Ég vil byrja á að þakka ...

... Akademíunni og öllum þeim fjölmörgu aðdáendum og vinum sem sendu okkur Hittings-stelpunum SMS til Kaupmannahafnar með það fyrir augum að segja óeirðabrandara á okkar kostnað. Hugvitssamlegt grín og afskaplega fyndið í alveg fyrstu 10-15 skiptin!

Ferðin var annars tær snilld! Hápunktarnir hljóta að vera brennivínseitrun eins og yours truly fær þær bestar og búðarferð eftir 3 tíma í hvítvíni á Peter Oxe (nennti ekki að máta allt þetta dót, ef einhver vill þá á ég gallabuxur úr Mango sem ég kem ekki hálfa leið upp um mig og hlýrabol sem hefði passað á mig um fermingu). Ég kom heim með 10 kg í yfirvigt og þá er ég ekki að tala um bjúgsöfnun gott fólk (þó hún sé vel sjáanleg)! Visakortið mitt fer í rehab eftir helgi. Það er orðið bæði sköllótt og tattúverað.

Topp 10 listinn yfir setningar helgarinnar:

10. Hvað er það? Eigum við að ræða það eitthvað? (Þið vitið hvað það er óþolandi þegar einhver fær svona klassa-setningar á heilann. Við vorum tvær ... )

9. Sitjði bra áfrm stelpr. Jatla aðns a kíkj'í Georg Jensssen! (Búnar að sitja í "nettum öllara" fyrir utan púbb á Amagertorv þegar ein fékk þessa snilldarhugmynd. Hún var síðan hundelt um búðina af starfsmanni sem hafði ekki orðið svona hræddur síðan fíllinn kom í postulínsverslunina um árið!) 

8. Could you bring me a glass of milk? (Þjónninn á Reef´n Beef var greinilega öllu vanur og spurði einskis. Setningin Almínox-kveðjur frá Köben er angi af sama meiði ...)

7. Hey, stelpur, Kassa ætlar að mála mig svona þið vitið, "Dusty Shadow". (Ein úr sveit að reyna að tjá sig um að hún ætti "Smokey" förðun í vændum!)

6. Ch - ch - ch - ch - Changes!

5. Hún ryksugaði bara upp matinn sinn! Hún er Madame Hoover!

4. Staðurinn-er-opinn-til-fimm! (Sexý og smá yfirdrifnir mjaðmahnykkir við framburð á orðunum opinn og fimm ... það var s.s. Dönerstaður við hliðina á húsinu sem við gistum í og einhverri þótti opnunartíminn vera stór kostur ...)

3. Já, er hún búsett hér? (Búsett? Hver talar svona??)

2. It's not you, it's me! (Mikið notuð setning á laugardaginn, passar við öll tækifæri! Blessunarorðin og bónusinn voru lesin nokkrum sinnum líka í kjölfarið, mjög viðeigandi.)

1. Kaupa þér tímarit? Ætlarðu þá ekki líka að fá þér húðflúr og hlusta á hljóðsnældur? (As in geturðu orðið eitthvað meira forn í máli?)

Íris vann síðustu getraunakeppni með stæl. Það var einmitt Þórgunnur Skordal sem mælti þessi fleygu orð! Íris mun fá heimsókn frá mér í verðlaun, eftir 2-5 daga. Heppin er hún stelpan ... Happy

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tók vélindabakflæðið sig upp á versta tíma eða voru þið með súrmat á hótelherberginu til að grípa í svona þegar hungrið og heimþráin tóku sig upp?

Þökkum Drottni og vegsömum hann.

Sorellina (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 21:14

2 identicon

Herberginu? Við geymdum auðvitað súrmatinn á svölunum Aðalheiður, hvað erum við, barbarar??

Herra, við lofum þitt heilaga nafn.

Sorellona (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 09:40

3 identicon

Takk fyrir síðast sæta, þetta var svo GEGGJAÐ!  Ég er í kasti, hættulegt að lesa þessa frasa svona á mánudagsmorgni, langar bara í einn kaldan úr krana og döner í kvöld

Madame Hoover (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 11:14

4 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 5.3.2007 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband