Skipið

Ég er lasin. Búin að missa af heimsókn til bæði Snúllfríðar Lóru og Óskírðs Ólafssonar af þeim sökum og er ekki skemmt, fyrir nú utan það að veðrið í dag er eins og á vordegi í Prag! Til að bæta gráu ofan á svart vill mamma meina að ég sé bara með sænsku veikina (það er að hennar sögn í lögum í Svíþjóð að þar í landi megi menn taka sér veikindafrí frá vinnu ef þeir eru smá niðurdregnir). Hún vorkennir mér sumsé ekki mikið. Ég treysti því á að aðdáendur mínir og vinir taki vorkunnar-kyndilinn uppúr pollinum sem mamma missti hann í, kveiki í honum aftur og hlaupi með hann spölkorn hver, af því ég elska jú að láta vorkenna mér! Sick

En þetta var útúrdúr. Ég er að lesa Skipið eftir Stefán Mána. Mjög spennandi og skemmtilega skrifuð bók. Ég á samt alltaf í smá vandræðum með nákvæmar lýsingar á ofbeldi, hvort heldur sem er í bókum eða kvikmyndum (spóla t.d. alltaf yfir slaginn milli McClane og hins þýska Karls þegar ég horfi á Die Hard). Það eru þó ekki nákvæmar lýsingar á barsmíðum og pyntingum sem hafa sett mig hvað mest útaf laginu við lestur þessarar bókar. Á bls. 167 er að finna mjög myndræna lýsingu á þeirri ágætu iðju að ganga örna sinna. Ég veit ekki af hverju, því þetta er ekki feimnismál í mínu klani nema síður sé, en ég fór alveg hjákátlega mikið hjá mér við að lesa um hvernig gúllígúllí-ið á persónunni opnaðist og út kom harður drjóli á stærð við bjúga. Ég held, ef einhver hefur efast um það hingað til, að þessi kjánalegu viðbrögð hljóti að vera endaleg staðfesting á því sem ég hef alltaf haldið fram. Ég er blóm.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Batakveðjur frá Selfossi og kyndilhlaup yfir heiðina frá mér.

Tómas Þóroddsson, 9.3.2007 kl. 17:50

2 Smámynd: Ágústa Kr Andersen

Ég hlakkaði til að hittast í dag... . Ég skal færa þér remedíur þegar þú ert orðin of lasin til að blogga. Þangað til skaltu bara vera eins sænsk og þér sýnist, það er ekkert til að skammast sín fyrir.  

Ágústa Kr Andersen, 9.3.2007 kl. 20:45

3 Smámynd: GK

Ég fékk skipið í jólagjöf og er ekki enn byrjaður. Það eru fimm bækur ofan á henni í ólesna bunkanum...

GK, 9.3.2007 kl. 21:03

4 Smámynd: Sigga Hrönn

kveiki á kyndlinum, kem með hann á miggudaginn. Mér finnst Svíar frekar töff. Get ekki útskýrt af hverju mig langar ekki að lesa skipið......... Láttu þér líða vel hjartans blómið mitt

Sigga Hrönn, 10.3.2007 kl. 07:40

5 Smámynd: Ólafur fannberg

kvittós á laugardegi

Ólafur fannberg, 10.3.2007 kl. 14:45

6 identicon

Láttu þér batna blómið mitt.  Kveðjur frá Rangárvöllum.  Gugga

Gugga (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 09:00

7 Smámynd: Abraham

Þetta er nú soldið líkt sumum, en bara soldið- segi ekki meir, segi ekki meir.    Er Stefán þessi Máni eitthvað skyldur okkur ???  Bara spyr.   Held reyndar að þarna sé farið yfir þessa hárfínu línu sem skilur á milli brandara og bulls.    Eins og við þekkjum svo vel í þessum bransa.   Ég veit ekki með þessa samlíkingu við blómið - ég veit um kaktusa sam blómstra alveg yndislega ............   Vona að þér batni af þessum krankleika hver sem hann er - sænskur eða ekki !!!!

Abraham, 11.3.2007 kl. 14:05

8 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Er að lesa Skipið, las tvisvar klósettlýsinguna... þetta var ögrandi "opinskátt"... finnst þó helsti ljóður á bókinni að stundum dettur höfundur í einhverjar smáatriðaskýringar á því sem fyrirfinnst um borð ískipum. Kannski finnst mér þetta bara pirrandi af því að ég þekki innviði skipa vel, en ég meina kommon, það þarf ekki að útskýra allt? Dæmi: Hann lokaði hurðinn og smellti hespunni fyrir. "Hespa er svona armur úr málmi á hjörum sem ...." bla bla. En fyrir utan þetta hef ég mjög gaman að bókinni.

Jón Þór Bjarnason, 15.3.2007 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband