Fjórar jarðarfarir og brúðkaup

casaVarð hugsað til vinanna í Fjögur brúðkaup og jarðarför þegar við únglíngurinn þeystumst á hraða ljóssins (almost) eftir Kringlumýrarbrautinni á leið í brúðkaup í gær.

Þegar við vorum búin að leggja bílnum eins ólöglega og hægt er og sest inní Dómkirkju þá fór ég að hugsa meira. Ég er búin að fara í fjórar jarðarfarir og eitt brúðkaup á árinu.

Þýðir það að ég endi með Hugh Grant í lok myndarinnar?

Nei, sennilega þýðir það eitthvað annað. 

Það eru til skrilljón svona "quiz" um allan fjandann á netinu. Af hverju er ekki búið að gera "Which movie-ending is the story of your life?" 

Ég held að minn endir sé Casablanca, ég er Rick Blaine og þetta er upphafið að dásamlegri vináttu við spilltan löggæslumann. Já! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

My movie ending yrði sennilega Mulholland Drive eða Lost Highway eftir David Lynch. Ég lifi frábæru lífi með óskaplega miklum erfiðleikum og ég skil ekki baun hvað er í gangi en fíla það samt.

Villi Asgeirsson, 23.9.2007 kl. 19:43

2 Smámynd: Abraham

Ég veit ekki hvort yrði ofaná hjá mér,  Börn náttúrunnar eða Stella í orlofi,  ég hallast nú meira að Stellu um þessar mundir.   " Þa´var sko allur þessi sjokkur"

Abraham, 23.9.2007 kl. 22:30

3 Smámynd: Anna Sigga

   Þú ert fyndin.... og snjöll! Já, afhverju ekki...? Frábært Ágústa, nú hugsa ég ekki um annað en að taka svona próf.

  Annars held ég að mitt líf verði Kill Bill mynd.

Anna Sigga, 24.9.2007 kl. 09:53

4 identicon

"Ég lifi frábæru lífi með óskaplega miklum erfiðleikum og ég skil ekki baun hvað er í gangi en fíla það samt."

Verð að commenta á þessa setningu!  Ein sú besta sem ég hef lesið lengi.  Vel mælt!  Ætla að stela henni og nota á msn 

Karen Guðmundsd. (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 13:56

5 identicon

 Ef ég mætti velja: 'Ókei, hver kom með hundinn?' alveg pottþétt.

Ágústahin (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 21:03

6 Smámynd: Sigga Hrönn

Ég held það sé Legend of the fall........

Sigga Hrönn, 27.9.2007 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband