Leikhúsgagnrýni

Sorellina bauð mér á Draumalandið í Hafnarfjarðarleikhúsinu í vikunni. Það er móðins að hafa skoðun á öllum sköpuðum hlutum er mér tjáð. Því ætla ég að setja fram rýni til gagns á stykkið.

Það er fernt sem ég hef að leiðarljósi þegar ég legg mat á hversu vel heppnuð leiksýning er og ég gef eina stjörnu fyrir hverja kríteríu. Þær eru: hversu sætir leikararnir eru , hversu oft mér leiðist á sýningunni, hversu mörg seleb sækja hana og hvort ég fíla innihald handritsins.

Guðmundur Ingi er alltaf soldið sætur. Enda er hann hljómsveitargæi. Leikarinn sem lék hlutverkið hans Benna Erlings er hinsvegar mjög sætur. Hann mundi ekki alltaf línurnar sínar og ég veit ekki hvað hann heitir enda skiptir það ekki máli. Kudos þar. Hefty fine male verð ég að segja. Ein stjarna.

Mér leiddist einu sinni á sýningunni, stóð mig að því um miðbik eftir hlé að vera farin að láta hugann reika að því hvort ég kæmist í sund í hádeginu daginn eftir eða hvort dagurinn væri orðinn alveg gjörsamlega pakkaður. Sem varð reyndar niðurstaðan án þess að það sé relevant. Hálf stjarna.

Það voru þrjú semi-seleb á sýningunni, Ólína Þorvarðar, Jónatan Garðars og Sveinn Helgason. Fór yfir landsmálin á 7 mínútum með Sveini í hléinu ásamt því að kenna manni sem ég þekki um að ég hafi flosnað uppúr námi. Löng saga. Það var eitt full blown seleb á staðnum. Það var Ólafur Darri. Við Sys settumst að sjálfsögðu við hliðina á honum í salnum því eins og allir vita er selebdómur 15% smitandi ef dvalið er í návígi við full blown seleb. Kudos þar. Samt ekki hægt að tala um stjörnufans. Hálf stjarna.

Sammála innihaldinu, ein stjarna.

Draumalandið er því þriggja stjörnu sýning samkvæmt moi. Gott ef hún þarna eitthvað-Heiða-eitthvað á Fréttablaðinu gaf sýningunni ekki eina stjörnu. Það hefur örugglega vantað alveg selebs á sýninguna sem hún sá. Nei ég segi svona.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gissur Pálsson

Mér finnst þessi túlkun á stjörnugjöf vera málið. Spurning hvort 3 semi séu ekki það sama og eitt fb og því um stjörnufans að ræða. Þetta er ekki stórt hús.....

Gissur Pálsson, 31.3.2007 kl. 10:07

2 Smámynd: GK

Þetta eru fínar línur til að fara eftir við mat á leikriti... Ég hef reyndar séð mjög fín leikrit með ljótum leikurum, engum selebum, asnalegum boðskap og örugglega einhverju hugarreiki... Ég hef þetta bak við eyrað þegar ég fer næst í leikhús.

GK, 31.3.2007 kl. 10:32

3 identicon

Vá hvað seleb-stuðull minn hefur aukist mikið þetta kvöld, hné okkar Ólafs Darra lágu saman þó nokkurn hluta sýningarinnar.  Líkamleg snerting hlýtur að tvöfalda smitið í það minnsta.
Hver er aftur þessi Kudos?

Sorellina (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 11:46

4 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitskveðja

Ólafur fannberg, 31.3.2007 kl. 22:18

5 Smámynd: Ágústa Kr Andersen

Vá, þá fékk Bakkynjur fjórar stjörnur fyrir hlé en enga eftir. Bekkurinn fyrir aftan mig var nebblega stappfullur af leikaraselebs þangað til eftir hlé; þá voru þau öll farin á barinn. Ég hefði betur farið með þeim reyndar, læri kannski að fylgjast betur með fagmönnunum næst.

Ágústa Kr Andersen, 31.3.2007 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband