Miðvikudagur, 7. mars 2007
What am I, your mother?
Sonur minn er hættur að vera fyndinn. Síðasta peran í bílskúrnum sprakk í síðustu viku. Í gær fór hann með mannhæðarháan stafla af óhreinum þvotti úr herberginu sínu útí bílskúr (þar sem þvottavélin er) og sagði heldur hranalega við mig í leiðinni: "Mamma, það þarf að fara að setja í vél hérna!" Ég brosti daufu taugaveiklunarbrosi og sagði voða lágt: "Ég get ekki þvegið þvott í myrkri ljúfastur, kannski ef þú myndir skipta um peru ..." Þá hreytir einkasonur minn frumgetinn í mig: "Æji kommon mamma, þú getur bara hringt í rafvirkja og sent mér reikninginn!!"
Excuse me?!? Var ég með þennan lurk á brjósti í 10 mánuði til að láta tala við mig eins og gamla eðlu? Hell no! Hér verður ekkert þvegið fyrr en hann fer að klæja á dimma staðinn!
Athugasemdir
Muna bara að rukka fjögurra tíma útkall...
einar eli (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 14:32
Hehehe... þetta er náttlega ekki fyndið. En meira hvað hann er nú öruggur með sig, haaaa á maður ekki alltaf að sjá það jákvæða...
Ertu búin að tjá þig e-ð um auðkennislykilinn, nú gleymdi ég mínum á suðurhlutanum og þarf að borga og svona skemmtilegt. ég er að sjálfsögðu ekkert pirrrrruð!!!!
Sigga Hrönn, 7.3.2007 kl. 17:33
bwahaahahaahahahahaahahhaah ég stend með syni þínum. Þetta er spurning um "ekki gera ekki neitt"
Tómas Þóroddsson, 7.3.2007 kl. 18:45
Er ekki hægt að fá leiðarvísinn með þvottavélinni á blindraletri - þá er kannski hægt að þvo í myrkri og hvað eina? Attlarðu ekki að kenna honum að ger´etta sjálfur ??????
Ollamagga
Ollamagga (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 22:44
Sigga: Hvernig væri að ÞÚ bloggaðir um auðkennislykla? Ég er meira fyrir kusur og svona ...
Tómas: Þú ert EKKI að hjálpa!
Ollamagga: Kenna honum að gera þetta sjálfur? Er ég Maria von Trapp? Óvart ekki ...
Rúnarsdóttir, 8.3.2007 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.