Mánudagur, 5. mars 2007
Killing in the name of ...
... hah! Þið hélduð að ég væri búin að skrifa djúpa færslu um Írak og Bush og heimsku. Plataði ykkur, var bara að hlusta á RATM og gerði fyrirsögn úr því sem ómaði í hausnum á mér! HAH!
Þá er það staðfest. Drykkja, ofát og reykingar auka ekki á þol manna. Þetta hefur mig lengi grunað og fékk staðfestingu í lauginni áðan. Var rétt drukknuð þegar ég var búin með 800 m en fór síðustu 200 m á þrjóskunni (sem ég vissi bara ekki að ég byggi yfir! GASP!) og slapp þar með við að láta fjóra myndarlega miðaldra menn slást í low cut Speedos um hver fengi að lífga mig við (já, hjartahnoð er bara mis-aðlaðandi eftir því hver er að drukkna, live with it!). Náði samt að splitta rétt og klára síðustu 200 m á 85% púls (ég veit, ég veit, þið elskið persónuleg blogg!)
Mér finnst alltaf jafn gaman þegar Framsókn fer í kosningagírinn. Það er eitthvað svo næs og notó þegar loforðin og hugafarsbreytingarnar fara að renna inn á færibandi eins og kindur í almenning á réttardaginn í sól, logni og þriggja stiga hita. Sumt á bara alltaf að vera eins, annars fæ ég kvíðakast. Framsókn heldur mér happy and healthy. Þabbaraþannig. Líka kusur. Kusur eru svo traustar og hlýjar. Úff, ég elska kusur.
Ný getraun
Hver sagði og af hvaða tilefni:
"Þeir eru ekki ókunnugir. Þeir eru nýju vinirnir okkar og þeir eiga pott!" (Þýtt og staðfært úr útl-ensku af ÁR).
Athugasemdir
Var það ekki lögfræðingurinn í Beðmálunum, þegar hún þurfti að sannfæra vinkonur sínar um mannkosti fíkniefnasala?
Andrés Ingi (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 23:14
Ekki fullkomið svar ... eitt stig.
Rúnarsdóttir, 5.3.2007 kl. 23:16
Var það ekki bara Carrie sem sagði þetta?
Íris (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 00:29
Einar Elí og Andrés Ingi fá eit stig hvor fyrir getraunina. Verðlaunin eru matur og vín fyrir 10-15 manns heima hjá mér næst þegar Andrés kemur til Íslands, AI og EE verða heiðursgestir.
Pæling: Aðeins tveir af þeim þremur karlmönnum sem kommenta reglulega á þessari síðu svöruðu getrauninni rétt. Gummi Kalli hlýtur að hafa farið snemma að sofa í gær ...
Rúnarsdóttir, 6.3.2007 kl. 08:49
Ólafur fannberg, 6.3.2007 kl. 09:15
Virkilega góð síða hjá þér.
Tómas Þóroddsson, 6.3.2007 kl. 10:40
Ég greinilega eins saklaus og þessi fyrir ofan mig... hélt ég vissi ekki svarið þar sem ég er ekkert inn í barnaævintýrasöguhugsanagangi.
Hver hefur ekki hlustað á falleg fyrirheit og trúað öllu sem sagt er, ég meina framsókn er að ná yfir allan tilfinningaskalann.
Svo þarf ég að heyra í þér til að tala um mig þarf aðeins að monta mig og nokkur atriði önnur sem mig langar að ræða. bara svo þú farir ekki að þvaðra e-ð um sjálfa þig skilurru. Heyrumst darling.......
Sigga Hrönn, 6.3.2007 kl. 14:10
Svör:
3. Góð tilraun.
4. Only when I'm constipated.
7.
8. *ræskj* Reference? (Æji, who am I kidding, þú ert bara einum of fattgóð addna ... )
9. Þakka þér fyrir Tómas, mér finnast þín skrif sérdeilis skemmtileg líka!
10. Hringdi áðan, afgreitt.
11. Ég smakkaði krókódíl í Köben um helgina, ætli þeir séu með sollis í Nóatúni?
Rúnarsdóttir, 6.3.2007 kl. 21:45
Djöfull líst mér vel á verðlaunin!
Andrés Ingi (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 22:01
Heyrðu, já, ég hef verið sofnaður... ég vissi þetta auðvitað, eins og flest allt annað :Þ
GK, 7.3.2007 kl. 00:42
Játs, Gumma er boðið líka, ég get ekki verið þekkt fyrir að mismuna fólki á grundvelli kvöldsvæfni ... hann verður bara að lofa að halda sér vakandi.
Rúnarsdóttir, 7.3.2007 kl. 08:17
Þú mátt líka ef þú lofa að fara ekki á skinkuna fyrir kl 22. Óþolandi hvað þú verður alltaf drukkin manneskja!
Rúnarsdóttir, 7.3.2007 kl. 12:54
Ég er ekki viss um að ég komist... verð líklega sofnaður uppúr hálf níu... :)
GK, 7.3.2007 kl. 23:27
Gosh, Guðmundur ... veistu, það er hægt að lækna African Sleeping Sickness ... horfirðu aldrei á House?
Rúnarsdóttir, 8.3.2007 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.