Sweet!

Ég vil byrja á að óska Einari Elí bloggvini mínum til hamingju með nýju vinnuna. Flott og gott! I like it!

Margarítukvöld Krabbaklúbbsins er að baki. Eiríkur og Ævar sýndu snilldartakta í matreiðslu og kokteilablöndun. Ég skar sveppina. Strákarnir kenndu mér á rosa sniðuga netsíðu sem heitir Youtube og ég varð heimabæ mínum til skammar að þeirra mati þegar ég spurði yfir matnum hvaða hljómsveit við værum að hlusta á. Það er víst alveg ble að hafa aldrei heyrt minnst á hljómsveitina Beastie Boys og þegar Eiríkur náði andanum aftur sagði hann: Ágústa, þú ert svoooooo tólfti september! Þar höfum við það.

Talandi um hryðjuverk, við Sorellina ætlum að taka Birnu Þórðar á þetta og mæta í Austurbæ annað kvöld. Ég hvet allt rétthugsandi fólk til að gera slíkt hið sama. Og líka ykkur hin.

Dagurinn í dag er einn af þessum ómetanlegu afternoon delight dögum. Sweet! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Mér líst vel á þið farið í Austuræ. Sparkaðu nú í punginn á einhverjum frá mér.

Tómas Þóroddsson, 18.3.2007 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband