Mánudagur, 26. mars 2007
Don't get me wrong ...
... if I'm looking kind of dazzled.
Það sem stóð uppúr í Greninu um helgina var flutningur fimm léttkenndra, miðaldra kvenna á Vorið er komið og grundirnar gróa í kabarett stíl. Það hefur líklega trosnað aðeins uppúr þindinni í mér á meðan svo ég þarf að taka því rólega fram eftir vikunni.
Tommi bloggvinur minn er á Spáni. Ég væri einmanna án hans ef ekki væri fyrir mína eðlislægu innri gleði og ást á lífinu.
Uppskrift að góðum sunnudegi: Vakna án timburmanna, eiga yndislegt morgunverðarstefnumót á Gráa Kettinum, fá sér pönnukökur og tala um skemmtilega hluti. Þetta gerði ég í gær og dagurinn gat ekki orðið annað en góður í kjölfarið, no matter what.
Baldur Þórhalls er með kenningu á bls 6 í Fréttablaðinu í dag. Baldur er fínn strákur. Hef reyndar aldrei hitt hann en ég var gift inní móðurfjölskylduna hans til skamms tíma þegar ég var ung og þetta er undantekningalítið prýðisfólk. Ég skil hann samt ekki alveg. Hann segir að litlu framboðin tvö (F og Í) gætu orðið til þess að núverandi ríkisstjórn haldi velli vegna þess að ef F og Í fá ekki mann kjörinn (lafi undir 5%) þá líti út fyrir að D og B verði með samanlagt meira fylgi en S og V. Ég les útúr þessu að það væri þá s.s. betra (ef maður vill ríkisstjórnina frá) að Í og F væru ekki í framboði. Er þá ekki alveg eins um að gera fyrir andstæðinga ríkisstjórnarinnar að kjósa F og Í þannig að þau nái inn nokkrum mönnum og koma þannig í veg fyrir að B og D nái meirihluta? Pæling ...
(NB: Ég er alls ekki að mælast til þess að fólk kjósi Frjálslynda á þing. Ég er mikill dýravinur og er þess fullviss að Simpönsum líður langbest í sínu náttúrulega umhverfi, ekki í þingsölum.)
Athugasemdir
Takk fyrir síðast sæta mín, gerum þetta að einhverskonar hefð. Let's.
Og jújú, við vinstra fólkið (hehe, sorry ég fæ sikk mikið útúr því að þú ert yfirlýst ekki D lengur) eigum það til að tvístrast um of. Hef lengi sagt að D græðir alltaf á hlýðnum flokklimum. Það væri gaman að skoða hvort þar sé fólk sem er almennt meira svag fyrir hírakíi.
Ágústa Kr Andersen, 26.3.2007 kl. 17:28
Ekki fer maður að kjósa frjálslynda hér í sveitinni. Topp níu frambjóðendur á listanum eru Sandgerði, Reykjanesbær, Grindavík, Vestmannaeyjar og Þorlákshöfn. Einhvernveginn hef ég á tilfinningunni að áherslumál þessa fólks samræmist ekki mér, hinum almenna sveitavargi.
GK, 27.3.2007 kl. 00:44
Held að þetta sé ekkert nýtt að ef það kemur nýtt framboð gerast alls ekki eins stórir hlutir og haldið var í upphafi. Eins og Ms. Andresen segir tvístríngurinn hefur ekki góð áhrif. Best væri að haga sér eins og sauðkindin og leyta alltaf í heimahagana.
Sigga Hrönn, 27.3.2007 kl. 07:27
1. Hey, ég veit, skoðum hvort D-fólk er almenn hrifnara af ferskum gúrkum eða súrum! Now there's a good time if I ever had one!
2. Búin að svara þessu prívat
3. Þú ert svo ljónheppinn Guðmundur sveitavargur að búa í kjördæmi sem býður uppá bæði Bjarna Harðar og Bjögga frá Skarði. Þá dettur mér í hug staka ... get ég ennþá flutt lögheimilið mitt til ömmu og afa og kjóst fyrir austan?
4. Já! Án gríns!
5. Þegar við höldum verðlauna-matarboðið okkar ætla ég að setja saman leikþátt um frjálslynda simpansa sem leita heimkynna sinna og lenda í ýmsum raunum. Hann verður fluttur eftir að aðalrétti lýkur og þeir sem ekki klappa fá enga heita súkkulaðisósu með eftirmatnum!
Rúnarsdóttir, 27.3.2007 kl. 21:05
Er hún góð? Leiksýningin sko ...
Rúnarsdóttir, 7.4.2007 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.