Fánadagur

vigdFrú Vigdís Finnbogadóttir á afmæli í dag.         

Pabbi flaggaði alltaf á afmælinu hennar Vigdísar. Líka eftir að hún hætti að vera forseti. 

Eftir að Vigdís hætti að vera forseti var sett ný regla heima.

Nýja reglan: Uppúr 10. maí var fánastöngin felld og sagt að hún þarfnaðist viðhalds.

Eftir miðjan mánuðinn var hún reist aftur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnarsdóttir

Ég er reyndar alls ekki viss um að hann hafi kosið hana í sínum tíma. Lykt í fjósum er öðruvísi en lykt af mykju á túnum. Mun betri að mínu mati en sitt þefast hverjum.

Rúnarsdóttir, 15.4.2007 kl. 20:21

2 Smámynd: Rúnarsdóttir

He sure was ...

Rúnarsdóttir, 15.4.2007 kl. 21:41

3 Smámynd: HP Foss

Hann hefur verið á svipaðri línu og afi minn, hvað varðar prisippin, hann hafði alltaf erindi fram í eldhús þegar ávarp forseta var. Sótti þá að honum mikill þorsti. Hann hafði ekki séð ávarp fosteta frá því um áramótin 1979-1980

HP Foss, 15.4.2007 kl. 21:54

4 Smámynd: Rúnarsdóttir

Annar forseti, sama lína, sniðugur hann afi þinn ...

Rúnarsdóttir, 15.4.2007 kl. 22:17

5 identicon

Já, er þá ekki tilvalið að nota þessa daga þarna í maí til að taka stöngina niðu og flytja í Garðabæinn?  Vantar ekki flaggstöng framan við Höllina?

Sorellina (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 22:50

6 identicon

Lof jú só muts honí boní..... og þess vegna sendi ég þér þetta tilfinningatákn 

Kassan (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 23:20

7 Smámynd: GK

Amma mín átti einmitt afmæli í gær...

Varðandi fjósalykt: Inni = vond / Úti = verri

GK, 16.4.2007 kl. 00:17

8 Smámynd: Ágústa Kr Andersen

Hún Vigdís er þannig að mann langar mest til að hneigja sig fyrir henni, það stafar af henni tignin einhvernvegin, ég hef hitt hana við óformleg tækifæri og ég verð alltaf soldið star struck og feimin. Það gerði engin grín að henni þegar hún var forseti, en ORG hinsvegar var tekinn fyrir strax í kosningabaráttunni. Enda ekki annað hægt segja sumir.

Ágústa Kr Andersen, 16.4.2007 kl. 12:57

9 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 16.4.2007 kl. 13:22

10 identicon

Forsetar eru góðir, gulir, rauðir og grænir. Ber virðingu fyrir fólki sem tekur að sér þetta embætti - get ekki kvartað yfir neinum þeim forseta sem presenterað hefur Ísland á minni ævi....allt bullandi gáfað og áhugavert fólk.

Verður gaman að fá þig í heimsókn frekna!

Kv. Gilitrutt

Guðfinna (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 16:57

11 Smámynd: HP Foss

Dj er ég ánægður með þessa Guðfinnu. Má ég líka ávarpa þig svona.( Freknu og Gilitrutt.)  Snild.

HP Foss, 16.4.2007 kl. 22:12

12 identicon

Vill taka það fram að ég tek mér það bessaleyfi að kalla frú Rúnars, frú freknu - hins vegar er það undirrituð Guðfinna sem nefnir sig Gilitrutt og freknu og margt annað -

Fallegt veður í dag!

Kv. Guðfinna Gilitrutt

krullupinni.bloggar.is (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband