Biskupinn, músin og rassgatið

m�sMér finnst símaauglýsingin með Jesú og Júdasi vel skrifuð og vel gerð.

Ég trúi á Guð og fer mun oftar í kirkju en meðaljón.

Ég er í það góðu jafnvægi og það meðvituð um hvað skiptir máli í lífinu að ég fer ekki á hliðina þó menn búi til eitthvað skemmtilegt byggt á efni úr heilagri ritningu.

Æðsti yfirmaður ríkiskirkjunnar á Íslandi virðist hafa verið upplýstur um hvað stóð til, virðist ekki hafa haft útá innihald auglýsingarinnar að setja en lýsir því yfir í dag að sér þyki hún smekklaus og undrast að Síminn skuli leggjast svo lágt við auglýsingagerð.

Eins og maðurinn sagði um árið: Þar skeit músin sem ekkert hafði rassgatið.

Ég reyni að vera samkvæm sjálfri mér. Það tekst ekki alltaf en ég reyni þó. Ég vil ekki tala illa um biskupinn, kann ekki við það og er alin upp við að bera virðingu fyrir kirkjunnar mönnum. Hann er ekki að hjálpa.

 


Meira ruglið

Þegar stúlku langar að hitta vinkonur sínar og halda gott partý þá er um að gera að láta verða af því. Við í Nafnlausa-saumaklúbbnum-sem-er-ekki-saumaklúbbur-en-er-það-samt gæsuðum eina úr okkar ranni á laugardaginn. Það þætti varla í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að vinkonan hefur verið hamingjusamlega gift síðan árið 2000 og var gæsuð með bravúr á sínum tíma.g�sun

Okkur í Nafnlausa-saumaklúbbnum-sem-er-ekki-saumaklúbbur-en-er-það-samt fannst bara alveg gebbað fyndið að gæsa hana aftur. So we did. With style. The whole nine yards. Ég ætla ekki útí smáatriði. Myndin hér til hliðar segir ekkert. What happens in Hlíð stays in Hlíð. Ég get hinsvegar ekki látið hjá líða að setja hér á "prent" spurningu kvöldsins:

"Er þessi Allvar Altó þá ekkert vinsæll í útlöndum?"

Annars er það að frétta að Bróbró er farinn að blogga og mamma kvartar undan því að ég setji aldrei myndir af hundinum hennar á bloggið mitt. Ég legg ekki meira á ykkur í bili.

Jared Leto og Björgunarsveitin Ársæll

letoKaren vinkona mín var á Kastrup í fyrradag. Hún labbaði í flasið á Jared Leto og þau horfðust í augu. Hún horfðist í augu við Jared Leto. Ég er að reyna að vera yfirveguð og mjög lítið gelgjuleg yfir þessu en staðreyndin er sú að hún horfðist í augu við Jared Leto og framhjá því verður ekki litið.

nylidaplakatÉg fór með unglingana á björgunarsveitarkynningarfund í gærkvöldi. Þau voru mjög upphrifin og ætla sér að taka grimman þátt í nýliðastarfi Björgunarsveitarinnar Ársæls í vetur. Fyrsta ferðin á reyndar að vera um réttahelgina svo þau komast ekki í hana. Ég get ekki almennilega skilið hvernig þorri landsmanna getur gert plön og átt eðlilegt líf dagana í kringum Skaftholtsréttir. Mér finnst í sjálfhverfu minni að það ættu allir að kindvera farnir á hliðina af spenningi um þessar mundir, bara af því að okkur líður þannig. Og að heilu björgunarsveitirnar geti planað brottför í hálendisferðir á sama tíma og við verðum sötrandi kjötsúpu með eplakinnar og angandi eins og blautar rollur er gjörsamlega fyrir ofan minn skilning.

Af hverju þurfti það að vera Jared Leto? Gat hún ekki labbað í flasið á Jack Black eða Dennis Leary eða einhverjum álíka ble gæjum?

DSC03353Um helgina er ég að fara að gera dálítið ógó spennó og skemmtilegt. Það er leyndó svo ég segi betur frá því í næstu viku en téður gjörningur er aðeins og eingöngu til marks um gebbaðan húmor, hugmyndaauðgi og takmarkalaust félagslyndi. Maður er nú ekki Fjóla félagslynda fyrir ekki neitt!

Why Jared? Why pie why?


Uppsveitir

Það var sannkölluð uppsveitaveisla hjá okkur um helgina, í amk tvennum skilningi ef ekki meira. 

Helgin hófst á fótboltaleik milli Gnúpverja og tungnamanna í Reykholti. Ég þarf varla að taka fram að Gnúpverjar sigruðu með yfirburðum eftir að hafa leyft tungnamönnum að halda að þeir ættu eitthvað í þá í fyrri hálfleik. Stórkostlegir íþróttamenn OG góðhjartaðir, getur maður beðið um meira?

SVK-agust-07 061Síðan lá leið okkar í Grafninginn þar sem á fjórða tug manna og kvenna komu saman til að fagna því að vera skyld hverju öðru. Grilluðum "nokkur" læri og bárum þau fram með kartöflusalati frá sætasta McLaren aðdáanda á landinu. Meðfylgjandi mynd er af bróbró og bestu dúllunni minni, þau sungu eins og englarnir sem þau eru allt kvöldið. 

Á sunnudagsmorguninn smelltum við mæðgur okkur í sundlaugina á Borg í Grímsnesi. Frábær aðstaða í alla staði fyrir utan hitastigið á vatninu, það er verulega erfitt að halda dampi í heilan kílómeter í 35°C heitri laug, ekki alveg kjörhitastig fyrir svona gamlar dömur.

Réttir 2006Eftir hádegi lá leið okkar svo loks í Eystrihrepp. Litlu skruddu var hent út á ferð heima hjá kaupmanninum og ég sá hana og bestu vinkonuna fallast í faðma um leið og ég reykspólaði af stað niður í réttir. Þar tókum við okkur fúavörn og pensla í hönd (fúavörnin var í dósum) og gerðum okkar besta fyrir Skaftholtsréttir ásamt öðrum gæfumönnum og konum. Við erum langt frá því að vera öflugustu meðlimir í félagsskapnum "Vinir Skaftholtsrétta" en við lögðum okkar af mörkum þann daginn. (Meðfylgjandi mynd er tekin ofan af Skaftholtsfjalli í fyrra, eftir að allt hafði verið dregið og áður en menn fóru að reka heim, s.s. á besta tíma :)

MástungaÁður en við lögðum af stað heim í Garðahrepp skruppum við uppí Mástungu. Þar komum við ekki að tómum kofanum frekar en fyrri daginn, hjá Mástungnamönnum drýpur smör af hverju strái og eldhúsborðið svignaði undan kræsingunum. Mikið gott.

Og nú langar mig í vöfflu ... gat skeð.


Menningarnótt með krúttum

SVK-agust-07 102Oh, nú lemja þeir mig ... 

Það var svaka gaman á menningarnótt. Ég var í góðum félagsskap tveggja ungra herramanna sem eru mér afar kærir. Við fórum um víðan völl, sáum ljósmyndasýningu, lögreglustjórann, flugelda, tónleika, illa pössuð börn (líklega úr Breiðholtinu), utanríkisráðherra, rakara og ýmislegt fleira skemmtilegt. 

Og við fórum á barinn. Ekkert að því.

SVK-agust-07 104 


Viðbjóður

angry

Ég er búin að vera heiðarleg og einlæg fyrir lífstíð í síðustu færslum, kominn tími til að mér eðlislægari kenndir eins og kaldhæðni og almenn neikvæðni fái að njóta sín.

Mikið djö andsk getur það farið í taugarnar á mér þegar fólk á öllum aldri talar um ástvini sína og félaga með fornafni og ákveðnum greini:

Ég vona að Sollunni gangi vel í kökuskreytingakeppninni.

Ég gæti ælt ... en þetta atriði verður þó enn aumkunarverðara þegar um er að ræða karlkyns viðfangsefni:

Árninn lánaði mér peysu sem reyndist vera frekar snolluð svo ég fór bara í netabolnum eins og venjulega.

Að ég tali nú ekki um það ógrátandi þegar mannskapurinn drullar endanlega á sig og bætir eignarfornafni aftan við herlegheitin:

Fór að heimsækja Klöruna mína í gær, hún var í sjálfsmorðshugleiðingum svo ég fór fljótlega og ákvað að fara í lautarferð í Hellisgerði í staðinn.

Þetta er ógeðslega væminn vibbi!

Eini maðurinn sem kemst upp með þetta er Einar Matt þegar hann talar um Einar Glans vin sinn (Matt vs. Glans, þið fattið), það að tala um ”Glansinn” er elegant og töff ...

... en þegar fullorðið fólk talar um ”Hallberuna sína” og ”Gunnbjörninn sinn” eins um um sé að ræða mjúka og fluffy bandhnykla sem skoppa fallega á gegnheilu parketi í auglýsingu frá Agli Árnasyni þá langar mig einfaldlega að fleygja mér af 12 metra háum kletti niður í uppþornaðan árfarveg með skólatösku og mikið nesti!


Shirley

shirleyÉg vil nú ekki meina að ég sé kvartsár en ég held ég sé að verða þunglynd af þreytu. 

Ég viðraði þá hugmynd við vinnufélaga mína í gær að skjótast ein til heitu landanna í viku. Bara næsheit á rólegum stað, lúra á bekk með góða bók, rölta berfætt eftir ströndinni og ná mér í nokkrar freknur.

Ég veit ekki hvert þeir ætluðu!

"Ein? Alein? Neih, come on! Þú ferð ekkert ein til sólarlanda, það er bara sorglegt!"

Hello wall ...


Harrý, ég var að spöglera ...

key

Ég er að íhuga þann möguleika að læsa blogginu mínu.

Mynduð þið nenna að lesa það ef þið þyrftuð að slá inn lykilorð? 



Never gone/Never there

audreymarlboroThe pressure ... of a name!

Ég fór í dúndrandi skemmtilegt afmæli um helgina. Það var reyndar haldið í Grafarvogi svo ég neyddist til að drekka mjög mikið af sterkri rommblöndu með myntulaufum. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig færi ef mér yrði boðið í bjóð í Breiðholtinu. 

Ég veit ekki hvort það einskorðast við hópinn sem ég var í eða hvort karlmenn eru almenn að breytast í kjellingar en meirihlutinn af strákunum á svæðinu reykti Salem Lights. Þegar ég var að alast upp voru þetta konusígarettur. Enginn maður með snefil af sjálfsvirðingu reykti mentholvibba og ef það var ekki brúnn filter á sígarettunni þá var filterinn rifinn af og rettan tekin eins og gamli góði Camel. Er alveg vonlaust að eitthvað af gömlu, góðu kynjagildunum fái að halda sér? What up dogs? 

Vissuð þið að aðal taugaendarnir í hundum eru í augunum og akkatinu? 

Lag dagsins er hér. Nei það er ekki Serbinn með Bubba. Ekkert rugl. 


Tribute

SVK 057
Kjartan vinur minn Maack fer fögrum orðum um Stefán Má Ágústsson í kommenti við síðustu færslu. Ég get ekki annað en splæst færslu á strákinn til að útskýra fyrir dyggum lesendum mínum þvílík gersemi hann Stefán Már er, því Kjartan tók kannski ekki alveg nógu djúpt í árinni (les: erfitt fyrir Kjartan að taka dýpra í árinni án þess að virka eins og algjör kjellíng).

Stefán Már í miklu uppáhaldi á mínu heimili, jafnt hjá stórum sem smáum. Okkur finnst hann góðhjartaður, hjálpsamur (sem minnir mig á að ég gleymdi að þakka honum fyrir að teyma merina fyrir okkur á sunnudaginn) og svakalega góður í fótbolta, skemmtilegur og með góðan tónlistarsmekk (sem er frekar sjaldgæft hjá ungum mönnum í dag). Stundum er Stefán Már pínu stríðinn en það er kostur að mati okkar sem erum fánaberar íslenskrar meinfyndni. Mér finnst hann líka aðdáunarverður hestamaður og ég veit að hann er góður við bæði kindur og gamalt fólk.Hans stærsti plús að mínu mati er samt sú staðreynd að hann kann á traktor.

Sonur minn lét þessi fleygu orð falla um daginn:

“Sko mamma, ef einhleypar konur þessa lands geta hugsað sér að láta mann eins og hann Stefán Má ganga um ólofaðan þá er þeim bara engin andskotans vorkunn!”

Þar hafið þið það!



« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband