Laugardagur, 14. apríl 2007
Landsfundir
Bloggarar keppast um að mæra ræður manna og kvenna á landsþingum- og fundum helgarinnar. Hverjum þykir sinn fugl fagur og allir hinir fuglarnir bæði vitlausir og ljótir. Dead boring og fyrirsjáanleg umræða.
Heldur þykir mér fara lítið fyrir fréttaflutningi af merkilegasta og mikilvægasta fundinum. Það sannar sig enn og aftur að í aðdraganda komandi kosninga eru menn og konur gjörsamlega búin að gleyma því sem mestu máli skiptir og fréttafólk keppist við að hampa og gera mikið úr umræðum um mál sem eru svo einskisverð og þreytt að mann sundlar af leiðindum.
Ég leyfi mér af alkunnri hógværð Flóamanna að fara fram á að aðalfundi Landssambands kúabænda árið 2007 verði sýndur meiri sómi í fréttum helgarinnar en verið hefur í dag. Fyrir fróðleiks-og fréttaþyrsta set ég hér inn tengil á ræðu Þórólfs Sveinssonar formanns LK.
Góðar stundir.
Athugasemdir
Snild. En taktu eftir, að heilt yfir eru það bara sjallanir sem dæma samfó. Samfylkingarfólk er hófstilt og dettur ekki í þann fúla pytt að segja "Geir veit ekkert og er með ljóta eyrnalokka"
Tómas Þóroddsson, 14.4.2007 kl. 01:02
Tómas Þóroddsson: Ég get ekki orða bundist lengur. Það eru tvö "L" í snilld! (Og ekki gleyma að hún borðar börn líka hún frænka mín).
Bóbó: Fólk sem ber djúpa virðingu fyrir kúm notar ógjarnan orðið "beljur". Kýr eru mun meiri hjarðdýr en hestar, sem gerir þær reyndar bara meira sætar og dásamlegar. Hestar verða bara taugaveiklaðir af samskiptum við fólk sem kann ekki að umgangast þá. Hvar varst þú aftur í sveit?
Rúnarsdóttir, 14.4.2007 kl. 11:21
Það er rétt Ingibjörg, aðeins alvöru hraustmenni geta rekið kúabú svo vel sé. Og gera það. Herru! Nú skil ég afhverju við hittum aldrei annað en slefandi vanvita á Ölstofunni! Næst förum við á Hestakrána eða Útlagann og ekkert bull!
Bóbó verður sennilega ekki þar ...
Rúnarsdóttir, 14.4.2007 kl. 17:17
Íslenska kýrin er falleg skepna. Það er gaman að umgangast kýr. Og þær eru ekki nautheimskar, eins og margir halda.
Kveðja! Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 14.4.2007 kl. 17:39
Íslenska kýrin er falleg skepna. Það er gaman að umgangast kýr. Og þær eru ekki nautheimskar, eins og margir halda.
Kveðja! Kristján Eldjárn Þorgeirsson
Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 14.4.2007 kl. 17:40
Hjartanlega sammála Kristján. Vel mælt. Yndislegar skepnur, svo hlýjar og rólegar og skemmtilegar. Ég fór behöfðuð í fjósið í gærkvöldi svo lyktin héldist lengur í hárinu.
Rúnarsdóttir, 14.4.2007 kl. 17:57
Gúzda, hef ég nokkuð sagt þér nýlega að þú sért nú ein fín Belja ?
S.
Steingrímur Helgason, 14.4.2007 kl. 22:03
Sveitalyktin er af henni..! Þú gætir svo auðveldlega sett á laggirnar rítrít fyrir útúrsvifryksmengað þéttbýlisfanga eins og mig. Sem þráir bara þögn í eyrun soltla skítalykt í hárið. Þetta er viðskiptahugmynd (að vísu stolin en samt) sem þú sem metnaðargjörn selfyssa ættir að taka lengra.
Ágústa Kr Andersen, 14.4.2007 kl. 22:14
Ég sá útistandandi kvígur í dag... þær munu birtast í næsta tölublaði Sunnlenska...
GK, 15.4.2007 kl. 00:31
Hvað er að var behöfðaður?
Beljur og rollur, alltaf sama helv rassgatið. Ekki það að ég sé neitt sérstaklega fyrir norðurenda, frekar en annað sem kemur að norðan.
Gimbill eftir götu rann,
hvergi sína móður fann.
Þá jarmaði hann.
HP Foss, 15.4.2007 kl. 00:41
12. Nei, ekki nýlega ...
13. Way ahead of you partner. All I need is a hundred mill or so ...
14. Áhugaverð og raunsæ efnistök í héraðsblaði. I like it.
15. Meinti berhöfðuð. Fínt ljóð. Frumsamið eftir sjálfan þig?
16. Ég er alltaf að sjá betur og betur hvað við eigum fátt sameiginlegt. Hver ertu eiginlega anyway?
Rúnarsdóttir, 15.4.2007 kl. 20:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.