg, biði ekki í það ef þú værir t.d. innbrotsþjófur, þú myndir hreinsa heilu hverfin á Íslandsmeti. Ef það væri keppt.

En ég þarf að biðja þig afsökunar og éta auðmjúklega ofaní mig hrossaflissið sem hrökk uppúr mér þegar þú sagðir mér að þú værir að fara að keppa í sundi. Ég biðst líka afsökunar fyrir hönd GG, sem brást ekki ósvipað við í bústaðnum um helgina við þessa frétt. Við erum lummur sem nennum ekkert að hreyfa okkur og komum aldrei til með að fá medalíu í neinni íþrótt. En ég er þess stoltari af þér.

Ágústa Kr Andersen, 22.4.2007 kl. 20:26

5 identicon

Þú kemur stöðugt á óvart.  Til hamingju með árangurinn, um að gera að vera stolt. Tilgerðar hógværð fer engum.

Hlín (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 21:43

6 identicon

 Þúrt aaaaaallllggggjjööööööööörrr töffari kona !!! Ég þarf endilega að ná svona árangri í mínu sundi heh..........yeah.............sure !

Bjarnheiður (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 22:10

7 identicon

Drúslu ertu dugleg maður minn! Já við Ágústa erum bara lummur að flissa - vel af sér vikið hjá þér stelpa- gæti ekki synt 800 metra skriðsund án þess að vera með fjarstýrðan sleppibúnað, kafarabúning og froskalappir.

Johnsens baby lotion já - verður fróðlegt að sjá hvað þú segir um það- merkilegt hvað hann sést lítið í þessari kosningabaráttu?

Kv. Gilitrutt ekki sundgarpur - en gæti hugsanlega keppt í íslandsmeistaramóti í slökun- djöh..hvað ég þarf að drífa mig í jóga aftur!

Gilitrutt lumma(krullupinni.bloggar.is) (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 23:26

8 Smámynd: Sigga Hrönn

Össs... til lukku mín kæra. ekki að spyrja að því þegar þú tekur þér e-ð fyrir hendur. Í dag og í gær hefði ég frekar viljað vera að svamla í laug en í áfengi eins og ég gerði annar dagur þynnku.

Sigga Hrönn, 23.4.2007 kl. 07:21

9 identicon

Já verð að viðurkenna að ég rak upp hrossahlátur (samt svona inn'í mér) en er afar stolt af þér vinkona.  Múhahahahaha, þetta er samt fyndið.

sif síunga (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 09:56

10 identicon

TVÖ ÍSLANDSMET!! Til lukku enn og aftur, það hlýtur að vera gaman að rifja svona upp gamla takta. Ertu ekki bara betri núna en þá

Anna Vala (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 10:39

11 identicon

Til hamingju með þetta Ágústa mín!  Vertu ánægð með þig, frábær árangur.... ég er SVO heppin að vera með besta sundkennara í heimi (og þá er ég að tala um þig ef þú nærð ekki sneiðinni :o)

KNÚSSSSS (og smá slumm)

Karen Guðmundsd. (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 10:51

12 identicon

Hey, já... ég verð að minnast á pizzuna á laugardagskvöldið... var þetta besta fokkings pizza í heimi eða var þetta besta fokkings pizza í heimi?  Ætlaði varla að þora út á stigagang hjá mér í gær því ég var svo hrædd um að eitthver hefði orðið vitni af slátruninni í bílnum hjá þér

Karen Guðmundsd. (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 10:54

13 identicon

Til hamingju - og blessuð góða, vertu bara montin af sjálfri þér.  Þú átt það svo sannarlega skilið   Sammála því að uppgerðar hógværð fer engum.  Fólk á að fá að vera ánægt með afrek sín - alla vega get ég aldrei hamið mig ef vel gengur í keppnum og monta mig þvílíkt :)))))) 

Soffía (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 20:48

14 Smámynd: Abraham

Ég vissi að þú stæðist ekki manið !!!   En gott meðð´ig !!  Ertu ennþá með sömu tíma og forðum ???

Abraham, 23.4.2007 kl. 21:42

15 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Glæsilegt Ágústa !!! Nú er bara að fá þig heim aftur og rífa upp sunddeildina. Annars á maður alltaf að monta sig.....

Tómas Þóroddsson, 23.4.2007 kl. 22:00

16 Smámynd: Rúnarsdóttir

1. Takk takk

2. I know!! (Monica style)

3. Kærar þakkir og kveðja til Ragnhildar. 

4. Takk og já, það er alveg rétt hjá þér. Enda, var það ekki hógværðin sem drap köttinn?

5. Frábært komment hjá þér mín kæra! Hopefully more to come!

6. Kýs að svara þessu undir fjögur augu. Það er svo erfitt að rífa í hárið á lufsum sem hlæja að manni via the internet.

7. Takk Hlín, einmitt póllinn sem ég hef kosið að taka. Svíf hér um í montbríma sem fer mér bara nokkuð vel þó ég segi sjálf frá

8. Blessuð vertu, þetta geta allir! Bara spurning um að hafa æft sund 10 sinnum í viku þegar maður var krakki, hafa hreyfiþörf á við tveggja vetra trippi og nægan sjálfsaga til að fremja sjálfsmorð með blýanti. Pís of keik ...

9. Sjá svar 6 ...

10. Já Sigríður, áfengi er böl. Fáðu þér frekar maltöl, þá verður þú svöl!

11. Sjá svör 6 og 9 ...

12. Við skulum segja að hugarfarið hafi breyst örlítið!  

13-14. Herrru, sko þetta var eins og atriði úr Jurassic Park! Hvað er að okkur eiginlega??

15. Ég myndi aldrei bregðast aðdáendum mínum á svo lúalegan hátt. (Ég finn yfirleitt einhvern grand og smart hátt til að bregðast fólki, the girl has class).

16. Já einmitt, ég er að reyna að bæla niður hógværðina og það gengur bara ágætlega hjá mér. Er í hópþerapíu tvisvar í viku og sæki dáleiðslutíma.

17. Nei, tímunum hefur hrakað í réttu hlutfalli við þyngdaraukningu síðustu 15 ára. Og reiknaðu nú ...

18. Úff, ekki segja þetta, mig langar svo heim ...

Rúnarsdóttir, 23.4.2007 kl. 22:57

17 Smámynd: GK

Til lukku

GK, 23.4.2007 kl. 23:45

18 identicon

Sæl skvís og takk fyrir síðast.  Þið eruð nú brjálaðir orkuboltar, þið vinkonurnar þú svona geggjaðslega góð í sundi og Soffía í hlaupunum .  Úff maður verður nú líta á ykkur sem fyrirmyndir og reyna að gera eitthvað

Baldvina (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband