Leikhúsgagnrýni II

Hugleikur hefur undanfarið haft til sýninga í Möguleikhúsinu leikritið Epli og Eikur eftir Þórunni Guðmundsdóttur. Ég fór með börnin mín á sýninguna í gær. Upphaflega ætluðu Íris og Gróa Sigurlaug með okkur en því miður heltust þær úr lestinni á lokasprettinum.

Þetta leikrit er sossum ekki skrifað fyrir börn og húmorinn í því er glæpsamlega kaldhæðinn en þegar maður á glæpsamlega kaldhæðin börn þá er það bara betra.

Og þá að stjörnugjöfinni. Eins og glöggir lesendur muna eflaust gef ég stjörnur fyrir sæta leikara, hvort sýningin heldur athygli minni, fjölda seleba og innihald verksins.

Einar Þór Einarsson lék Dr. Daníel. Ég hef verið í sama herbergi og Einar Þór áður (þá var hann ekki að leika, bara syngja og borða kökur) og hann er alveg ferlega sætur. Hann versnaði ekki við að leika lækni. Tvær stjörnur og kudos.

Varðandi það að halda einbeitingu á sýningunni hef ég bara eitt að segja: Ó það var svo gaman!

Fjöldi seleba: Engin seleb og hverjum er ekki sama? Ó það var svo gaman!

Innihaldið dásamlegt. 

Stjörnugjöf: Fimm af fjórum. 

En svona alveg án gríns þá skemmtum við okkur konunglega. Samtölin skemmtilega skrifuð, tónlistin yndisleg eins og alltaf þar sem Hugleiksfólk kemur saman, leikararnir prýðilegir og grínið óborganlegt. Að öðrum ólöstuðum þótti mér mest til Andreu Aspar Karlsdóttur koma í hlutverki Dóru. Mjög hæfileikarík grínleikkona þar á ferð og hún söng líka svo fallega. 

Það sem sonur minn sagði eftir að við komum heim segir í raun allt sem segja þarf:

"Mamma, þessar tvær sýningar sem við höfum séð hjá Hugleik eru tvær skemmtilegustu leiksýningar sem ég hef farið á. Stemmingin hjá þeim er allt öðruvísi en í stóru leikhúsunum, maður finnur svo vel hvað leikurunum sjálfum þykir þetta gaman og þá verður allt svo skemmtilegt."

Ég vildi sjálf óska að ég hefði haft vit á því að sjá þessa sýningu fyrr því þá hefði ég getað hvatt mína dyggu lesendur til að drífa sig í Möguleikhúsið. Ég er nebblega ansi hrædd um að það sé síðasta sýning í kvöld.  

En annars ... gleðilegt sumar! Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigga Hrönn

Alltaf svo gaman að sjá góð stykki í leikhúsinu og ekki skemmir að börnin skemmtu sér. Býð immit spennt eftir að sjá dóma um Gretti sem verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu á laugardaginn held ég.
Gleðilegt sumar mín kæra, skemmtilegt soldið að segja happy summer við útlendingana núna. Þeir eiga ekki orð yfir þetta þar sem það snjóaði í gær og það er skítakuldi og segja bara yhe right!! Mér leiðist ekkert í vinnunni í dag sko, spurning um að taka nokkra útlendinga í ísbíltúr og segja frá traditioninu í kringum það............ Finn mér e-ð að gera held ég......

Sigga Hrönn, 19.4.2007 kl. 15:11

2 identicon

Ég er náttúrulega sármóðgaður. Einar, pfff!

Annars langar mig að benda þér og öðrum áhugasömum á að auk lokasýningar í kvöld er fleira um að vera hjá okkur: Leikritið Bingó, sem við sýnum ásamt Leikfélagi Kópavogs, og svo verðum við í Þjóðleikhúskjallaranum á sunnudag og fimmtudag með einþáttunga og fleira skemmtilegt. Allt á www.hugleikur.is.

Siggi (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 16:16

3 identicon

Já ég fór á frumsýningu og skemmti mér konunglega - Hugleikur er frábært leikfélag og hún dr. Tóta snilldarhöfundur. Ég ætla einmitt að skella mér á Bingó við fyrsta færi.

Gleðilegt sumar!

Trutta Frekn

Gilitrutt (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 16:30

4 Smámynd: Rúnarsdóttir

Úbbs, mér hefur tekist að sármóðga formann Hugleiks og það á sjálfan sumardaginn fyrsta. Think fast Ágústa ... eeeh ...sko mér fannst þú náttla gebbað sexýastur í sýningunni Siggi ... eeeeeen ég vildi ekki segja það hérna því konan þín er vinkona mín svooooo ég nefndi Einar í staðinn seeeeeem hefur jú það við sig að líkjast ekki einni heldur tveimur CSI stjörnum. Now how's that for a save?!

Starlet? Hvað er það? Ekkað svipað og Scarlet?

Rúnarsdóttir, 19.4.2007 kl. 17:56

5 Smámynd: Ágústa Kr Andersen

Gleðilegt sumar snúran mín. Hlakka gegt til að hitta þig kannski í sunarbústaðnum (?). Takk fyrir þessa skemmtilegu rýni, ég berst við að klára kortið í Þjóðleikhúsinu og svo tekur við næsti leikhúsvetur með sjálfvöldum sýningum, og þá máttu sko fara að pússa spariskóna kellin mín. Og Gilitrutt krullukrútt okkar líka.  

Ágústa Kr Andersen, 19.4.2007 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband