Þriðjudagur, 20. mars 2007
Hátíðahöld og skemmtanir
Það stendur mikið til. Sorellina verður þrítug á laugardaginn og því verður slegið upp stórkostlegri veislu hér í Greninu. Ekki nóg með það heldur ætlar Pie Girl að halda uppá sitt ammli sama kvöld á ónefndu öldurhúsi við Laugaveg. Allt að gerast! Meira um systur mína þrítuga eftir nokkra daga. Ég vil þó segja að það kann að virðast ruglingslegt í augum sumra að ég skuli enn vera 21 árs og systir mín þrítug en jafnframt 14 mánuðum yngri en ég. Þeir sem skilja þetta ekki þurfa greinilega að taka STÆ 703 aftur (og ef þið tókuð ekki þann áfanga þá útskýrir það ýmislegt).
Ég fékk að heyra það nokkrum sinnum á mínum annars ágæta vinnustað í dag að ég væri greinilega orðin kommúnisti. Yfirmaður minn hótaði að reka mig, eins og svo oft áður (hann gerir það t.d. gjarnan ef ég sýni honum ekki tilhlýðilega virðingu þegar Liverpool tapar, sem kemur fyrir) en þar sem hann finnur ekki mötuneytið án minnar aðstoðar þá hætti hann við brottreksturinn þegar hann var orðinn svangur. Ég verð seint vinstrisinnuð, ég mun frekar naga af mér vinstri fótinn við öxl en að kjósa VG eða Samfó. Ég mun skila auðu í kosningunum í vor. Það er hægt að vera fylgjandi hlutleysi, friði og náttúruvernd án þess að vera venstre. Það fækkar bara valkostum í kjörklefanum um ca 100%.
P.S. Kassa: Það eru til sérstakar spjallrásir fyrir fólk sem hélt áfram að fíla Take That eftir að Robbie hætti. Vinsamlegast nýttu þér þær til að lýsa ánægju þinni með það sorglega band.
Athugasemdir
Það er gott að þú þurfir ekki svo oft að sýna yfirmanninum tilhlýðilega virðingu... Liverpool tapar svo sjaldan :)
GK, 20.3.2007 kl. 23:12
Ágústa mín! Mig er búið að dreyma þig tvisvar í þessari viku þ.e. aðfaranótt mánu- og miðvikudags. Í nótt voruð þið mamma þín búnar að dressa ykkur upp og á leið í veislu, það stóð mikið til. Ég fékk ekki að fara með en fékk samt ægilega gott súkkulaðifrauð hjá ykkur. Ekki tel ég að ég sé berdreymin og ég sé að veislan er ekki langt undan Ég er alla vega eitthvað mikið að hugsa til þín, kannski af því að ég sá þig einmitt í 10 fréttunum um daginn og les alltaf bloggið þitt. Nei, ég er húkkt á þér, that´s why
Gugga (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 10:08
Aha... loksins fatta ég hver Sorrelina er
Voðalega eldist hún annars hratt, eru þetta ítölsk áhrif? Ég sem er bara 21... kemst í ríkið en ekki aumingja Ingibjörg
Soffía (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 19:48
Vá hvað Gugga er heppin með sína drauma.
Einar Bárðar er líka að fara halda uppá afmælið sitt á lagardag og þá er sko afmæli.
Ég er hægri maður. Ég kýs Samfylkinguna. Ég er til hægri í efnahagsmálum og til vinstri í velferðarmálum, þess vegna er ég Samfylkingamaður.
Tómas Þóroddsson, 22.3.2007 kl. 08:34
Nú veit ég afhverju litla íhaldið og allaballinn urðu vinir þeir eru að mætast á miðri leið, bara 25 árum seinna... en þú bara 21.... hef greinilega ekki tekið þennarn stæ áfanga!! Þú ert svo mikið blóm, lovju.
Anna (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 13:18
Nú er komið framboð handa friðelskandi pjásum eins og okkur, man ekki hvað það heitir en ég er að tala um ómar og co. X I !!
Ágústa Kr Andersen, 22.3.2007 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.