Sunday Bloody Sunday

Fór í ammli/átveislu í Dverghamra í gær, always a pleasure. Tók einnig út Tækni og Vit í Fífunni í samvinnu við Brávallagengið og bróbró. Ég er nú ekki mikið tæknibuff en það var fullt af myndarlegum mönnum á sýningunni og ég var í laugardagskjólnum mínum með maskara og gloss svo ég fékk heilmikið útúr þessu.

Besta vinkona mín og sonur minn voru saman á ljósmyndanámskeiði um helgina. Það er ekkert weird.

Mamma fór með okkur á Ölstofuna í gærkvöldi. Það er ekkert weird heldur.

Einar Bárðarson sveitungi minn er í Sjálfstæðu Fólki hjá Jóni Ársæli núna. Einar er einn af fyndnustu mönnum sem ég þekki. Og ég þekki fullt af fyndnum mönnum.

Til dæmis Denny Crane. Við Denny vorum saman í Nam. Einar var ekki í Nam. Báðir fyndnir samt.

Fyndið.

Seppi biður að heilsa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

hahahahhaahaha.......... lykil spurning hjá jóni í kvöld " er erfit að vera svona þykkur?" skil ekki afhverju ég var aldrei búinn að spyrja.

Tómas Þóroddsson, 11.3.2007 kl. 22:10

2 Smámynd: Rúnarsdóttir

Þú ert svo næmur Tommi ...

Rúnarsdóttir, 11.3.2007 kl. 22:14

3 Smámynd: Rúnarsdóttir

Gefa út bók já. Pæling ...

Rúnarsdóttir, 11.3.2007 kl. 22:17

4 identicon

Skrambans að missa af þér í fimmtudags-, föstudags- og sunnudagskjólnum á T&V... Skítt með maskara OG gloss... Hmmm skítt með kjólana!

Red Hill (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 02:55

5 Smámynd: Sigga Hrönn

Frekar svekt yfir því að hafa misst af Einari hjá Jóni, engin stöð tvö í skóginum.

Comment númer 6 vekur upp mjöööög mikla forvitni, ekki það að ég sé forvitinn að eðlisfari

Sigga Hrönn, 12.3.2007 kl. 07:11

6 Smámynd: Ólafur fannberg

læddist hér inn á mánudagsmorgni til að kvitta

Ólafur fannberg, 12.3.2007 kl. 08:47

7 Smámynd: Rúnarsdóttir

Ég brá mér í spæjó gírinn og Google Desktoppaði orðið "skrambans".

Red Hill heitir í raun og veru Ted Pill og er vinur minn

Og Ingibjörg ... ég veit ekki alveg hvað ég á að gera við þig!

Rúnarsdóttir, 12.3.2007 kl. 10:10

8 Smámynd: Sigga Hrönn

Ó... var að vonast eftir einhverju krassandi.... mig langar í helgar sgúbb!!

Sigga Hrönn, 12.3.2007 kl. 10:54

9 identicon

Bíddu hvað er svona weird við það þó við Steinn höfum farið saman á ljósmyndanámskeið????  Og hvað er svona weird við það þó að mamma þín hafi farið með okkur á Ölstofuna???? Og hvað er svona weird við það að maður fái alltaf bara hálft rauðvínsglas en aldrei fullt?

Karen Guðmundsd. (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 12:52

10 Smámynd: Rúnarsdóttir

Og ert þú kannski að borða á hraða sólarinnar núna Karen? Ha???

Rúnarsdóttir, 12.3.2007 kl. 18:39

11 identicon

Árans vitleysa, og hef ég verið kallaður ýmsum nöfnum! Vinur þinn Dead Bill með dýra hálstauið? Þú þykir mér kárna giskið!

Sveiattan! Red Bill 

Red Pill (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 01:34

12 identicon

Djöfull vissi ég að þú gætir ekki látið þetta vera!

Karen Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband