And I said, what about ...

Mér finnst æði að búa með mömmu minni. Það eru til vondir menn sem gera grín að því. Þessir vondu menn liggja heima í flensu núna (a little thing called karma!). Það er snilld að vera aftur orðin unglingurinn í forstofuherberginu (var reyndar unglingurinn á loftinu í den tid, never mind). Núna er ég til dæmis búin að liggja á maganum á rúminu mínu, í forstofuherberginu mínu, í klukkutíma, að setja myndir inná gelgjulegu bloggsíðuna mína, með Breakfast at Tiffany's með Deep Blue Something á repeat og lítil stelpa í ljósbláum náttfötum er sofnuð við hliðina á mér. Núna ætla ég að prófa að kalla á mömmu og biðja hana að gera heitt kakó handa mér ... hún sagði mér að gleyma því! Well, I never!

Ég hef áhyggjur af kosningunum í vor. Ég var með fiskibollur í kvöldmatinn en það lét mér ekki líða neitt betur. Það er ekki það að ég viti ekkert hvað ég á að kjósa. Ég HEF ekkert til að kjósa. Það sem er í boði er allt of mikið svona eða of lítið hinsegin (nema Frjálslyndir, þeir eru bara of). Ef það væru einmenningskjördæmi á Íslandi þá myndi ég íhuga framboð. Helstu baráttumál mín yrðu afnám málfrelsis, innflutningsbann á tóbak og svo myndi ég skylda alla til að borða aspas í morgunmat. (Verðlaun í boði handa þeim snjalla lesanda sem veit hvaðan þetta með aspasinn kemur).

Ég fæ fyrstu útborgun fyrir nýseldu íbúðina mína á morgun. Vill einhver skreppa með mér til Köben um helgina??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GK

Ekki veit ég þetta með aspasinn en mér líst vel á kosningaloforðin...

GK, 27.2.2007 kl. 23:00

2 identicon

Fatta því miður ekki þetta með aspasinn sem þó hljómar spennandi.  Jú, ég skal koma með þér til Köben um helgina

Gugga (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 23:18

3 identicon

Nú, ertu bara búin að selja?  Jeijj!!!  Til hamingju!!! :)

Sorellina (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 00:20

4 identicon

Já það eru smurning hvort maður skelli sér ekki bara til Köben - múhahahahaha

sif síunga (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 14:24

5 Smámynd: Sigga Hrönn

Greinilega gegt að búa með mömmu sinni, spurning hvort pabbi láni mér hana. Aspas er greinilega e-ð svona kannski sem maður vill ekki vita og jafnvel þarf ekki að vita.

Var einmitt að hafa áhyggjur af kosningunum áðan í svona 15 mín, veit ekkert hvaða flokk maður velur á í minni vandræðum með að velja fólk..... Ég myndi kjósa þig ekki smurning.

Hrikalega góða skemmtun í Köben túttuferðinni, ojjjj (á norsku) hvað á eftir að vera gaman hjá ykkur

Klemm og knus

Sigga Hrönn, 28.2.2007 kl. 15:47

6 identicon

Er líka allveg til í að koma með

Solla (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 16:40

7 identicon

hahahaha... aspas í morgunmat! Viltu ekki næst fara að taka upp á því að banna þrælahald?

Ævar (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 18:52

8 Smámynd: Rúnarsdóttir

Svör:

3. Æji sorrý, gleymdirðu að kaupa miða? Oh well ...

4. Játs! Finalement!

7. Sjá svar við sp. 9

9. Jess!! Ég vissi að þú myndir ekki bregðast mér Ævar, you genious, smartypants you addna!

Eins og Ævar getur réttilega uppá í svari sínu (undir rós að sjálfsögðu, hann er ekki kallaður hinn dularfulli meðlimur Krabbaklúbbsins að ástæðulausu) þá er þetta kosningaloforð stolið frá frambjóðanda Standing-At-The-Back- Dressed-Stupidly-And-Looking-Stupid-flokksins, Ivor Biggun. (Blackadder III, episode 1, Dish and Dishonesty). Hann lagði einnig til að þrælahald yrði afnumið (sem þótti alveg fáránleg tillaga, ólíkt þessu með aspasinn).

Rúnarsdóttir, 28.2.2007 kl. 19:32

9 identicon

Til hamingju með söluna dúllan mín! Oj bara, hvað þú og Ævar skiljið hvort annað alltaf vel... jakk...vibbi... 

JJ (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 19:39

10 Smámynd: Rúnarsdóttir

Pah, ja það eru nú ekki alltaf jólin Ingibjörg. Ég braut til dæmis nögl í dag, lífið finnur alltaf einhverja leið til að spæla mann ...

Rúnarsdóttir, 28.2.2007 kl. 22:56

11 Smámynd: GK

Það er reyndar staðreynd að það eru ekki alltaf jólin. Í okkar tímatali eru þau í desember og fram í janúar...

GK, 28.2.2007 kl. 23:03

12 Smámynd: Rúnarsdóttir

Og við þökkum Árna Björnssyni fyrir hans innlegg í þáttinn ...

Rúnarsdóttir, 28.2.2007 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband