Þau ykkar sem hafa séð ...

... ‘Little Miss Sunshine’ hljóta að skilja hvað ég varð spæld þegar samferðakona mín í kvikmyndahúsið sagði eftir sýninguna að myndin hefði verið skemmtileg og minnt hana á ‘National Lampoons Summer Vacation’. Það er smá dýptarmunur á þessum tveimur listaverkum að mínu mati.

Íslendingar fylgja bandarísku neyslumynstri hvað varðar matvæli án þess að gera sér grein fyrir því segir danskurinn. Ég hefði nú getað sagt ykkur það. Ég hef nebblega keyrt framhjá KFC í Hfj í hádeginu á þriðjudegi. Ekki bara pakkað útúr dyrum heldur nær röðin í bílalúguna langleiðina til Tokyo (sem er gæludýrabúðin á næsta horni). Sveiattan!

Héðinsfjarðargöng eru snilld. Áfram Sturli! Jarðgöng til Vestmannaeyja næst! Svo skulum við öll leggjast á eitt til að fá ‘Fólk með Sorrý’ aftur á skjáinn og fá Actavis til að þróa spritt með ávaxtabragði, af því það er ekkert fáránlegt heldur! 

Já ókei, ég hef farið í bílalúguna hjá KFC í hádeginu á þriðjudegi!... Devil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við  Abraham erum að velta fyrir okkur hvað sé svona merkilegt við þriðjudaga á KFC ??    Við förum ekki oft í lúguna en örugglega aldrei á þriðjudögum.

Abraham (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband