Miðvikudagur, 14. mars 2007
A cunning plan
Mikið er ég glöð að sjá að aðsóknin inná síðuna mína er hætt að vaxa á lógaritmískum skala og komin aftur í nánast "eðlilegt" horf. Þessi síða var stofnuð með öðru hugarfari en flest önnur moggablogg og átti aldrei að verða neitt annað en hallærislegur brandari. Hún hefur sossum alveg staðið undir væntingum hvað það varðar, sumt af því sem hefur komið útúr þessu brölti mínu hefur svo sannarlega verið bæði brandari og hallærislegt.
Þegar síðan er kominn með yfir 200 innlit á dag þá byrjar maður að upplifa pressu, fer að blogga meira, pælir í hvað maður segir, hvort það sé í lagi að tala um þetta en ekki hitt og svo framvegis. Er í lagi að ég drulli yfir fyrirtækið sem ég vinn hjá og segi frá þybbna sjóaranum með húðflúrið sem starði dreyminn á mig í sundlauginni í hádeginu eða eru bæði sundpungurinn og RW að lesa?
Ef aðsóknin fer að lafa í 50 á dag þá veit ég að hingað líta bara vinir og kunningjar (og einstaka tölvulæst skyldmenni) og get því leyft mér að verða meira sloppy bloggari. Fer jafnvel útí að sleppa því að skrifa í viku, hætta að vera fyndin, segja frá tíðindalausum ferðum í Bónus og Fjarðarkaup, tuða yfir veðrinu og tala um hvað mér finnst kindakæfa góð.
Nei djók. Ég hætti ekkert að vera fyndin. Verð kaldhæðin yet sloppy. That's a nice package.
Athugasemdir
og svo blogga meira
Ólafur fannberg, 14.3.2007 kl. 17:52
"Verð kaldhæðin yet sloppy."
Only in Ágústa.
Eiríkur Stefán Ásgeirsson (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 18:12
Helstu að þú hefðir stjórn á frægðinni? Þetta á bara fyrir þér að liggja.
Tómas Þóroddsson, 14.3.2007 kl. 19:26
já sæta mín, frægðinni getur fylgt þroskahömlun. Þú veist, þegar allir elska þig svo mikið að það þorir engin að segja þér að þú ert dáltið bonkers. Ég skal taka það að mér að láta þig vita þegar þú verður að koma niðrá jörðina. Það er ekki alveg strax hinsvegar. So, blog away my child.
Ágústa Kr Andersen, 15.3.2007 kl. 00:06
Gústa? Aldrei kölluð Gústa? Eða Ága? Jæja... endilega ekki fara að stressa þig við að skrifa meira ef heimsóknunum fjölgar. Hef þá kenningu að þá fari skemmtiefnastuðullinn niður á við... Halda áhangendum þínum frekar óþreyjufullum í óvissunni um hvort að það komi ný færsla eða hvort þú hafir flúið land og gerst drykkfelldur sauðfjárbóndi í Hollandi.
GK, 15.3.2007 kl. 01:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.