Þriðjudagur, 27. mars 2007
Is there a doctor in the house?
Ég verð að fá að vita þetta!
Stephanie í B&B fékk hjartaáfall (eða e-s konar slag, ég er ekki alveg viss) og liggur intúberuð, en um leið stífmáluð, blásin og greidd, á einkastofu. Af ástæðum sem eru mér ókunnar (hef misst af síðustu 17 þáttum) hefur Stephanie greinilega verið barkaskorin til að koma túbunni fyrir í öndunarveginum. Þessa ályktun dreg ég af því að slangan liggur inn um hálsinn á henni en ekki inn um munninn eins og venja er í Bráðavaktinni (þaðan sem ég hef alla mína læknisfræðilegu sérþekkingu).
Stephanie fékk heimsókn áðan frá tilvonandi fyrrverandi tengdadóttur sinni, Brooke. Eins og allir vita hefur Stephanie svipað álit á Brooke og Jón Steinar hefur á Jóni Ásgeiri enda segir hún Ridge syni sínum reglulega að hann eigi að losa sig við þessa tuðru. Það sem vakti athygli mína og forvitni var ekki samtalið sem þær tilvonandi fyrrverandi tengdamæðgur áttu, enda eru samtöl milli þeirra yfirleitt á svo lágu plani að samræður milli Barney Gumble og Homer Simpson virka eins og eldflaugavísindi í samanburði. Nei, það sem fékk mig til að glenna upp grænar glyrnur var að Stehpanie skyldi getað drullað yfir Brooke með eðlilegri röddu og að því er virtist fremur áreynslulítið, verandi intúberuð gegnum hálsinn með öndunarvélina á fullu trukki.
Þið sem hafði menntun/reynslu á þessu sviði eruð vinsamlegast beðin að segja mér hvort það er í alvörunni mögulegt að tala með slöngu í öndunarveginum, ég get ekki hætt að hugsa um þetta!
Athugasemdir
Mér er það bæði ljúft og skylt að upplýsa þig um þá litlu þekkingu sem ég hef á dvöl í öndunarvélum. Eftir minni þekkingu (sem að vísu er ekki sérþekking á sviðinu) þá er sá sem er í önunarvél alla jafna rænulaus og þarf aðstoð véla við að draga andann. Þau tilvik sem ég hef komist í kynni við þá er þar til gerð slanga þræddd niður í barka á milli raddbanda og svo er vélin tengd við um þar til gerða slöngu(reyndu að setja þig í sporin og tala). Það má vera að það sé í stöku tilvikum hægt að gera barkaskurð neðan raddbanda og setja leiðslurnar beint inn - but I doubt it Harry !!
Abraham, 27.3.2007 kl. 22:24
P.s. ég var á bíl á laugardaginn !!!
Abraham, 27.3.2007 kl. 22:25
Gvandala, það er til zlóð fyrir ykkur zköllóttar & búttaðar,
www.get.a.life.without.tv.is
Ef þetta virkar ekki, ekki klaga í mig...
Z.
Steingrímur Helgason, 28.3.2007 kl. 02:25
Ég verð að leggja orð í belg. Ég er sammála með það að fólk þarf nú varla að vera í öndunarvél þegar það er með fulla meðvitund! Þegar ættingi minn var á sínum tíma kominn úr öndunarvél, en var í staðinn með súrefnisslöngu þrædda í gegnum gatið á hálsinum, þá varð hann að halda fyrir gatið svo röddin kæmist sína leið.
Kv. Ólafía (hans Bjössa)
Ólafía S. (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 09:02
Ágústa, það er allt hægt í B&B, dauðir rísa upp! Svo hvað er það á milli vina þó talað sé með öndunarvélina á fullu og slangan er auðvitað sett þar sem hún lítur best úr. Já, ekki gleyma að fyrrverandi, tilvonandi eru líka kviðmæðgur Þú ert greinilega að þroskast frá áhorfi B&B fyrst þú er farin að hugsa rökrétt um atburði og persónur
Gugga (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 10:19
Ágústa þú hugsar of mikið!!
Sigga Hrönn, 28.3.2007 kl. 11:26
ARE YOU ACTUALLY SAYING THESE WORDS??????
Karen Guðmundsd. (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 13:58
Sko, gjörgæsluhjúkkan skal aðeins reyna að útskýra þetta fyrir ykkur. Jú það er hægt að vera með rænu í öndurnarvél og alls ekkert óalgengt þegar fólk er búið að vera krítískt veikt lengi. Maður þarf jú að komast til meðvitundar og þjálfa aftur upp öndunarvöðvana og getur það tekið mislangan tíma og þá er fólk vakandi í öndunarvél.
Ef þú ert með tracheostomiu eins og hún Stephanie þá er hún fyrir ofan raddbönd eins og slangan sem fer tracheal leiðina þannig að þú getur ekki talað nema með þar til gerðum "talventli" sem hægt er að nota þegar fólk getur verið án öndunarvélar í smá tíma eða alveg og þá er ventillinn tengdur við súrefni.
Vonandi hafa þessar upplýsingar varpað einhverju ljósi á þessar umræður :-)
sif (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 15:02
Jamm, engu við þetta að bæta
En ef koma upp fleiri faglegar spurningar í tengslum við þessa þætti er þér velkomið að spyrja;)
Jón Þorkell (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 15:13
Ég er nýbúin að horfa á 789. þátt í flakkaranum og þar kemur þetta alltsaman í ljós. Stephanie fékk alls ekkert áfall, innlögnin er undirbúningur fyrir kynskiptaaðgerð sem hún fer í vegna þess að hún mun seinna draga Brooke á tálar sem Estephan og gera hana brjálaða af ást og frygð. Á meðan verður Ridge ástfanginn af ömmusystur Brooke sem er með ólæknandi yngingarsjúkdóm og þá eru góð ráð dýr, ég segi ekki meir... Sorrý ef ég er að eyðileggja þetta eitthvað fyrir þér, ég bara get ekki horft á þig þjást svona.
Ágústa Kr Andersen, 28.3.2007 kl. 16:42
Hvar værum við án Sifjar Nightingale og Dr. Jón mættur á svæðið líka þetta lofar góðu!! En ég get ekki beðið eftir því að fara í frí, það eina sem er planað er að horfa á B&B þetta er greinilega æsispennó.
Sigga Hrönn, 29.3.2007 kl. 07:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.