Fimmtudagur, 29. mars 2007
Spin-off anyone?
Ég vil byrja á að óska Guðmundi Karli bloggvini mínum til hamingju með nýju vinnuna. Flott og gott! I like it!
Ég verð að segja að ég hlakka mjög til að sýna Kjartani Maack þessa mynd af Sally Spectra í hádeginu á morgun. Það verður unun þegar hann byrjar að ganga um gólf í enga sérstaka átt, halda tölu um óréttlæti heimsins og borða nagladekk í mötuneytinu útí vinnu. Will he be having fries with that?
Ég held að þetta bloggsíðukorn mitt hljóti að bera höfuð og herðar yfir aðrar bloggsíður hvað varðar læknisfræðilega ráðgjafa. Ákalli mínu í síðustu færslu var svarað af ljósmóður, hómópata, hjúkrunarfræðingi og lækni takk fyrir! Ég er að íhuga stofnun spin-off síðu sem myndi fókusera á að svara lesendum sem telja sig ekki fá raunsanna mynd af heilbrigðisstofnunum og læknismeðferð í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. (Þá dettur mér í hug ER-þátturinn þegar konan var í fæðingu og kollurinn var kominn hálfur út þegar Dr. Mark Green heitinn ákvað að ýta barninu inn aftur til að geta tekið það með keisara!) Ætli Ólafía, Ágústa hin, Sif og Jón Þorkell hafi smá tíma aflögu til að sinna slíku þarfaþingi sem slík síða væri ljóslega? One can only hope ...
Athugasemdir
Þakka!
GK, 30.3.2007 kl. 01:18
En hvað með þegar hinn íturvaxni David Hasselhoff tók á móti naflastrengslausu barni hjá einni skutlunni í Baywatch. Sú var í klæðilegum sundbol sem hún þurfti ekki að fara úr á meðan, né heldur þurfti Hoffinn að ýta bolnum frá, neins staðar. Þar fer maður sem Nóbelsnefndin getur ekki horft fram hjá mikið lengur.
Benedikt XVI (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 10:46
Þessi spin off síða hefði einmitt getað gagnast mér saklausri ungmeynni þegar ég sá myndina með ljóshærðu bláeygu konunni sem var rænt af indjánum, en slapp eftir margra ára ánauð orðin alveg gersamlega óþekkjanleg því sólin hafði litað húð hennar og hár svo dökkt að það átti bara að hengja hana strax fyrir villimennsku. Ég hélt lengi vel að þetta útskýrði dökkt hár syðri-búa víðsvegar.
(ps. gamalt fleim átti leið hjá á hrossi og bjargaði henni þó hún væri orðin svona ljót second hand indjánamella)
Ágústa Kr Andersen, 30.3.2007 kl. 13:44
Já hvaða vinnu??!!! Erfitt fyrir forvitnar manneskjur eins og mig að fá bara hálfkveðnar vísur
Soffía (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 13:57
Þú ert svo fjölhæf kæra systir! Gætir líka stofnað veisluþjónustu, svo vel fórst ukkur mæðgum afmælisveislan mín úr hendi um síðustu helgi. Takk fyrir það.
Ég varð ofsakát núna áðan þegar ég áttaði mig á því að gamla bloggsíðan þín er enn til. Þar gat ég fundið tengilinn á uppáhaldssíðuna mína - Addi's Guiding Light Page. Fyrir svona tveimur árum las ég þar að Blake yrði ólétt af tvíburum eftir bæði Ross og Rick. Mér til mikillar gleði rættist sú forspá nú um daginn og allt er í háalofti í Springfield vegna þessa. Takk systa, takk fyrir að vera svona mikil upplýsingaveita fyrir okkur öll.
Sorellina (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 17:45
Ingibjörg: Búin að svara prívat. Nema þessu með blæðarann. Veidiggimeir.
GK: Velbekom!
Benedikt: Takk fyrir þetta, ég er betri manneskja vegna þess að nú get ég séð þetta fyrir mér. Takk elsku vinur
Ágústa: Oh, nú langar mig að stofna styrktarsamtök fyrir ljótar second hand indjánamellur. Ég er svo mikil Angie Jolie stundum!
Soffía: Spurðu Ingibjörgu ...
Alla: Minnstu ekki á það, ég miða til að gera til hæfis
EE: Ég er reyndar soldið viðkvæm fyrir gagnrýni á allt sem Hugh Laurie gerir. En samt pínku sammála ... well, eilla bara mjög.
Rúnarsdóttir, 31.3.2007 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.