Fimmtudagur, 8. mars 2007
Smá auðlindapæling
Sniðugt hjá Helga Seljan og félögum að fá Einar Odd í Kastljósið í kvöld til að ræða fyrirliggjandi stjórnarskrárbreytingar. Krassandi að kippa bjargvættinum inn á kantinn, sem virðist ekki hafa komið nálægt vinnu við breytingatillöguna og er aðeins sáttur við eina túlkun en ekki aðra. Eins og við mamma segjum stundum; björgunarþyrlurnar geta líka hrapað.
Ég er sammála Össuri (ekki segja neinum) varðandi vanvirðinguna sem íslensku stjórnarskránni er sýnd með því að vera að hræra í henni kortér í þiðvitiðhvað með það eitt fyrir augum að láta ríkisstjórn sem er í dauðateygjunum hvort eð er tóra fram yfir tólfta maí. Og ég spyr, kæru aðdáendur og vinir, hversvegna lét Íhaldið ekki Framsókn bara gossa? Ég er viss um að helminginn af þingflokkinum klæjaði í puttana að leyfa Sif og félögum standa við stóru orðin og skella á eftir þeim hurðinni. Hvað stoppaði? Jú, það hefði sennilega verið erfitt fyrir Íhaldið að útskýra hvers vegna það er ekki hægt að standa við það sem lofað var í stjórnarsáttmálanum fyrir fjórum árum. Og hversvegna er ekki hægt að standa við það? Jú, kæru aðdáendur og vinir, það hefði gert mjög marga mjög áhrifaríka menn mjög pirraða. Nei, pirraðir er ekki rétta orðið, þeir hefðu setið uppi með hóp af öskuillum, hoppandi vondum kvótakóngum og í aðdraganda kosninga væri það hvað kæru aðdáendur og vinir? Júmm, rétt, afar óheppilegt!
En þetta er nú bara svona nett pæling, ég hef engan áhuga á pólitík og þaðan af síður vit á þeirri skrýtnu tík. Er aðallega að reyna að einbeita mér að því að vera sæt og skemmtileg. Freckles make the world go round ...
Athugasemdir
Virkilega góð pæling hjá þér og ég er alveg sammála. En ein spurning........hefur maður vit á því sem maður er?
Tómas Þóroddsson, 8.3.2007 kl. 23:39
Tómas! Ái!
Rúnarsdóttir, 8.3.2007 kl. 23:45
Sem aðdáandi og vinkona má ég til með að óska freknunebbanum til hamingju með eðlisgreindarlega beitt skot á rétta staði. Þú ert svo óþekk.
Ágústa Kr Andersen, 9.3.2007 kl. 00:03
Pólitík smólitík...
GK, 9.3.2007 kl. 01:49
leit hér við
Ólafur fannberg, 9.3.2007 kl. 02:01
hehehe ég ætlaði að leggja fyrir þig gátu og þú varst 6 mín að fatta hana. Ég var nokkra klukkutíma að fatta tigerinn og lúðrasveitakallinn Þannig að ég verð að reyna betur, þú ert of klár.
Tómas Þóroddsson, 9.3.2007 kl. 08:44
Smart pæling
Ragnar Bjarnason, 9.3.2007 kl. 14:37
Ég fæ bara höfuðverk af þessu öllu saman í dökka höfuðkollinn minn. Skrítið að upplifa stemmninguna svona út á landi þar sem fólkið er að upplifa það að hafa alltaf verið með ráðherra og nú bara ekkert! Mér finnst Guðni samt alltaf flottastur þvílíkt skáldlegur í dag, mig langar mjög oft að glugga í Sjálfstætt fólk eftir að hafa heyrt hann taka rispur. NB mér finnst sjálfstætt fólk með betri bókum sem ég hef lesið eiginlega jafnskemmtileg og Grámosinn glóir. ooooog ég ætti kannski bara að spá í það að skrifa á mitt eigins blogg........
Sigga Hrönn, 9.3.2007 kl. 15:26
Tommi: Ég hélt í alvörunni að þú værir að meina þetta, lá snöktandi með þumalinn uppí mér í alla nótt. Gott að þetta var bara gáta
Ágústa: Eintóm ást!
Knoll, Tott & Fannberg: Var það svo ekki Salalaugin um helgina?
IRB: Takes one to know one
Ragnar: Kærar þakkir
Sigga: Ég er líka með höfuðverk! Eerie!
Rúnarsdóttir, 9.3.2007 kl. 16:22
Nei auðvitað ekki og engin ástæða til
Tómas Þóroddsson, 9.3.2007 kl. 17:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.