Mánudagur, 26. febrúar 2007
And so it is ...
Ég er ekki þrjósk. Þegar fólk hefur á undanförnum misserum bent mér á að kynna mér tónlist Damien Rice þá hef ég harðnað í þeirri afstöðu minni að gera það ekki vegna þess að ég vil ekki vera mainstream (Já, í síðasta sinn, Robbie Willams er jaðarmaður!). ÁHH vinur minn og fleiri góðir menn hafa því talað fyrir daufum eyrum. Um helgina gat ég hinsvegar ekki gripið fyrir eyrun og gólað "LA-LA-LA-LA" (það hefði verið nettur moodkiller) og núna er ég ofurseld valdi DR. Er frekar svekkt útí sjálfa mig fyrir að hafa ekki leyft eyrunum mínum að njóta þessara konfektmola fyrr. Og þá spyr maður sig: Hef ég látið einhvern haug af lífsins lystisemdum framhjá mér fara af því að það er mottó að vera ekki eins og hinir? Pæling.
Annars erum við mæðgur að passa fyrir Jules og Gollz núna. Það segir ýmislegt um þessi yndislegu rúsínupúsínubörn þeirra, 18 mánaða og 4 ára, að síðan ég kom hingað er ég búin að spjalla í símann, naglalakka mig (tvær umferðir), semja þetta blogg og samt knúsa þau alveg fullt, gefa þeim að borða og finna týnda svínið úr dýrapúslinu (les: dóttir mín er búin að vera sveitt að passa).
Hljóp inní Smáralind með framangreindri dóttur í gær (á reyndar bara eina) til að kaupa blóm handa ammælisbarninu. Þegar við vorum að labba út mættum við konu um fimmtugt í leðurbuxum, svaka pæjugeit. Skyndilega heyri ég einhverja gelgju stynja við hliðina á mér: "Djíses, RÓLEG með leðurbuxurnar!" Ég leit snöggt til hliðar og átti von á að sjá eina 15 ára í Dieselbuxum með strípur. Nei, sú sem hafði mælt þessi orð var litla 10 ára gamla stúlkubarnið mitt, þarna gekk hún og starði á pæjugeitina með hneykslunarsvip sem hefði fengið Kolbrúnu Halldórs til að hætta á þingi og snúa sér að fjárbúskap. Ég legg ekki meira á ykkur gott fólk.
Og takk fyrir að lesa bullið í mér. Ég er alveg að fíla það.
Athugasemdir
Ég er líka alveg að fíla það..... Húmor er ættgengur
Gugga (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 23:19
Gleður mig já það gleður mig að geta sett DR á fóninn næst þegar við hittumst, Coconut skin... bara gott... Ég hlusta meira að segja á hann á hlaupabrettinu. Mér heyrist dóttirinn stefna í að verða alheilbrigð gelgja innan skams. Hvernig er Robbie jaðarmaður? Af því hann huggulegur þrátt fyrir að vera breti??
Ég er alveg að fíla bullið í þér mín kæra, meira svona bara
Sigga Hrönn, 27.2.2007 kl. 15:58
Ermm Damien, er þetta ekki hálfgert væl????
sif síunga (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 18:29
Þetta er nú allveg snildar blogg væri til í að fá tvær til þjár færslur á dag. En það er nú ekki hægt að lifa á að blogga eða er það? Kveðja Solla
Solla Sígamla (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 21:12
Svör:
3. Þakka falleg orð í minn málfarslega garð Kjartan, þú ert frekar snjall sjálfur svo ég spegla þetta bara. Og Norah Jones er ágæt fyrir konur, ég er stelpa.
5. Hann erðabara! Aþþíbara! Stoppleikur!
6. Vilt þú fá far útá völl á fimmtudaginn? Then pipe it!
7. Ekki hingað til Sólrún, but the times they are-a-changing
Rúnarsdóttir, 27.2.2007 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.