Húmör

Sonur minn er mjög fyndinn, hlutlaust mat. Ég er að tygja mig á æfingu eitt kvöldið í vikunni og segi við hann: “Júlía ætlar að koma í heimsókn á eftir, þú veist af því ef hún dettur inn á undan mér”. Unglingurinn lyftir annarri augabrúninni og svarar: “Og hvað viltu að ég geri mamma mín? Á ég að segja henni að bíða inní herbergi?” 

Klámbransahátíð á Íslandi? Femínistar hafa ekki húmör fyrir því. Ég er ekki femínisti og finnst þetta frábært. Hópurinn ætlar í rútuferð um Biskupstungur. Þarna gætu orðið til stórkostlegir titlar eins og “Golden Hairy Triangle”, Pounding at Pingvellir” og “Geothermal Gang Bang”. Þessi samkoma mun gera fyrir Tungurnar það sem örflagan gerði fyrir Silicon Valley, mark my words!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei það er löngu vitað að femínistar eru gerilsneyddar öllu sem mögulega gæti kallast  húmor:) Og sonur þinn sver sig bara inn í ættina:)

Gunnhildur (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 09:24

2 Smámynd: Víkingur / Víxill

æfingu? hmmm... ertu þá að æfa... ballet? karate? knattspyrnu? bogfimi? mortal combat? klassískan söng? maður spyr sig...

Víkingur / Víxill, 16.2.2007 kl. 16:07

3 Smámynd: Rúnarsdóttir

Mortal Combat er fyrir kerlingar og grænmetisætur ... alvöru fólk æfir sund

Rúnarsdóttir, 16.2.2007 kl. 17:01

4 Smámynd: Víkingur / Víxill

nákvæmlega! hefði getað sagt mér það sjálfur. sund auðvitað! sjósund er ég viss um.

(veit reyndar varla hvað mortal combat er... en það hljómar einmitt eins og eitthvað sem kellingar og grænmetisætur iðka. svona feng sui lið... geri þá ráð fyrir að þú sért ekkert af þessu )

Víkingur / Víxill, 16.2.2007 kl. 17:21

5 Smámynd: Rúnarsdóttir

Jæja karlinn, agustarunars@hotmail.com væri kannski heppilegri vettvangur ef við ætlum að fara útí feng sui umræðuna ... 

Rúnarsdóttir, 16.2.2007 kl. 18:42

6 Smámynd: HP Foss

Já, hann er greinilega húmoristi, kann að meta svona húmor.

HP Foss, 16.2.2007 kl. 23:18

7 identicon

Ég er mjög hamingjusöm með að þú skulir vera byrjuð að blogga á ný. Finnst samt skjóta skökku við að titillinn er Fæst orð...því þau hafa ekki minni ábyrgð ef þau eru eins skörp og þér er lagið.

Varðandi titlanna á klámmyndunum þá veit ég ekki hvort mér finndist meira athugavert; að þeir poppuðu upp í hausnum á þér eða þú hefðir þurft að hugsa vel og lengi til að kalla þá fram.

kveðja, Hlín

Hlín (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 12:57

8 Smámynd: Rúnarsdóttir

Gaman að "sjá" þig Hlín! Titlarnir komu nokkuð áreynslulaust, er gott eða vont?

Rúnarsdóttir, 17.2.2007 kl. 22:46

9 identicon

Ja það er ekki gott að segja. Óneitanlega veltir maður því fyrir sér hvað þið systur hafið verið að dunda í sveitinni í gegnum tíðina

Hlín (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband