Fimmtudagur, 8. mars 2007
Kleppur hraðferð?
Það er varla að ég hafi lyst á að skrifa um svona steypu á skemmtilegu og smart bloggsíðunni minni en tyggjóið hrökk ofan í mig þegar ég las þetta. Ég er svo efir meg bet að ég má vart mæla. Ég vona að stúlkukornið sem situr svona líka fín og sæt fyrir í þessum bæklingi sjái þessi skrif aldrei. Og ekki amma hennar heldur.
Hvað er að? Eru ljósin kveikt og enginn heima? ("The eyes are open, the mouth moves, but Mr. Brain has long since departed, hasn't he, Perce?")
Lestin er að fara ... tjú, tjú!
Ég er kjaftstopp. Það gerist ekki oft. Njótið kyrrðarinnar.
Viðbót: Það er sett út á það á hér og þar í bloggheimum að gagnrýni á skrif GHK sé ekki málefnaleg, fólk sé með dónaskap við hana, virði ekki hennar skoðanir o.s.frv. Ég reyni (yfirleitt) eftir fremsta megni að vera kurteisa blómið sem ég var alin upp til að vera. Það er mér bara ómögulegt að gagnrýna þessi skrif kurteislega. Tek Silas á þetta í kvöld og vona að mér verði fyrirgefið í efra.
Athugasemdir
kyrrð og ró hér á næturvakt....
Ólafur fannberg, 8.3.2007 kl. 04:54
Já eigum við að virða skoðanir hennar, vill Guðbjörg ekki virða skoðanir þeirra, sem vilja að konur séu með blæjur, svo aðrir kallar hugsi ekki um blæju-konunar, eins og Guðbjörg hugsar um fyrisætuna. Reynið að skilja þetta. Váá fór ég í tvo hringi.
Tómas Þóroddsson, 8.3.2007 kl. 11:46
Agalegt þegar fólk afhjúpar þankagang sinn svona opinberlega - en hún hefur séð að sér blessunin og búin að óvirkja bloggið.
Ps. Hafðu mín ráð María Von Trapp og kenndu drengnum þetta, annars siturðu uppi með hann næstu 50 árin eða svo !!!!
Ollamagga (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.