Laugardagur, 24. mars 2007
24. marz 2007
Litla systir mín er þrítug í dag. Ég tala af reynslu þegar ég segi að þetta verður erfiður dagur fyrir hana. Þreytan og kvíðinn hellist yfir á þessum degi, ásamt vonleysi og endalausum spurningum um tilgang lífsins og hvað bíður manns á efri árum. Ég tala líka af reynslu þegar ég segi að eina færa leiðin til að komast sæmilega frá deginum er að leyfa vinum sínum og fjölskyldu að umvefja sig með ást ... og mörgum pökkum! Það ætlar hún að gera í dag og ég styð þá skynsamlegu ákvörðun heilshugar.
Það er ekki að ástæðulausu að hún er uppáhalds systir mín. Hún brosir alltaf, sama hvernig henni líður. Hún er ein af fáum sjálfstæðum konum á Íslandi sem kann bæði að tala ítölsku og hekla dúka. Hún er börnunum mínum eins og systir og hún keyrir mig alltaf á spítalann þegar ég fæ í nýrun. Hún eldar besta Carbonara í geimi og á alltaf knús. Hún er heillandi, skemmtilegur og yndislegur engill með vonlausan tónlistarsmekk. Hún er rauða akurliljan mín.
Heill þér þrítugri Aðalheiður!
Athugasemdir
Þú skilar innilegum afmæliskveðjum til hennar systur þinnar frá mér og stóru knúsi. Þegar manni líður eins og 25 þá skiptir talan engu máli. Maður ætti jú að fagna hverju árinu sem bætist við (hmmm kannski orðin aðeins of væmin!!).
Allavega, bestu kveðjur í Greniásinn :-)
sif síunga (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 14:07
Ég get huggað ykkur báðar að þetta á bara eftir að lagast !! Ég tala sko af reynslu !!!
Bestu kveðjur úr pestarbælinu.
Ollamagga
Abraham, 24.3.2007 kl. 15:55
Skál fyrir litlu sys þinni!! Hvernig líður þér samt þegar litla sys er orðin 30. mér finnst það eiginlega óhuggulegra.... litlar systur eiga ekkert með það að verða 30. Mér hefur aldrei liðið eins vel og þegar ég varð 30..... knús í kotið.
ps. á ég ekki að borga hluta af sálfræðitímanum fyrir soninn á mánudaginn, biðst afsökunar ef þetta hefur varanleg áhrif
Sigga Hrönn, 24.3.2007 kl. 16:29
Hamingju! Knúsaðu nú Öllu mús frá mér og góða skemmtun í gleðinni. SKÍTAMÓRALL ROCKS!
Karen Guðmundsd. (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 18:39
Þakka hlý orð í minn garð kæra Sorellona og kveðjur frá ukkur öllum.
Alla
Sorellina (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 15:53
kveðja til systur þinnar
Ólafur fannberg, 26.3.2007 kl. 10:33
Takk fyrir þetta öllsömul. Þetta var mjög gott Einar Elí, málinu er lokið af minni hálfu.
Rúnarsdóttir, 26.3.2007 kl. 15:03
Sætt er systravæmnið!
Hérna læt ég fylgja fyrirtaks vasaklútamaterial ef þú átt ennþá eftir að semja afmæliskortið: http://runarsdottir.blog.is/blog/runarsdottir/entry/156161/
Kær kveðja, Bed Will
Bed Sill (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.