Er sanngjarnt ...

... að Hafnfirðingar fá einir að greiða atkvæði um stækkun álversins í Straumsvík og þar með um hvort þörf er fyrir virkjanir í neðri hluta Þjórsár? Þaðan mun rafmagnið koma sem á að sjá viðbótinni við álverið fyrir orku. Ég held að Samfylkingin hljóti að hafa toppað sjálfa sig í fíflaganginum með þessari blessuðu atkvæðagreiðslu. Ég mun ekkert vinna næsta mánuðinn heldur mun ég helga mig því að sannfæra þá íbúa Hafnarfjarðar sem vinna á mínum vinnustað um að þeir eigi ekkert með það að samþykkja þessa stækkun þar sem hún hefur gríðarleg áhrif á önnur sveitarfélög en Hafnarfjörð. Virkjanirnar í Þjórsá munu valda óbætanlegum skaða á fallegu sveitinni minni og des uden koma línurnar frá virkjuninni til með að liggja í gegnum átta sveitarfélög áður en þær ná til Straumsvíkur. En það kemur engum við nema íbúum Hafnarfjarðar, right?

Baráttufundurinn í Árnesi í dag var að stærstum hluta vel heppnaður. Fæ alltaf smá kjánahroll þegar fólk gleymir sér í að blanda þjóðernishyggju og rómantík saman við umræður um umhverfisvernd en það voru fá og stutt augnablik á fundinum þannig. Hrós dagsins fær Guðfríður Lilja fyrir vel skrifaða ræðu og frábærlega flutta þannig að fólk hlustaði með andakt. Ég gæti aldrei kosið VG (gæti kosið G-ið en ekki V-ið eins og svo margir aðrir fyrrverandi sjallar) en þessi stelpa er sannarlega skrautfjöður í hatti þeirra VG manna og á eftir að hala inn truckloads af atkvæðum fyrir þá í vor.

Hjálpaði systkinunum í Geldó að gefa í fjárhúsið í morgun og mjólkaði í St. Mást með Uppáhalds í kvöld. Afi og amma höfðu orð á því að fjósalyktin væri örlítið öðruvísi en venjulega þegar ég stoppaði hjá þeim á heimleiðinni, hún væri í sterkari kantinum með nettum rollukeim. Þið sem vinnið með mér getið dæmt sjálfir á morgun, ég ætla ekki í sturtu í fyrramálið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert svo pólitísk að ég fer að hafa áhyggjur af því að þeir hjá frjálslyndum  (eða þverlyndum eða mislyndum), fari að leggja þig í einelti til að fá einhvern með talandann  í lagi í sínar raðir (þ.e.a.s. þig).  

Ólafía M Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2007 kl. 20:02

2 Smámynd: Víkingur / Víxill

amen!

Víkingur / Víxill, 13.2.2007 kl. 10:16

3 Smámynd: HP Foss

það er nú ekki eins og það sé veri að sökkva einhverjum náttúruperlum þarna við bakka Þjórsár! Steingeldir grasbalar og uppblásnir hólmar út í miðri sprænu. Sé ekkert betra við þetta gert enda þurfum við á álveri að halda í Hafnarfirði.
Bændurninr verða bara að passa að færa póstkassana uppúr llónsstæðinu, svo þeir haldið áfram að fá beingreiðslurnar sínar.
Kv
HP Foss.

HP Foss, 14.2.2007 kl. 17:56

4 Smámynd: Rúnarsdóttir

Ég fer að klaga þig í pabba þinn bráðum Helgi Pálsson!

Rúnarsdóttir, 16.2.2007 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband