Laugardagur, 7. apríl 2007
Road Trip(s?)
Búin að fara í Eystri hrepp og til baka í dag. Er hægt að vera ástfangin af sveit? Það held ég bara, svei mér þá.
Þegar við keyrðum framhjá Fossnesti í bakaleiðinni varð syni mínum litið til vinstri. Hans álit á Samfó-skiltinu sem hangir utan á Inghól er: Djíses, smá klepralegt mar!
Fyrst ég er byrjuð að rúnta er ég að spá í að skella mér á Bakkann núna og vera dræver fyrir Kössu & co á Rauða Húsið og Peiker, svei mér þá, decisions, decisions.
Should I stay or should I go söng Richard Scobie um árið ... Hvað ég gæfi ekki fyrir að upplifa aftur ballið með Loðinni Rottu í Árnesi haustið 1990. Er hægt að verða veik úr nostalgíu? Það held ég bara, svei mér þá.
(Þið sem sjáið tengingu milli Eyrarbakka og umrædds dansleiks eruð beðnar að halda því bara fyrir ykkur.)
Svei mér þá ef þetta ljósmyndanámskeið sem ég splæsti á fyrir lilla strumpus er ekki að skila sér.
Og svei mér þá ef þetta er ekki páskaboðskapurinn í hnotskurn ... (hjálp, hjálp, ég er í hnotskurn!)
Já, góðir hálsar, svei mér þá!
Athugasemdir
Veit ekki hversu miklar áhyggjur ég ætti að hafa af því að þú gætir veikst úr söknun í ball með Loðinni Rottu. Þetta er amk mjög góð meðvirknisæfing fyrir mig *...þetta er allt í lagi... henni má alveg finnast Scoby sexý...sleppa takinu, sleppa takinu...* Það góða í þessu er að svona játning sýnir að þú berð fullt traust til lesenda þinna.
Ágústa Kr Andersen, 7.4.2007 kl. 22:43
Já, það er hægt að vera ástfanginn af sveit. Einnig er hægt að vera öfugur í þeim efnum eins og öðrum, að vera ástfanginn af skakkri sveit. Sveit sem ekki er merkileg. Helgast kannski af heimsku, sbr heimskt er heima alið barn ( skýring svo ég verði ekki laminn) Ef maður er alltaf í vondum málum, fer maður að venjast þeim og kunna að meta þau. Á útmánuðum var maður farinn að halda að stelpurnar í sveitinni væru fagrar en þegar hótelstelpurnar komu í maí rann æðið af okkur með uppköstum.
Það er ekki í lagi að vera ástfanginn af Estri Hrepp, það er frekar fólkið sem þér þykir vænt um. Grín.
HP Foss, 7.4.2007 kl. 23:08
HP foss "Á útmánuðum var maður farinn að halda að stelpurnar í sveitinni væru fagrar en þegar hótelstelpurnar komu í maí rann æðið af okkur með uppköstum." snild
En Ágústa, það þarf að fara ala þennan son þinn upp, ef hann gagnrýnir verk mín aftur þá...........já.
Tómas Þóroddsson, 7.4.2007 kl. 23:49
Ég fattaði þó Mike Meyers tenginguna.
Eiríkur Stefán Ásgeirsson (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 23:54
Kommentið þitt um ball frá 1990 (17 ár) var alveg til þess að ég hætti við að fá bömmer yfir ömmunni. Nostalgían er samt alveg vel skiljanlegt hafi Scobie komið við sögu.
Við erum alla vega vinkonur af afspurn.
Hlín (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 13:24
Fugl dagsins er?.....
HP Foss, 8.4.2007 kl. 13:40
Ég tók rftir því að myndinni af Guðna, sem hékk utaná ahh,,, hvað heitir nú aftur gamla sjoppan við brúarendann? Jæja, það er búið að stela myndinni. Ég er ekki hissa.
HP Foss, 8.4.2007 kl. 13:42
páskakveðja
Ólafur fannberg, 8.4.2007 kl. 14:49
Ingibjörg: Aawww, strympna páska sömuleiðis
Hin: Má Ívar koma með okkur í bíltúr? Og Scobie er kynþokkafyllsti karlmaður Íslandssögunar. Bara kalt mat. Ekkert meira um það að segja. Zipit!
Bóbó: Ef þú ætlar að nota YouTube til góðra verka mæli ég með gömlum Star Trek blúbberum (trúi ekki að ég hafi sagt þetta upphátt:).
Helgi: Mér þykir vænt um þig líka kútur, hættu þessu gaspri ...
Tommi: Glöggt er gests augað?
Eiríkur: Og örugglega sá eini. Good on'ya mate!
Guðjón: Hmmm, bæði gömul og vitlaus? Thanks ... I guess
Hlín: Ert þú Scobie-fan líka? Við erum svoooo miklar vinkonur!
Helgi aftur: Ókei, þetta með einum of stóru myndina af Stafafells-fuglinum ... ég veit ekki alveg hvernig ég á að koma orðum að þessu en ... Bwahahahahaha Og "gamla sjoppan" við brúarendann heitir Tryggvaskáli. TRYGGVA-SKÁLI!
Ólafur: Right back at'ya
Rúnarsdóttir, 8.4.2007 kl. 14:58
Ööööömuregt nafn Tryggvaskáli, há,ha,ha Af hverju ekki Verukot. Ha,ha,ha, (eða eins og er oftast hlegið á netinu, he,he. Finnst það alltaf soldið perralegt samt.)
HP Foss, 8.4.2007 kl. 22:19
Ætlaði að teikna mynd af mér í hnotskurn en gat ekki póstað henni hér. Mér sýnist að "you get the picture"...
GK, 9.4.2007 kl. 00:26
Ohhhh þetta var gott ball, man það sem það hafi gerst í gær. aftur orðin forvitin, með þessa tengingu af hverju ferðu svona með mig
Sigga Hrönn, 9.4.2007 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.