Mánudagur, 12. mars 2007
Dvergar og feitabollur
Þessi pistill er bæði pólitískt rangur og diplómatískt hæpinn. Ég varaði ykkur við.
Hvort er verra að vera lítill karl eða feit kona?
(Það virðist almennt í fínasta lagi að vera feitur karl eða lítil kona.)
Hollywood er trendsetter þegar kemur að pælingunni smart/ekki smart, hvort sem okkur líkar betur eða verr.
Tók lista yfir óskarsverðlaunahafa síðustu 30 ára (leading role) og greindi sigurvegarana annars vegar niður í dverga/ekki dverga (kk) og hinsvegar feitabollur/ekki feitabollur (kvk). Dvergar eru allir karlar sem eru minni en ég. Feitabollur eru allar konur sem eru feitari en ég (Já, mitt blog, my way!)
Síðan árið 1976 hafa 9 af 30 sigurvegurum í flokkinum Besti leikari í aðalhlutverki verið undir dvergamörkum.
Síðan árið 1976 hefur 1 (ein) kona af 28 sem unnið hafa óskar í flokkinum Besta leikkona í aðalhlutverki verið feitabolla.
Ég er hugsi yfir þessu ...
Athugasemdir
Gríðarlega skemmtileg og metnaðarfull pæling! Efni í doktorsrannsókn.
Btw, 5 dagar and counting ...
Eiríkur Stefán Ásgeirsson (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 18:55
Vegna Aths. nr. 1 þá held ég að það sé til bæði betra og lakara efni en þetta í doktorsrannsóknir - þær virðast sumar nokkuð léttvægar.
En ég er forvitin - hvaða kona var þetta ? Veit nokk hvaða karlar þetta voru.
Abraham, 12.3.2007 kl. 21:06
Dvergar hafa fyrir löngu sannað sig á alþjóðavettvangi og eiga allan heiður skilið.
Svo eru þeir líka með svo stórt.........hjarta
kv
Fressi
Benedikt Gretarsson (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 21:28
Snildar færsla, þú ert mjög fyndin. Ég hef svo gaman að svona ransóknarvinnu.
Tómas Þóroddsson, 13.3.2007 kl. 01:19
Skv þessarri formúlu er þá ein af hverjum 28 mjórri en eigandi bloggsins og hún er stærri en ca. 1/3 kk úrtaksins. En þú getur altént huggað þig við að þú ert ekki feitur karl! (google fann orðið "altént" 640 sinnum en "skrambans" 50 oftar. "Búsældarleg" fannst hins vegar aðeins 308 sinnum) Skv þessu eru svo búsældarlegar konur altént skrambi fágætar.
Dredd Will (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 01:55
Þú veist, hvernig er annað hægt en að elska þig...... ja maður spyr sig!!!!
Karen Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 09:33
Áhugaverðar og skemmtilegar pælingar.
Ragnar Bjarnason, 13.3.2007 kl. 12:27
Dvergarnir munu smátt og smátt taka völdin í heiminum...
GK, 13.3.2007 kl. 13:11
Elsku elsku Ágústa hvað heimurinn væri fullkomin ef allt miðaðist við þig!!! ef maður setur búsældarleg og kona í google þá koma upp um 36 atriði. hvað er tölfræðingurinn að spá??
Sigga Hrönn, 13.3.2007 kl. 14:34
... dittó ... í sem fæstum orðum
Ólafur Als, 13.3.2007 kl. 21:32
Eiríkur: 3 days and counting ... tequila anyone?
Ingibjörg: Djúp og FÖGUR. FÖGUR!
Ollamagga: Það mun hafa verið Kathy Bates fyrir Misery árið 1991, stórleikkona og fitubolla with class. Ef minnið bregst mér ekki þá fór ég á téða ræmu í bíó með Krissavigg hér um árið, kaldhæðni örlaganna?
Fressi: Hélt í splittsekúntu að þú ætlaðir að fara að stæra þig af stækkuðu milta ...
Tommi: Always a pleasure ...
Dred Will: Beam me up Scotty! There's no intelligent life down here!
Kassa: Annað er ekki hægt, það vita það allir.
Ragnar: Takk!
Gummi Kalli: Verður það á undan eða eftir kakkalökkunum?
Sigga: 100% sammála!
Als: Sssssh, ekki svona hátt ...
Maack: Ef þú hellir þér útí leiklist mun ég hætta að vera bloggvinkona þín. Það eru kostir og gallar við allt en ég bið þig að ígrunda möguleika þína gaumgæfilega.
Rúnarsdóttir, 14.3.2007 kl. 17:08
Jamm, þarf að bíta í skottið á þér við tækifæri
Fed Skill
Fed Skill (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 22:56
Ekki fast samt ...
Rúnarsdóttir, 20.3.2007 kl. 22:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.